Formenn flokka segja af sér Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2005 00:01 Þau tíðindi bárust frá Danaveldi í gær að formenn fjögurra stjórnmálaflokka hygðust segja af sér, þar sem útkoma þessara flokka í nýafstöðnum kosningum væri óviðunandi. Tveir flokkana, Jafnaðarmenn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn, töpuðu þingmönnum, en hinir tveir, Miðdemókratar og Minnihlutaflokkurinn, náðu ekki manni inn. Miðdemókratar höfðu áður reynt að komast yfir tveggja prósenta markið sem nauðsynlegt er til að ná inn þingmanni á danska þingið, Folketinget. Í stað þess að bæta við sig þeim 0,2 prósentustigum sem þeir þurftu, misstu þeir 0,8 prósentustig. Þetta var fyrsta tilraun Minnihlutaflokksins, sem fékk ekki nema 0,3 prósents fylgi. Í kjölfarið tilkynntu Mimi Jakobsen, formaður Miðdemókrata, og Rune Engelbreth Larsen, formaður Minnihlutaflokksins, að þau hygðust segja af sér formennsku. Niðurstöður kosninganna fyrir þessa tvo flokka voru í samræmi við þær skoðanakannanir sem höfðu birst, svo gott sem daglega, þannig að þetta kom engum á óvart. Varaformaður Miðdemókrata sagði í gær að flokkurinn myndi líklega ekki bjóða fram í næstu kosningum. Það kom meira á óvart að Sósíalíski þjóðarflokkurinn skyldi ekki halda sínum hlut, 12 þingmönnum. Lengi vel virtist sem þeir myndu jafnvel bæta við sig manni, en glutruðu því svo niður á endasprettinum. Þrátt fyrir að niðurstaðan væri einungis 0,4 prósentustigum lakari en í kosningunum 2001 og flokkurinn fengi 6 prósent atkvæða tapaði hann einum manni. Þegar Holger K. Nielsen, formaður Sósíalíska þjóðarflokksins, tilkynnti um afsögn sína sagði hann að útkoman hefði ekki verið hræðileg, en hins vegar væri rétt af honum að segja af sér. Þá gæfist nýjum formanni gott ráðrúm til að styrkja sig í flokknum fyrir næstu kosningar. Varaformaðurinn Trine Bendix sagði strax að það þyrfti að gerbreyta öllum flokknum. Sérstaklega þyrfti að hafa í huga hvað væri hægt að gera til að fá yngra fólk og konur í foringjahóp flokksins og segir hún að gjarnan vildi hún sjá unga konu í formannsstólnum. Hún passar við eigin lýsingu, er aðeins 36 ára, en neitar því alfarið að hún hafi með þessu verið að bjóða sig fram í formanninn. Það er enginn augljós erfðarprins, eða prinsessa, sem bíður á hliðarlínunni. Nielsen vill ekki nefna eftirmann sinn og segir að fyrrum formaður, Gert Petersen, hafi heldur ekki gert slíkt fyrir 14 árum þegar Nielsen tók við formannsembættinu. Það hafi reynst flokknum vel. Í Jafnaðarmannaflokknum er reiknað með mjög harðri baráttu um formannssætið eftir að Mogens Lykketoft sagði af sér, meira að segja áður en endanlegar tölur voru birtar á kosningakvöldinu, þann 8. febrúar. Flokkurinn fékk 25,9 prósenta fylgi og 47 þingmenn, missti 3,2 prósentustig frá síðustu kosningum og 5 þingmenn. Jafnaðarmannaflokkurinn er því sá flokkur sem tapaði mestu fylgi í þessum kosningum, sem var áfall fyrir hann og formanninn. Stjórnmálaskýrendur í Danmörku eru strax farnir að vara við því að stórátök séu í aðsigi innan flokksins í komandi formannskosningu. Rætur átakanna er að finna í formannskjörinu 1992, þegar Poul Nyrup Rasmussen bauð sig fram til formanns gegn þáverandi formanni, Svend Auken. Með loforði um að koma flokknum aftur til valda eftir áratug í stjórnarandstöðu sigraði Poul Nyrup, en það var í fyrsta sinn í sögu flokksins sem sitjandi formaður var felldur í formannskjöri. Poul Nyrup varð forsætisráðherra 1993 og kom jafnaðarmönnum í ríkisstjórn, allt þar til kosningarnar töpuðust 2001 og hann sagði af sér. En með formannskjörinu 1992 er hann sagður hafa klofið flokkinn í tvennt og að sá klofningur sé ekki að saumast saman. Lykketoft er sagður hafa staðið utan við þær deilur, en með því að hann segir nú af sér, eru deilurnar sagðar magnast upp aftur. Mörg nöfn hafa þegar verið nefnd sem væntanlegir arftakar Lykketoft. Á öðrum vængnum eru tveir fyrrum dómsmálaráðherrar, Frank Jensen og Pia Gjellerup. Á hinum vængnum er fyrrum varnarmálaráðherra, Jan Troejborg, og fyrrum sjávarútvegsráðherra, Henrik Dam Kristensen. Jensen lýsti því yfir strax á þriðjudagskvöldið að hann vildi gjarnan taka við flokknum, ef það yrði ekki til þess að hann myndi klofna endanlega. Margir vilja þó líta til yngri kynslóðar jafnaðarmanna, sem gæti náðst sátt um af báðum hliðum. Af þeim eru nefnd Mette Frederiksen, Jeppe Kofoed, Morten Boedskov og Henrik Sass Larsen. Sú fyrstnefnda varð hlutskörpust í skoðanakönnun sem DR gerði á heimasíðu sinni um hver ætti að taka við formennsku í flokknum, en hún segist ekki hafa áhuga. Varaformaðurinn Lotte Bundsgaard hefur þegar tilkynnt að hún hafi ekki áhuga á embættinu. Varaformenn tveggja þessara flokka sem nú eru án formanns hafa því lýst yfir að þeir sækist ekki eftir formannsembættinu. Óvíst er hvort hinir tveir flokkarnir þurfi formann, það er ef þeir verða lagðir niður. Það myndi væntanlega sæta tíðindum hér á landi ef varaformenn stjórnmálaflokkanna myndu ekki sækjast eftir því að verða formenn. Talað er um Geir H. Haarde sem líklegastan formann Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sækist nú eftir formannsembætti Samfylkingar, Guðni Ágústsson hefur haft orð á því að hann væri ekki afhuga embætti formanns Framsóknarflokksins og Magnús Þór Hafsteinsson þykir hafa metnað í formann Frjálslynda flokksins. Ekki þykir heldur ólíklegt að Ögmundur Jónasson gæti hugsað sér að setjast í stól Steingríms J. Sigfússonar, ef Steingrímur stæði óvænt upp.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þau tíðindi bárust frá Danaveldi í gær að formenn fjögurra stjórnmálaflokka hygðust segja af sér, þar sem útkoma þessara flokka í nýafstöðnum kosningum væri óviðunandi. Tveir flokkana, Jafnaðarmenn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn, töpuðu þingmönnum, en hinir tveir, Miðdemókratar og Minnihlutaflokkurinn, náðu ekki manni inn. Miðdemókratar höfðu áður reynt að komast yfir tveggja prósenta markið sem nauðsynlegt er til að ná inn þingmanni á danska þingið, Folketinget. Í stað þess að bæta við sig þeim 0,2 prósentustigum sem þeir þurftu, misstu þeir 0,8 prósentustig. Þetta var fyrsta tilraun Minnihlutaflokksins, sem fékk ekki nema 0,3 prósents fylgi. Í kjölfarið tilkynntu Mimi Jakobsen, formaður Miðdemókrata, og Rune Engelbreth Larsen, formaður Minnihlutaflokksins, að þau hygðust segja af sér formennsku. Niðurstöður kosninganna fyrir þessa tvo flokka voru í samræmi við þær skoðanakannanir sem höfðu birst, svo gott sem daglega, þannig að þetta kom engum á óvart. Varaformaður Miðdemókrata sagði í gær að flokkurinn myndi líklega ekki bjóða fram í næstu kosningum. Það kom meira á óvart að Sósíalíski þjóðarflokkurinn skyldi ekki halda sínum hlut, 12 þingmönnum. Lengi vel virtist sem þeir myndu jafnvel bæta við sig manni, en glutruðu því svo niður á endasprettinum. Þrátt fyrir að niðurstaðan væri einungis 0,4 prósentustigum lakari en í kosningunum 2001 og flokkurinn fengi 6 prósent atkvæða tapaði hann einum manni. Þegar Holger K. Nielsen, formaður Sósíalíska þjóðarflokksins, tilkynnti um afsögn sína sagði hann að útkoman hefði ekki verið hræðileg, en hins vegar væri rétt af honum að segja af sér. Þá gæfist nýjum formanni gott ráðrúm til að styrkja sig í flokknum fyrir næstu kosningar. Varaformaðurinn Trine Bendix sagði strax að það þyrfti að gerbreyta öllum flokknum. Sérstaklega þyrfti að hafa í huga hvað væri hægt að gera til að fá yngra fólk og konur í foringjahóp flokksins og segir hún að gjarnan vildi hún sjá unga konu í formannsstólnum. Hún passar við eigin lýsingu, er aðeins 36 ára, en neitar því alfarið að hún hafi með þessu verið að bjóða sig fram í formanninn. Það er enginn augljós erfðarprins, eða prinsessa, sem bíður á hliðarlínunni. Nielsen vill ekki nefna eftirmann sinn og segir að fyrrum formaður, Gert Petersen, hafi heldur ekki gert slíkt fyrir 14 árum þegar Nielsen tók við formannsembættinu. Það hafi reynst flokknum vel. Í Jafnaðarmannaflokknum er reiknað með mjög harðri baráttu um formannssætið eftir að Mogens Lykketoft sagði af sér, meira að segja áður en endanlegar tölur voru birtar á kosningakvöldinu, þann 8. febrúar. Flokkurinn fékk 25,9 prósenta fylgi og 47 þingmenn, missti 3,2 prósentustig frá síðustu kosningum og 5 þingmenn. Jafnaðarmannaflokkurinn er því sá flokkur sem tapaði mestu fylgi í þessum kosningum, sem var áfall fyrir hann og formanninn. Stjórnmálaskýrendur í Danmörku eru strax farnir að vara við því að stórátök séu í aðsigi innan flokksins í komandi formannskosningu. Rætur átakanna er að finna í formannskjörinu 1992, þegar Poul Nyrup Rasmussen bauð sig fram til formanns gegn þáverandi formanni, Svend Auken. Með loforði um að koma flokknum aftur til valda eftir áratug í stjórnarandstöðu sigraði Poul Nyrup, en það var í fyrsta sinn í sögu flokksins sem sitjandi formaður var felldur í formannskjöri. Poul Nyrup varð forsætisráðherra 1993 og kom jafnaðarmönnum í ríkisstjórn, allt þar til kosningarnar töpuðust 2001 og hann sagði af sér. En með formannskjörinu 1992 er hann sagður hafa klofið flokkinn í tvennt og að sá klofningur sé ekki að saumast saman. Lykketoft er sagður hafa staðið utan við þær deilur, en með því að hann segir nú af sér, eru deilurnar sagðar magnast upp aftur. Mörg nöfn hafa þegar verið nefnd sem væntanlegir arftakar Lykketoft. Á öðrum vængnum eru tveir fyrrum dómsmálaráðherrar, Frank Jensen og Pia Gjellerup. Á hinum vængnum er fyrrum varnarmálaráðherra, Jan Troejborg, og fyrrum sjávarútvegsráðherra, Henrik Dam Kristensen. Jensen lýsti því yfir strax á þriðjudagskvöldið að hann vildi gjarnan taka við flokknum, ef það yrði ekki til þess að hann myndi klofna endanlega. Margir vilja þó líta til yngri kynslóðar jafnaðarmanna, sem gæti náðst sátt um af báðum hliðum. Af þeim eru nefnd Mette Frederiksen, Jeppe Kofoed, Morten Boedskov og Henrik Sass Larsen. Sú fyrstnefnda varð hlutskörpust í skoðanakönnun sem DR gerði á heimasíðu sinni um hver ætti að taka við formennsku í flokknum, en hún segist ekki hafa áhuga. Varaformaðurinn Lotte Bundsgaard hefur þegar tilkynnt að hún hafi ekki áhuga á embættinu. Varaformenn tveggja þessara flokka sem nú eru án formanns hafa því lýst yfir að þeir sækist ekki eftir formannsembættinu. Óvíst er hvort hinir tveir flokkarnir þurfi formann, það er ef þeir verða lagðir niður. Það myndi væntanlega sæta tíðindum hér á landi ef varaformenn stjórnmálaflokkanna myndu ekki sækjast eftir því að verða formenn. Talað er um Geir H. Haarde sem líklegastan formann Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sækist nú eftir formannsembætti Samfylkingar, Guðni Ágústsson hefur haft orð á því að hann væri ekki afhuga embætti formanns Framsóknarflokksins og Magnús Þór Hafsteinsson þykir hafa metnað í formann Frjálslynda flokksins. Ekki þykir heldur ólíklegt að Ögmundur Jónasson gæti hugsað sér að setjast í stól Steingríms J. Sigfússonar, ef Steingrímur stæði óvænt upp.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar