Afnotagjöld andstæð evrópulögum 13. febrúar 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun á næstu fjórum vikum leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um Ríkisútvarpið þar sem lagt er til að afnotagjöld verði afnumin. Með frumvarpinu er brugðist við gagnrýni ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sem rannsakað hefur málefni Ríkisútvarpsins frá því í maí í fyrra. Ástæða þótti til að kanna hvort RÚV hafi rétt á að innheimta skylduáskriftargjöld og fá um leið rekstrarfé af auglýsingatekjum. Einnig þótti ástæða til að kanna hvort ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins sé varið á lögmætan hátt og í samræmi við skyldur Ríkisútvarpsins. "ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, er að fara yfir málefni Ríkisútvarpsins og almannaþjónustuhlutverk þess. Við þurfum að leggja frumvarpið fram á því formi að það standist kröfur ESA. Ýmislegt fleira kemur inn í þetta en einungis afnotagjöld," segir Þorgerður Katrín aðspurð. Eitt af því sem ESA hefur verið að skoða er hvort flokka eigi afnotagjöld RÚV sem ríkisstyrk. ESA hefur bent á að svo réttlæta megi ríkisstyrki til almenningsútvarps verði það að vera ljóst hverjar skyldur þess eru. Þá verði að vera skýr skil milli kostnaðar almenningsútvarpsins við að uppfylla þessar skyldur og annars kostnaðar, svo sem vegna dagskrárgerðar sem ekki má flokka undir þessar skyldur. Enn fremur skuli ríkisstyrkir til almenningsútvarpsins vera í réttu hlutfalli við kostnað vegna þessara skyldna. "Aðalatriðið er að skilið sé á milli almannaþjónustuhlutverks RÚV og þjónustu á samkeppnisgrundvelli og skilgreina í hverju almannaþjónustuhlutverkið felst. Við erum að skerpa á hlutverki RÚV og skilgreina nákvæmlega hvað falli þar undir," segir Þorgerður. Hún segist vongóð um að sátt verði um breytingarnar sem frumvarpið felur í sér. Aðspurð segir hún að ekki hafi enn verið ákveðið hvenær afnotagjöldin verði felld úr gildi, hvort það verði strax eða eftir nokkur ár. Þorgerður segir að farið hafi verið yfir nokkrar leiðir til þess að sjá stofnuninni fyrir rekstrarfé í stað afnotagjaldanna og verið sé að meta hvað sé heppilegast, annars vegar fyrir RÚV og hins vegar fyrir fólkið í landinu. Hún nefnir nefskatt eða fjárlög sem hugsanlegan möguleika, en einnig hafi verið rætt um að nýta megi persónuafsláttinn. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun á næstu fjórum vikum leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um Ríkisútvarpið þar sem lagt er til að afnotagjöld verði afnumin. Með frumvarpinu er brugðist við gagnrýni ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sem rannsakað hefur málefni Ríkisútvarpsins frá því í maí í fyrra. Ástæða þótti til að kanna hvort RÚV hafi rétt á að innheimta skylduáskriftargjöld og fá um leið rekstrarfé af auglýsingatekjum. Einnig þótti ástæða til að kanna hvort ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins sé varið á lögmætan hátt og í samræmi við skyldur Ríkisútvarpsins. "ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, er að fara yfir málefni Ríkisútvarpsins og almannaþjónustuhlutverk þess. Við þurfum að leggja frumvarpið fram á því formi að það standist kröfur ESA. Ýmislegt fleira kemur inn í þetta en einungis afnotagjöld," segir Þorgerður Katrín aðspurð. Eitt af því sem ESA hefur verið að skoða er hvort flokka eigi afnotagjöld RÚV sem ríkisstyrk. ESA hefur bent á að svo réttlæta megi ríkisstyrki til almenningsútvarps verði það að vera ljóst hverjar skyldur þess eru. Þá verði að vera skýr skil milli kostnaðar almenningsútvarpsins við að uppfylla þessar skyldur og annars kostnaðar, svo sem vegna dagskrárgerðar sem ekki má flokka undir þessar skyldur. Enn fremur skuli ríkisstyrkir til almenningsútvarpsins vera í réttu hlutfalli við kostnað vegna þessara skyldna. "Aðalatriðið er að skilið sé á milli almannaþjónustuhlutverks RÚV og þjónustu á samkeppnisgrundvelli og skilgreina í hverju almannaþjónustuhlutverkið felst. Við erum að skerpa á hlutverki RÚV og skilgreina nákvæmlega hvað falli þar undir," segir Þorgerður. Hún segist vongóð um að sátt verði um breytingarnar sem frumvarpið felur í sér. Aðspurð segir hún að ekki hafi enn verið ákveðið hvenær afnotagjöldin verði felld úr gildi, hvort það verði strax eða eftir nokkur ár. Þorgerður segir að farið hafi verið yfir nokkrar leiðir til þess að sjá stofnuninni fyrir rekstrarfé í stað afnotagjaldanna og verið sé að meta hvað sé heppilegast, annars vegar fyrir RÚV og hins vegar fyrir fólkið í landinu. Hún nefnir nefskatt eða fjárlög sem hugsanlegan möguleika, en einnig hafi verið rætt um að nýta megi persónuafsláttinn.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira