Veiðileyfi á dómara 16. febrúar 2005 00:01 Já, þetta er furðulegur heimur sem við lifum í. Ef ég væri leikmaður í DHL-deildinni í handbolta í dag gæti ég ákveðið í miðjum leik að sparka boltanum lengst upp í rjáfur, því næst veitt dómaranum léttan kinnhest fyrir að gefa mér réttilega rautt spjald og síðan lokið mér af með því að hrækja á hann. Ef ég fengi meira en þriggja vikna bann fyrir slíkan verknað myndi ég vilja áfrýja og vísa í það fordæmi sem aganefnd HSÍ bjó til í fyrradag með því að dæma Roland Val Eradze í átján daga leikbann fyrir samskonar tilburði í leik ÍBV og ÍR í síðustu viku. Reyndar er það hæpið því ekki er til áfrýjunardómstóll innan HSÍ nema að leikbannið sem um ræðir spanni yfir lengri tíma en eitt ár. Það þýðir að hefði Eradze fengið 364 daga leikbann hefði hann ekki átt annara kosta völ en að kyngja því með sínu jafnaðargeði. Þvílík endemis vitleysa segi ég og slíkir starfshættir væru nú efni í annan pistil. Þessi dómur aganefndar HSÍ er glórulaus og handboltahreyfingunni á Íslandi til háborinnar skammar. Hann er ekki hægt að túlka öðruvísi en að verið sé að gefa leikmönnum veiðileyfi á dómara, sem eiga að heita heilagir inni á velli í hvaða íþróttagrein sem er. Engu máli skiptir að Eradze hitti ekki Gísla Hlyn Jóhannsson, annan dómarann í umræddum leik, hvorki þegar hann gerir tilraun til að slá hann né hrækja á hann - ásetningurinn er klárlega til staðar og ég leyfi mér ekki einu sinni að hugsa til þess sem hefði mögulega gerst ef ekki hefði verið fyrir Svavar Vignisson til að leiða Eradze út úr húsi, slík var bræði hans. Eradze harmar hegðan sína og er fullur eftirsjár fyrir að hafa misst gjörsamlega stjórn á skapi sínu. Eradze baðst afsökunar á opinberum vettvangi og gerir það hann að meiri manni fyrir vikið. Það breytir því ekki að það er ekkert sem afsakar framkomu hans í þessum leik. Með dómnum á Eradze er vegið að dómarastéttinni sjálfri og maður spyr sjálfan sig: Hvað næst? Ég ætla að taka mér það bessaleyfi og skipta dómnum í tvennt, annars vegar fyrir tilraunina að slá Gísla og hinsvegar tilraunina til að hrækja á hann. Þessi brot myndi ég túlka sem jafn alvarleg og því væri um að ræða 10-11 daga leikbann fyrir hvora tilraunina fyrir sig. Það er hlægilegt svo ekki sé meira sagt og þá sérstaklega þegar horft er til þess að Patrekur Jóhannesson fékk hálfs árs leikbann í Þýskalandi á sínum tíma fyrir að hrækja í átt að dómara, sem er sennilega nærtækasta dæmið sem hægt er að hafa til hliðsjónar. Hversu langt leikbann hefði Patrekur fengið hefði hann virkilega hrækt á hann, svo ég tali nú ekki um ef hann hefði reynt að slá hann? Og hvað hefði Eradze fengið langt bann hefði hann hitt Gísla Hlyn? Því verður ekki neitað að HSÍ er að fást við atvik sem á sér vart hliðstæðu í íslenskum handknattleik og því ekki skrítið að aganefnd hafi klórað sér í hausnum yfir því hvernig taka ætti á málinu. Maður veltir því einnig fyrir sér hvort að dómurinn hefði hljóðað öðruvísi ef einhver annar en lykilmaður í íslenska landsliðinu ætti í hlut. Auðvitað munu allir hlutaðeigandi þverneita fyrir slíkar vangaveltur en það er kannski ekki furða að þær skjótist upp á pallborðið - svo lítið vit er í þessum blessaða dómi. Það er a.m.k. ljóst að ég mun ekki láta mér bregða ef einhver tekur upp á því að hrækja á dómara í handboltaleik á næstu misserum, ef leikmanninnum fyrir einhverjar sakir hugnast ekki dómgæsla hans. Ef búast má við tvegga vikna löngu leikbanni að hámarki gætu hugsanlega einhverjir litið á það sem þess virði að láta dómarann fá að kenna á því. Og alltaf munu leikmenn geta varið sig með því fordæmi sem aganefndin setti í fyrradag í máli Rolands Vals Eradze. Vignir Guðjónsson vignir@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Já, þetta er furðulegur heimur sem við lifum í. Ef ég væri leikmaður í DHL-deildinni í handbolta í dag gæti ég ákveðið í miðjum leik að sparka boltanum lengst upp í rjáfur, því næst veitt dómaranum léttan kinnhest fyrir að gefa mér réttilega rautt spjald og síðan lokið mér af með því að hrækja á hann. Ef ég fengi meira en þriggja vikna bann fyrir slíkan verknað myndi ég vilja áfrýja og vísa í það fordæmi sem aganefnd HSÍ bjó til í fyrradag með því að dæma Roland Val Eradze í átján daga leikbann fyrir samskonar tilburði í leik ÍBV og ÍR í síðustu viku. Reyndar er það hæpið því ekki er til áfrýjunardómstóll innan HSÍ nema að leikbannið sem um ræðir spanni yfir lengri tíma en eitt ár. Það þýðir að hefði Eradze fengið 364 daga leikbann hefði hann ekki átt annara kosta völ en að kyngja því með sínu jafnaðargeði. Þvílík endemis vitleysa segi ég og slíkir starfshættir væru nú efni í annan pistil. Þessi dómur aganefndar HSÍ er glórulaus og handboltahreyfingunni á Íslandi til háborinnar skammar. Hann er ekki hægt að túlka öðruvísi en að verið sé að gefa leikmönnum veiðileyfi á dómara, sem eiga að heita heilagir inni á velli í hvaða íþróttagrein sem er. Engu máli skiptir að Eradze hitti ekki Gísla Hlyn Jóhannsson, annan dómarann í umræddum leik, hvorki þegar hann gerir tilraun til að slá hann né hrækja á hann - ásetningurinn er klárlega til staðar og ég leyfi mér ekki einu sinni að hugsa til þess sem hefði mögulega gerst ef ekki hefði verið fyrir Svavar Vignisson til að leiða Eradze út úr húsi, slík var bræði hans. Eradze harmar hegðan sína og er fullur eftirsjár fyrir að hafa misst gjörsamlega stjórn á skapi sínu. Eradze baðst afsökunar á opinberum vettvangi og gerir það hann að meiri manni fyrir vikið. Það breytir því ekki að það er ekkert sem afsakar framkomu hans í þessum leik. Með dómnum á Eradze er vegið að dómarastéttinni sjálfri og maður spyr sjálfan sig: Hvað næst? Ég ætla að taka mér það bessaleyfi og skipta dómnum í tvennt, annars vegar fyrir tilraunina að slá Gísla og hinsvegar tilraunina til að hrækja á hann. Þessi brot myndi ég túlka sem jafn alvarleg og því væri um að ræða 10-11 daga leikbann fyrir hvora tilraunina fyrir sig. Það er hlægilegt svo ekki sé meira sagt og þá sérstaklega þegar horft er til þess að Patrekur Jóhannesson fékk hálfs árs leikbann í Þýskalandi á sínum tíma fyrir að hrækja í átt að dómara, sem er sennilega nærtækasta dæmið sem hægt er að hafa til hliðsjónar. Hversu langt leikbann hefði Patrekur fengið hefði hann virkilega hrækt á hann, svo ég tali nú ekki um ef hann hefði reynt að slá hann? Og hvað hefði Eradze fengið langt bann hefði hann hitt Gísla Hlyn? Því verður ekki neitað að HSÍ er að fást við atvik sem á sér vart hliðstæðu í íslenskum handknattleik og því ekki skrítið að aganefnd hafi klórað sér í hausnum yfir því hvernig taka ætti á málinu. Maður veltir því einnig fyrir sér hvort að dómurinn hefði hljóðað öðruvísi ef einhver annar en lykilmaður í íslenska landsliðinu ætti í hlut. Auðvitað munu allir hlutaðeigandi þverneita fyrir slíkar vangaveltur en það er kannski ekki furða að þær skjótist upp á pallborðið - svo lítið vit er í þessum blessaða dómi. Það er a.m.k. ljóst að ég mun ekki láta mér bregða ef einhver tekur upp á því að hrækja á dómara í handboltaleik á næstu misserum, ef leikmanninnum fyrir einhverjar sakir hugnast ekki dómgæsla hans. Ef búast má við tvegga vikna löngu leikbanni að hámarki gætu hugsanlega einhverjir litið á það sem þess virði að láta dómarann fá að kenna á því. Og alltaf munu leikmenn geta varið sig með því fordæmi sem aganefndin setti í fyrradag í máli Rolands Vals Eradze. Vignir Guðjónsson vignir@frettabladid.is
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar