Byggja upp fjárfestingarbanka 1. febrúar 2005 00:01 Landsbankinn stefnir að því að leggja grunn að útrás sinni í Bretlandi með yfirtöku á bresku verðbréfafyrirtæki sem tilkynnt var um í dag. Markmið Landsbankans er að byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka. Tæplega 60 prósent hluthafa í breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood höfðu nú síðdegis lýst yfir stuðningi við yfirtökutilboð Landsbankans en Landsbankamenn stefna að því að endanlega verði búið að ganga frá kaupunum innan mánaðar. Landsbankinn býðst til þess að kaupa hlutabréf fyrirtækisins á 50 prósenta yfirverði eða fyrir alls um fimm milljarða króna. Fyrirtækið er það fjórtánda stærsta í viðskiptum í bresku kauphöllinni í Lundúnum en um 120 manns stafa hjá því. Ársvelta þess nam um tveimur milljörðum króna á síðasta tímabili. Stefnt er að því að bankastjórar Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, setjist í stjórn fyrirtækisins en stjórnarformaður þess er Baker lávarður sem var ráðherra í stjórn Margrétar Thatcher og er miðað við að hann verði áfram í því starfi. Sigurjón Þ. Árnason segir að markmið Landbankans sé að reyna byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka og með kaupunum sé Landsbankinn að kaupa sér ákveðin fyrirtækjatengsl og tengsl við fagfjárfestabanka í Bretlandi. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa nýtt sér þjónustu Teather & Greenwood, m.a Bakkavör við kaup á Geest og Flugleiðir við kaup á Easy Jet. Aðspurður hvort kaupin hafi þýðingu fyrir íslenska fjárfesta og íslenskan markað segir Sigurjón að þau skipti alla sem tengist Landsbankum máli, hvort sem það séu fyrirtæki, fjárfestar eða starfsmenn, því kaupin leggi grunninn að útrás bankans í Bretlandi. Teather & Greewood hafi mikil fyrirtækjatengsl og tengls við breskan markað og því sé mikils vænst í kjölfar kaupanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Landsbankinn stefnir að því að leggja grunn að útrás sinni í Bretlandi með yfirtöku á bresku verðbréfafyrirtæki sem tilkynnt var um í dag. Markmið Landsbankans er að byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka. Tæplega 60 prósent hluthafa í breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood höfðu nú síðdegis lýst yfir stuðningi við yfirtökutilboð Landsbankans en Landsbankamenn stefna að því að endanlega verði búið að ganga frá kaupunum innan mánaðar. Landsbankinn býðst til þess að kaupa hlutabréf fyrirtækisins á 50 prósenta yfirverði eða fyrir alls um fimm milljarða króna. Fyrirtækið er það fjórtánda stærsta í viðskiptum í bresku kauphöllinni í Lundúnum en um 120 manns stafa hjá því. Ársvelta þess nam um tveimur milljörðum króna á síðasta tímabili. Stefnt er að því að bankastjórar Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, setjist í stjórn fyrirtækisins en stjórnarformaður þess er Baker lávarður sem var ráðherra í stjórn Margrétar Thatcher og er miðað við að hann verði áfram í því starfi. Sigurjón Þ. Árnason segir að markmið Landbankans sé að reyna byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka og með kaupunum sé Landsbankinn að kaupa sér ákveðin fyrirtækjatengsl og tengsl við fagfjárfestabanka í Bretlandi. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa nýtt sér þjónustu Teather & Greenwood, m.a Bakkavör við kaup á Geest og Flugleiðir við kaup á Easy Jet. Aðspurður hvort kaupin hafi þýðingu fyrir íslenska fjárfesta og íslenskan markað segir Sigurjón að þau skipti alla sem tengist Landsbankum máli, hvort sem það séu fyrirtæki, fjárfestar eða starfsmenn, því kaupin leggi grunninn að útrás bankans í Bretlandi. Teather & Greewood hafi mikil fyrirtækjatengsl og tengls við breskan markað og því sé mikils vænst í kjölfar kaupanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira