Reikna þarf dæmið til enda 14. febrúar 2005 00:01 Með nýjum lánum og lánakjörum á fasteignamarkaði breyttist landslagið og fjöldi fólks veit nú ekki sitt rjúkandi ráð þegar kemur að kaupum fasteigna. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við HÍ, hvetur fólk til að hugsa málið til enda áður en íbúð er keypt. Gylliboð bankanna eru þess eðlis að margir hlaupa til án þess að hugsa dæmið til enda og fjárfestingar fólks geta endað með ósköpum. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, er með námskeið í Endurmenntunarstofnuninni, en hann segir mikilvægt að fólk viti að hverju það gangi og hugsi lengra fram í tímann. "Sá sem tekur 100% lán í dag er að greiða ígildi húsaleigu framan af lánstímanum, það er að segja lága afborgun. Áhættan sem hann stendur frammi fyrir er hins vegar sú að íbúðin sem hann kaupir í dag kann að verða verðminni en andvirði lánsins eftir einhvern tíma. Verð á fasteignum í dag er í sögulegu samhengi mjög hátt. Hann er þó í sömu stöðu og hinn sem kaupir á 80% láni og er með 20% eigið fé, en sá getur staðið frammi fyrir því að hafa tapað eigin framlagi en eiga þó eignina engu að síður. 100% lántakandinn á sömuleiðis sína íbúð, en skuldar meira en andvirði hennar." Vilhjálmur segir að svo geti verið að viðkomandi hafi sæmilegar tekjur og alltaf möguleiki á að íbúðaverð rísi á ný. "Það standa allir frammi fyrir því í dag að vera að kaupa á tiltölulega háu verði, en það er skuldsetningin sem ræður því hvort menn eiga eitthvað umfram skuldir," segir hann. "Ég veit ekki hvort forsjálnin er almennt nóg í þessum efnum og ég hef tilfinningu fyrir því að fólk standi almennt frekar illa upplýst andspænis íbúðakaupum. Fólk gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir hvaða samband er á milli greiðslu og tekna. Ef afborgun af íbúð er 100 þúsund krónur á mánuði þýðir það að viðkomandi þarf að hafa 200 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Það þarf að borga skatta og í lífeyrissjóð og margir eru með endurgreiðslu námslána, að ógleymdu því að fólk þarf að lifa. Fólk getur verið að binda sig á klafa, ekki bara í fimm ár heldur allt upp í 40 ár. Svo verða menn að gera það upp við sig hvort þeir vilja vinna fyrir lánastofnanir allt sitt líf." En hvað á fólk að gera? "Undirbúa sig vel, kannski að bíða aðeins með fjárfestingar og reisa sér ekki hurðarás um öxl. Kannski asnalegt að brýna fyrir fólki að spara en það eru skilaboðin þegar upp er staðið." Á námskeiði sem Vilhjálmur er með í Endurmenntunarstofnun HÍ fer hann í gegnum þessi mál með nemendurm sínum "Ég ætla meðal annars að kenna fólki að reikna út greiðslubyrði og bera saman eldri og ný lán," segir Vilhjálmur Bjarnason. Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Með nýjum lánum og lánakjörum á fasteignamarkaði breyttist landslagið og fjöldi fólks veit nú ekki sitt rjúkandi ráð þegar kemur að kaupum fasteigna. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við HÍ, hvetur fólk til að hugsa málið til enda áður en íbúð er keypt. Gylliboð bankanna eru þess eðlis að margir hlaupa til án þess að hugsa dæmið til enda og fjárfestingar fólks geta endað með ósköpum. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, er með námskeið í Endurmenntunarstofnuninni, en hann segir mikilvægt að fólk viti að hverju það gangi og hugsi lengra fram í tímann. "Sá sem tekur 100% lán í dag er að greiða ígildi húsaleigu framan af lánstímanum, það er að segja lága afborgun. Áhættan sem hann stendur frammi fyrir er hins vegar sú að íbúðin sem hann kaupir í dag kann að verða verðminni en andvirði lánsins eftir einhvern tíma. Verð á fasteignum í dag er í sögulegu samhengi mjög hátt. Hann er þó í sömu stöðu og hinn sem kaupir á 80% láni og er með 20% eigið fé, en sá getur staðið frammi fyrir því að hafa tapað eigin framlagi en eiga þó eignina engu að síður. 100% lántakandinn á sömuleiðis sína íbúð, en skuldar meira en andvirði hennar." Vilhjálmur segir að svo geti verið að viðkomandi hafi sæmilegar tekjur og alltaf möguleiki á að íbúðaverð rísi á ný. "Það standa allir frammi fyrir því í dag að vera að kaupa á tiltölulega háu verði, en það er skuldsetningin sem ræður því hvort menn eiga eitthvað umfram skuldir," segir hann. "Ég veit ekki hvort forsjálnin er almennt nóg í þessum efnum og ég hef tilfinningu fyrir því að fólk standi almennt frekar illa upplýst andspænis íbúðakaupum. Fólk gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir hvaða samband er á milli greiðslu og tekna. Ef afborgun af íbúð er 100 þúsund krónur á mánuði þýðir það að viðkomandi þarf að hafa 200 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Það þarf að borga skatta og í lífeyrissjóð og margir eru með endurgreiðslu námslána, að ógleymdu því að fólk þarf að lifa. Fólk getur verið að binda sig á klafa, ekki bara í fimm ár heldur allt upp í 40 ár. Svo verða menn að gera það upp við sig hvort þeir vilja vinna fyrir lánastofnanir allt sitt líf." En hvað á fólk að gera? "Undirbúa sig vel, kannski að bíða aðeins með fjárfestingar og reisa sér ekki hurðarás um öxl. Kannski asnalegt að brýna fyrir fólki að spara en það eru skilaboðin þegar upp er staðið." Á námskeiði sem Vilhjálmur er með í Endurmenntunarstofnun HÍ fer hann í gegnum þessi mál með nemendurm sínum "Ég ætla meðal annars að kenna fólki að reikna út greiðslubyrði og bera saman eldri og ný lán," segir Vilhjálmur Bjarnason.
Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira