Síminn seldur kjölfestufjárfesti 14. febrúar 2005 00:01 Allt útlit er fyrir að meirihluti Símans verði seldur til kjölfestufjárfestis. Í það minnsta tveir hópar innlendra fjárfesta eru taldir hafa áhuga en hann byggist á því að þeir geti keypt meirihluta í fyrirtækinu. Ráðherranefnd um einkavæðingu mun taka ákvörðun um sölutilhögun Símans innan þriggja vikna að talið er. Stefnt er að því að selja fyrirtækið í vor eða sumar og liggur því á ákvörðun um hvernig staðið verði að málum. Í fyrstu var talað um að kjölfestufjárfestir gæti átt allt að fjörutíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Nú er hins vegar talið ljóst að eina leiðin til að fjárfestar haldi áhuga sínum og verð verði hátt sé að bjóða meirihlutaeign. Þá þarf að taka ákvörðun um hvort selt verði í heilu lagi eða í nokkrum stigum. Aftur erum við þá komin að verði og áhuga. Þeir sem reiðubúnir eru til að borga hátt verð eru taldir hafa áhuga á að taka til hendinni og það strax. Mikið hefur verið talað um alls kyns pólitík í tengslum við söluna á Símanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 eru nokkrir hópar erlendra fjárfesta, þar á meðal danskra og breskra, komnir hingað til lands til að skoða Símann og velta upp kaupum. KB banki er talinn líklegur til að bjóða í fyrirtækið og ein vísbending um það er að bankinn bauð ekki í ráðgjafarhlutverkið við söluna. KB banki mun að líkindum bjóða í Símann í samvinnu við Meið, fjárfestingarfélag Bakkavararbræðra og VÍS. Fyrir þá sem spá í pólitík er þar komin tenging við báða stjórnarflokkanna. VÍS er tengingin við Framsóknarflokkinn og Meiður tengingin við Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans, sem er kunnur sjálfstæðismaður og stjórnarmaður í Bakkavör. Brynjólfur lýsti því yfir á dögunum að hann væri reiðubúinn að halda áfram sem forstjóri eftir sölu og telja ýmsir það vísbendingu um að hann hafi hugmynd um hver kaupi. Þá erum við komin að Björgólfi Thor Björgólfssyni og Landsbankamönnum. Björgólfur mun ekki hafa áhuga á að fjárfesta í Símanum nema hann leiði verkefnið, í það minnsta hefur það verið fjárfestingarstefna hans hingað til. Spurning er hver muni bjóða í Símann með honum, kannski Straumur og eigendur hans? Pólitíkin er ekki eins skýr í þessum hópi en svo er líka alltaf sá möguleiki fyrir hendi að selt verði hæstbjóðanda. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Sjá meira
Allt útlit er fyrir að meirihluti Símans verði seldur til kjölfestufjárfestis. Í það minnsta tveir hópar innlendra fjárfesta eru taldir hafa áhuga en hann byggist á því að þeir geti keypt meirihluta í fyrirtækinu. Ráðherranefnd um einkavæðingu mun taka ákvörðun um sölutilhögun Símans innan þriggja vikna að talið er. Stefnt er að því að selja fyrirtækið í vor eða sumar og liggur því á ákvörðun um hvernig staðið verði að málum. Í fyrstu var talað um að kjölfestufjárfestir gæti átt allt að fjörutíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Nú er hins vegar talið ljóst að eina leiðin til að fjárfestar haldi áhuga sínum og verð verði hátt sé að bjóða meirihlutaeign. Þá þarf að taka ákvörðun um hvort selt verði í heilu lagi eða í nokkrum stigum. Aftur erum við þá komin að verði og áhuga. Þeir sem reiðubúnir eru til að borga hátt verð eru taldir hafa áhuga á að taka til hendinni og það strax. Mikið hefur verið talað um alls kyns pólitík í tengslum við söluna á Símanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 eru nokkrir hópar erlendra fjárfesta, þar á meðal danskra og breskra, komnir hingað til lands til að skoða Símann og velta upp kaupum. KB banki er talinn líklegur til að bjóða í fyrirtækið og ein vísbending um það er að bankinn bauð ekki í ráðgjafarhlutverkið við söluna. KB banki mun að líkindum bjóða í Símann í samvinnu við Meið, fjárfestingarfélag Bakkavararbræðra og VÍS. Fyrir þá sem spá í pólitík er þar komin tenging við báða stjórnarflokkanna. VÍS er tengingin við Framsóknarflokkinn og Meiður tengingin við Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans, sem er kunnur sjálfstæðismaður og stjórnarmaður í Bakkavör. Brynjólfur lýsti því yfir á dögunum að hann væri reiðubúinn að halda áfram sem forstjóri eftir sölu og telja ýmsir það vísbendingu um að hann hafi hugmynd um hver kaupi. Þá erum við komin að Björgólfi Thor Björgólfssyni og Landsbankamönnum. Björgólfur mun ekki hafa áhuga á að fjárfesta í Símanum nema hann leiði verkefnið, í það minnsta hefur það verið fjárfestingarstefna hans hingað til. Spurning er hver muni bjóða í Símann með honum, kannski Straumur og eigendur hans? Pólitíkin er ekki eins skýr í þessum hópi en svo er líka alltaf sá möguleiki fyrir hendi að selt verði hæstbjóðanda.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Sjá meira