Rannsóknarhagsmunir í hættu 1. febrúar 2005 00:01 Ríkislögreglustjóraembættið óttast að rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna geti haft áhrif á niðurstöðu málsins og möguleika lögreglu til að rannsaka þátt einstakra manna. Rannsóknarhagsmunir séu í hættu rannsaki tvær stofnanir málið samtímis. Íslensku olíufélögin gagnrýndu á sínum tíma að rannsókn á samráðinu færi fram hjá tveimur opinberum stofnunum, Samkeppnisstofnun og Ríkislögreglustjóra. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur að lögreglurannsókn á olíufélögunum hafi ekki sjálfkrafa átt að leiða til þess að Samkeppnisstofnun hætti að rannsaka málið. Ekki sé óeðlilegt að tvær stofnanir rannsaki mál samtímis. Nefnd á vegum forsætisráðherra hóf í haust að rannsaka hvernig þessum málum verði best fyrir komið í framtíðinni en bæði Ríkislögreglustjóri og Samkeppnisstofnun virðast sammála um að lögin séu ófullnægjandi. Helgi Magnús Gunnarsson sem stjórnar rannsókn á olíufélögunum fyrir hönd Ríkislögreglustjóra segir að einhver brot kunni að vera fyrnd vegna þess hve málið kom seint til lögreglu. Það varði þá starfsmenn sem hafi hætt störfum snemma á samráðstímanum. Það eigi enn eftir að reyna á hvaða áhrif það hafi á meðferð refsimálsins, verði ákæra gefin út á hendur forsvarsmönnum olíufélaganna, að málið hafi verið rannsakað af tveimur stofnunum. Forsvarsmenn olíufélaganna muni sjálfsagt bera því aftur við að þeir hafi unnið með Samkeppnisstofnun í trausti þess að málið færi ekki til lögreglu. Kröfur um málsmeðferð séu meiri fyrir dómi og sönnunarbyrði í sakamáli og réttarstaða sakborninga sömuleiðis. Það geti haft áhrif á niðurstöðu málsins. Það bíði nefndar forsætisráðherra að ákveða hvernig verði skilið á milli þessara mála í framtíðinni. Það sé þó eindreginn vilji Ríkislögreglustjóra að alvarlegustu samráðsmálin verði bara á könnu lögreglu. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Ríkislögreglustjóraembættið óttast að rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna geti haft áhrif á niðurstöðu málsins og möguleika lögreglu til að rannsaka þátt einstakra manna. Rannsóknarhagsmunir séu í hættu rannsaki tvær stofnanir málið samtímis. Íslensku olíufélögin gagnrýndu á sínum tíma að rannsókn á samráðinu færi fram hjá tveimur opinberum stofnunum, Samkeppnisstofnun og Ríkislögreglustjóra. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur að lögreglurannsókn á olíufélögunum hafi ekki sjálfkrafa átt að leiða til þess að Samkeppnisstofnun hætti að rannsaka málið. Ekki sé óeðlilegt að tvær stofnanir rannsaki mál samtímis. Nefnd á vegum forsætisráðherra hóf í haust að rannsaka hvernig þessum málum verði best fyrir komið í framtíðinni en bæði Ríkislögreglustjóri og Samkeppnisstofnun virðast sammála um að lögin séu ófullnægjandi. Helgi Magnús Gunnarsson sem stjórnar rannsókn á olíufélögunum fyrir hönd Ríkislögreglustjóra segir að einhver brot kunni að vera fyrnd vegna þess hve málið kom seint til lögreglu. Það varði þá starfsmenn sem hafi hætt störfum snemma á samráðstímanum. Það eigi enn eftir að reyna á hvaða áhrif það hafi á meðferð refsimálsins, verði ákæra gefin út á hendur forsvarsmönnum olíufélaganna, að málið hafi verið rannsakað af tveimur stofnunum. Forsvarsmenn olíufélaganna muni sjálfsagt bera því aftur við að þeir hafi unnið með Samkeppnisstofnun í trausti þess að málið færi ekki til lögreglu. Kröfur um málsmeðferð séu meiri fyrir dómi og sönnunarbyrði í sakamáli og réttarstaða sakborninga sömuleiðis. Það geti haft áhrif á niðurstöðu málsins. Það bíði nefndar forsætisráðherra að ákveða hvernig verði skilið á milli þessara mála í framtíðinni. Það sé þó eindreginn vilji Ríkislögreglustjóra að alvarlegustu samráðsmálin verði bara á könnu lögreglu.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira