Hljóta að geta fyrirgefið Fischer 18. febrúar 2005 00:01 Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. Davíð Oddsson utanríkisráðherra bauð Bobby Fischer landvistarleyfir fyrir jól. Í vikunnni komst allsherjarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að svo komnu máli að veita honum ríkisborgararétt. Davíð segir að það þýði það eitt að ríkisborgararétturinn standi Bobby Fischer til boða ef hann kemur til landsins og kýs að sækjast eftir honum. Það hljóti að vera innlegg í málið gangvart honum að sú afstaða liggi fyrir þó að það sé skiljanleg afstaða að það sé ekki hægt að veita ríkisborgararétt að manninum fjarstöddum og hann hafi ekki komið til landsins í rúm 30 ár. Davíð telur einnig nauðsynlegt vegna ummæla stuðningsmanna Fischers að benda á að allir pappírar og ferðaheimildir vegna dvalarleyfis hér séu fyrir hendi. Ástæða þess að Davíð ítrekar þetta svona er að líkindum sú að Útlendingastofnun hefur ekki enn þá staðfest að Fischer fái landvistarleyfi hér á landi þó að utanríkisráðuneytið hafi sent frá sér tilkynningu þess efnis þann 15. desember síðastliðinn að við beiðni Fischers yrði orðið. Stuðningsmenn Fischers eiga þó fund með stjórnendum Útlendingastofnunar eftir helgi til að reyna að afgreiða það mál. Bandaríkjamenn hafa sem kunnugt er lýst yfir óánægju með frumkvæði Íslendinga og beitt Japana þrýstingi vegna þessa. En hvað með stjórnvöld hér á landi? Spurður hvort Bandaríkjamenn hafi beitt þrýstingi í málinu segir Davíð ekki vilja kalla það því nafni. Sendiherra Bandaríkjanna hafi formlega mótmælt þessu við íslensk stjórnvöld og þeim finnist afar miður að vera í slag við sitt helsta vinaríki. Íslensk stjórnvöld telji málið hins vegar frekar mannúðarmál en utanríkismál. Þegar Davíð er inntur eftir því hvort hann telji persónulega að Fischer eigi eftir að koma hingað til lands segir hann að hann telji helmingslíkur á því og hann voni að Fischer fái tækifæri til þess. Honum sýnist aðstæður Fischers um þessar mundir ómögulegar og honum fyndist afskaplega dapurlegt ef draga ætti Fischer, sem búi varla við fulla heilsu, fyrir rétt fyrir löngu liðin brek. Honum finnist að menn eigi að horfa gegnum fingur sér gangvart Fischer. Stórveldin hafi fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga sem hafi gert ýmislegt og geti menn fyrirgefið Khadafi hljóti menn að geta fyrirgefið Fischer. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka. Davíð Oddsson utanríkisráðherra bauð Bobby Fischer landvistarleyfir fyrir jól. Í vikunnni komst allsherjarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að svo komnu máli að veita honum ríkisborgararétt. Davíð segir að það þýði það eitt að ríkisborgararétturinn standi Bobby Fischer til boða ef hann kemur til landsins og kýs að sækjast eftir honum. Það hljóti að vera innlegg í málið gangvart honum að sú afstaða liggi fyrir þó að það sé skiljanleg afstaða að það sé ekki hægt að veita ríkisborgararétt að manninum fjarstöddum og hann hafi ekki komið til landsins í rúm 30 ár. Davíð telur einnig nauðsynlegt vegna ummæla stuðningsmanna Fischers að benda á að allir pappírar og ferðaheimildir vegna dvalarleyfis hér séu fyrir hendi. Ástæða þess að Davíð ítrekar þetta svona er að líkindum sú að Útlendingastofnun hefur ekki enn þá staðfest að Fischer fái landvistarleyfi hér á landi þó að utanríkisráðuneytið hafi sent frá sér tilkynningu þess efnis þann 15. desember síðastliðinn að við beiðni Fischers yrði orðið. Stuðningsmenn Fischers eiga þó fund með stjórnendum Útlendingastofnunar eftir helgi til að reyna að afgreiða það mál. Bandaríkjamenn hafa sem kunnugt er lýst yfir óánægju með frumkvæði Íslendinga og beitt Japana þrýstingi vegna þessa. En hvað með stjórnvöld hér á landi? Spurður hvort Bandaríkjamenn hafi beitt þrýstingi í málinu segir Davíð ekki vilja kalla það því nafni. Sendiherra Bandaríkjanna hafi formlega mótmælt þessu við íslensk stjórnvöld og þeim finnist afar miður að vera í slag við sitt helsta vinaríki. Íslensk stjórnvöld telji málið hins vegar frekar mannúðarmál en utanríkismál. Þegar Davíð er inntur eftir því hvort hann telji persónulega að Fischer eigi eftir að koma hingað til lands segir hann að hann telji helmingslíkur á því og hann voni að Fischer fái tækifæri til þess. Honum sýnist aðstæður Fischers um þessar mundir ómögulegar og honum fyndist afskaplega dapurlegt ef draga ætti Fischer, sem búi varla við fulla heilsu, fyrir rétt fyrir löngu liðin brek. Honum finnist að menn eigi að horfa gegnum fingur sér gangvart Fischer. Stórveldin hafi fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga sem hafi gert ýmislegt og geti menn fyrirgefið Khadafi hljóti menn að geta fyrirgefið Fischer.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira