Er þjóðin í afneitun? 10. febrúar 2005 00:01 Í nýjasta tölublaði Birtu er viðtal við Helgu Björnsdóttur mannfræðing sem varði þremur árum í félagsskap heimilislausra. Hún skrifaði svo mastersritgerð um málefnið. Þar kemur margt athyglisvert fram og greinilegt að heimilislausir eru hópur sem þjóðfélagið hefur gefist upp á. Kannski af því að þeir hafa tilhneigingu til að gefast upp sjálfir og lenda aftur í sama farinu eftir að hafa fengið það sem nánast er hægt að kalla fyrstu hjálp. Þeir hafa nefnilega yfirleitt ekki að neinu að hverfa þegar meðferð lýkur. Umræðan um alkólhólisma hefur tekið margar u-beygjur á undanförnum árum og margir sem eiga erfitt með að sætta sig við sjúkdómshugtakið. Viðhorfið er að "allt sé gert fyrir þetta lið, þessa bölvuðu aumingja sem geta svo ekki rifið sig upp á rassgatinu og orðið eins og fólk." Staðreyndin er hins vegar sú að sáralítið er gert fyrir þetta fólk. Það er nánast afskrifað, bæði af stjórnvöldum og samborgurunum. Þjóðfélagið hefur breyst og fyrir nokkrum árum þótti okkur vænt um rónana okkar. Þetta voru mest góðlátlegir karlar sem voru engum til vandræða, þáðu eina og eina rettu og 100 kall fyrir kogara. Fóru svo með ættjarðarljóð og grétu svolítið meðan þeir yljuðu sér við gamlar minningar. Reykvíkingar þekktu utangarðsmennina sína og báru umhyggju fyrir þeim. Nú er allt með öðrum brag. Heimilislausum hefur fjölgað í réttu hlutfalli við fjölgun borgarbúa og fólk er ýmist smeykt við þá eða vill ekkert af þeim vita. Best er að þeir séu sem ósýnilegastir því þá er hægt að telja sér trú um að allt sé í himnalagi. Og auðvitað eiga þeir ekki að vera ranglandi um Austurvöll þar sem búið er að setja upp fína myndlistarsýningu fyrir útlendinga. Hrein torg-fögur borg slagorðið hefur fengið nýja merkingu. Það er líka athyglisvert að konum fjölgar stöðugt í hópi heimilislausra þó þær séu enn miklu færri en karlarnir. Þessar konur lifa við ömurlegar aðstæður, selja sig fyrir áfengi og dópi og þvælast um í hörmulegu ástandi. Þær mæta fyrirlitningu hvar sem þær koma og sjálfsvirðingin er löngu farin veg allrar veraldar. Stundum er það eina sem þær kunna að rífa kjaft. Samt eiga þær svo bágt, svo bágt. Í nóvember síðastliðnum var efnt til söfnunar fyrir Konukot sem er fyrsta athvarfið í Reykjavík fyrir heimilislausar konur. Það söfnuðust 90 þúsund krónur. Skömmu síðar sameinaðist þjóðin í söfnunarátaki fyrir fórnarlömb flóðanna í Asíu. Þar söfnuðust tugir milljóna. Það er fínt mál að við kunnum að sýna samúð í verki þegar fólk úti í heimi á um sárt að binda. Og sorglegt að á sama tíma nennum við ekki að huga að okkar eigin bágstadda fólki og afskrifum fárveikt fólk sem aumingja. Edda Jóhannsdóttir -edda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Jóhannsdóttir Í brennidepli Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjasta tölublaði Birtu er viðtal við Helgu Björnsdóttur mannfræðing sem varði þremur árum í félagsskap heimilislausra. Hún skrifaði svo mastersritgerð um málefnið. Þar kemur margt athyglisvert fram og greinilegt að heimilislausir eru hópur sem þjóðfélagið hefur gefist upp á. Kannski af því að þeir hafa tilhneigingu til að gefast upp sjálfir og lenda aftur í sama farinu eftir að hafa fengið það sem nánast er hægt að kalla fyrstu hjálp. Þeir hafa nefnilega yfirleitt ekki að neinu að hverfa þegar meðferð lýkur. Umræðan um alkólhólisma hefur tekið margar u-beygjur á undanförnum árum og margir sem eiga erfitt með að sætta sig við sjúkdómshugtakið. Viðhorfið er að "allt sé gert fyrir þetta lið, þessa bölvuðu aumingja sem geta svo ekki rifið sig upp á rassgatinu og orðið eins og fólk." Staðreyndin er hins vegar sú að sáralítið er gert fyrir þetta fólk. Það er nánast afskrifað, bæði af stjórnvöldum og samborgurunum. Þjóðfélagið hefur breyst og fyrir nokkrum árum þótti okkur vænt um rónana okkar. Þetta voru mest góðlátlegir karlar sem voru engum til vandræða, þáðu eina og eina rettu og 100 kall fyrir kogara. Fóru svo með ættjarðarljóð og grétu svolítið meðan þeir yljuðu sér við gamlar minningar. Reykvíkingar þekktu utangarðsmennina sína og báru umhyggju fyrir þeim. Nú er allt með öðrum brag. Heimilislausum hefur fjölgað í réttu hlutfalli við fjölgun borgarbúa og fólk er ýmist smeykt við þá eða vill ekkert af þeim vita. Best er að þeir séu sem ósýnilegastir því þá er hægt að telja sér trú um að allt sé í himnalagi. Og auðvitað eiga þeir ekki að vera ranglandi um Austurvöll þar sem búið er að setja upp fína myndlistarsýningu fyrir útlendinga. Hrein torg-fögur borg slagorðið hefur fengið nýja merkingu. Það er líka athyglisvert að konum fjölgar stöðugt í hópi heimilislausra þó þær séu enn miklu færri en karlarnir. Þessar konur lifa við ömurlegar aðstæður, selja sig fyrir áfengi og dópi og þvælast um í hörmulegu ástandi. Þær mæta fyrirlitningu hvar sem þær koma og sjálfsvirðingin er löngu farin veg allrar veraldar. Stundum er það eina sem þær kunna að rífa kjaft. Samt eiga þær svo bágt, svo bágt. Í nóvember síðastliðnum var efnt til söfnunar fyrir Konukot sem er fyrsta athvarfið í Reykjavík fyrir heimilislausar konur. Það söfnuðust 90 þúsund krónur. Skömmu síðar sameinaðist þjóðin í söfnunarátaki fyrir fórnarlömb flóðanna í Asíu. Þar söfnuðust tugir milljóna. Það er fínt mál að við kunnum að sýna samúð í verki þegar fólk úti í heimi á um sárt að binda. Og sorglegt að á sama tíma nennum við ekki að huga að okkar eigin bágstadda fólki og afskrifum fárveikt fólk sem aumingja. Edda Jóhannsdóttir -edda@frettabladid.is
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun