Skáldið Sjón hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bók sína Skugga-Baldur. Í dómi dómnefndar segir að Skugga-Baldur dansi á línunni milli bundins og óbundins máls. Í skáldsögunni séu íslenskar þjóðsögur, rómantísk frásagnarlist og töfrandi saga tvinnuð saman og tekist á við siðferðileg vandamál samtímans.
Í verðlaun hlýtur skáldið 3,8 milljónir íslenskra króna og verða verðlaunin afhent á fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík í lok október á þessu ári. Skugga-Baldur er fimmta skáldsaga Sjón en þess má geta að hann er jafngamall verðlaununum, eða fjörutíu og þriggja ára.
Sjón fær verðlaun Norðurlandaráðs
