Ríkulega lagt á búsið 16. febrúar 2005 00:01 Skýrsla, sem unnin var að ósk samgönguráðherra, sýnir að veitingamenn leggja á bilinu 170-250 prósent ofaná innkaupsverð algengra tegunda bjórs, léttvíns og sterkra vína. Af verðinu sem greitt er yfir barborðið renna á bilinu 50 til 60 prósent til veitingamanna. Í skýrslunni, sem Reynir Ragnarsson endurskoðandi vann, segir að álagning á áfengi á veitingastöðum sé mjög há miðað við álagningu almennrar vöru og þjónustu. Reyni var falið að kanna þátt áfengisgjalds, sem er sérstakur skattur á áfengi, í útsöluverði áfengra drykkja. Fram kemur að áfengisgjald á Íslandi er það hæsta í Evrópu en fullyrt að það eitt og sér skýri ekki háa verðlagningu áfengis á vínveitingahúsum og bent á álagningu veitingamannanna sjálfra því til stuðnings. Áfengisgjald er hins vegar 43 prósent af verði bjórdósar sem keypt er í vínbúð og við fáa aðra að eiga en hið opinbera ef lækka á útsöluverð slíkra vara. Veitingamenn hafa löngum býsnast yfir áfengisgjaldinu þegar hátt verð veiga er gagnrýnt og jafnvel sagt það standa enn meiri vexti ferðaþjónustunnar fyrir þrifum. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, bendir á að þegar menn kaupi sér drykk á veitingahúsi séu þeir ekki aðeins að borga fyrir drykkinn heldur líka umhverfi, þjónustu, tónlist og fleira. Hún segist líka þekkja þess dæmi að verð á víni hafi ekki hækkað í langan tíma og sumir veitingamenn hafi stórlækkað verðið hjá sér. Það geri þeir í þeirri vissu að þeir selji meira ef verðið er lágt. Samkeppnin sé hörð á veitingamarkaðnum. Erna segist viss um að veitingamenn væru til í að leggjast á árarnar til að lækkað áfengisverð en til að svo megi verða þurfi ríkið að lækka áfengisgjaldið. "Það er ekki hægt að bjóða íslenskum veitingamönnum heimsmet í öllum gjöldum. Áfengisgjaldið er hæst, virðisaukaskatturinn er sá hæsti og að auki þurfa menn að fá 30 leyfi og vottorð til að opna veitingastaði og búa svo við allskyns óeðlilega samkeppni," segir Erna. Erna Hauksdóttir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Sjá meira
Skýrsla, sem unnin var að ósk samgönguráðherra, sýnir að veitingamenn leggja á bilinu 170-250 prósent ofaná innkaupsverð algengra tegunda bjórs, léttvíns og sterkra vína. Af verðinu sem greitt er yfir barborðið renna á bilinu 50 til 60 prósent til veitingamanna. Í skýrslunni, sem Reynir Ragnarsson endurskoðandi vann, segir að álagning á áfengi á veitingastöðum sé mjög há miðað við álagningu almennrar vöru og þjónustu. Reyni var falið að kanna þátt áfengisgjalds, sem er sérstakur skattur á áfengi, í útsöluverði áfengra drykkja. Fram kemur að áfengisgjald á Íslandi er það hæsta í Evrópu en fullyrt að það eitt og sér skýri ekki háa verðlagningu áfengis á vínveitingahúsum og bent á álagningu veitingamannanna sjálfra því til stuðnings. Áfengisgjald er hins vegar 43 prósent af verði bjórdósar sem keypt er í vínbúð og við fáa aðra að eiga en hið opinbera ef lækka á útsöluverð slíkra vara. Veitingamenn hafa löngum býsnast yfir áfengisgjaldinu þegar hátt verð veiga er gagnrýnt og jafnvel sagt það standa enn meiri vexti ferðaþjónustunnar fyrir þrifum. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, bendir á að þegar menn kaupi sér drykk á veitingahúsi séu þeir ekki aðeins að borga fyrir drykkinn heldur líka umhverfi, þjónustu, tónlist og fleira. Hún segist líka þekkja þess dæmi að verð á víni hafi ekki hækkað í langan tíma og sumir veitingamenn hafi stórlækkað verðið hjá sér. Það geri þeir í þeirri vissu að þeir selji meira ef verðið er lágt. Samkeppnin sé hörð á veitingamarkaðnum. Erna segist viss um að veitingamenn væru til í að leggjast á árarnar til að lækkað áfengisverð en til að svo megi verða þurfi ríkið að lækka áfengisgjaldið. "Það er ekki hægt að bjóða íslenskum veitingamönnum heimsmet í öllum gjöldum. Áfengisgjaldið er hæst, virðisaukaskatturinn er sá hæsti og að auki þurfa menn að fá 30 leyfi og vottorð til að opna veitingastaði og búa svo við allskyns óeðlilega samkeppni," segir Erna. Erna Hauksdóttir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Sjá meira