Óveður á landinu í dag 16. febrúar 2005 00:01 Allt flug til og frá landinu fór úr skorðum, innanlandsflug lá niðri og nánast óökufært var utan þéttbýlis á sunnanverðu landinu í dag þegar mikið hvassviðri og snjókoma gekk yfir. Allsherjarringulreið myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem veðurofsinn var slíkur að ekki var hægt að leggja farþegaþotum flugfélaganna við landgangana. Farþegar vélar Icelandair frá Boston urðu að bíða í rúmar tvær klukkustundir í vélinni eftir að hún lenti. Vindhraðinn var um tuttugu og fimm metrar á sekúndu. Millilandaflugið var allt úr skorðum fyrri part dags og hófst ekki aftur fyrr en síðdegis. Allar morgunvélarnar eru farnar af stað og áætlunarferðum síðdegis seinkaði velflestum um nokkrar klukkustundir. Ástandið í innalandsfluginu var síst betra. Það lá niðri fram eftir öllum degi og undir kvöld var ferðum til Hafnar, Ísafjarðar, Vestmannaeyja og Bíldudals aflýst. Kanna á flug til Akureyrar og Egilstaða upp úr klukkan átta. Dýrvitlaust veður var víða á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Hellisheiðinni var til að mynda lokað, enda bæði fljúgandi hálka og blint þar. Undir hádegi fór aðeins að lægja en þó var víða ekkert ferðaveður. Á Hellisheiðinni var ástandið á tólfta tímanum raunar verra en fyrr um morguninn. Varla mátti greina vegstikurnar sem voru einu vísbendingarnar um hvar veginn var að finna. Nokkrir bílar fóru út af veginum, bæði á heiðinni og í Þrengslunum. Björgunarsveit úr Hveragerði var send til að aðstoða fólk sem sat í bílum sínum og komst hvergi. Viðmælendur fréttastofunnar á Litlu kaffistofunni sögðu blindbyl hafa verið þar í morgun og þurfti fólk að bíða þar í allt að tvær klukkustundir þangað til opnað var fyrir umferð yfir heiðina. Þá var illviðri á Holtavörðuheiði og þungfært um Steingrímsfjarðarheiði en engar fregnir hafa borist af alvarlegum óhöppum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Allt flug til og frá landinu fór úr skorðum, innanlandsflug lá niðri og nánast óökufært var utan þéttbýlis á sunnanverðu landinu í dag þegar mikið hvassviðri og snjókoma gekk yfir. Allsherjarringulreið myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem veðurofsinn var slíkur að ekki var hægt að leggja farþegaþotum flugfélaganna við landgangana. Farþegar vélar Icelandair frá Boston urðu að bíða í rúmar tvær klukkustundir í vélinni eftir að hún lenti. Vindhraðinn var um tuttugu og fimm metrar á sekúndu. Millilandaflugið var allt úr skorðum fyrri part dags og hófst ekki aftur fyrr en síðdegis. Allar morgunvélarnar eru farnar af stað og áætlunarferðum síðdegis seinkaði velflestum um nokkrar klukkustundir. Ástandið í innalandsfluginu var síst betra. Það lá niðri fram eftir öllum degi og undir kvöld var ferðum til Hafnar, Ísafjarðar, Vestmannaeyja og Bíldudals aflýst. Kanna á flug til Akureyrar og Egilstaða upp úr klukkan átta. Dýrvitlaust veður var víða á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Hellisheiðinni var til að mynda lokað, enda bæði fljúgandi hálka og blint þar. Undir hádegi fór aðeins að lægja en þó var víða ekkert ferðaveður. Á Hellisheiðinni var ástandið á tólfta tímanum raunar verra en fyrr um morguninn. Varla mátti greina vegstikurnar sem voru einu vísbendingarnar um hvar veginn var að finna. Nokkrir bílar fóru út af veginum, bæði á heiðinni og í Þrengslunum. Björgunarsveit úr Hveragerði var send til að aðstoða fólk sem sat í bílum sínum og komst hvergi. Viðmælendur fréttastofunnar á Litlu kaffistofunni sögðu blindbyl hafa verið þar í morgun og þurfti fólk að bíða þar í allt að tvær klukkustundir þangað til opnað var fyrir umferð yfir heiðina. Þá var illviðri á Holtavörðuheiði og þungfært um Steingrímsfjarðarheiði en engar fregnir hafa borist af alvarlegum óhöppum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira