Kjósendur sýndu þrautseigju 30. janúar 2005 00:01 Kosningarnar í Írak í dag voru blóði drifnar. Þær einkenndust af árásum hryðjuverkamanna og þrautseigju Íraka, sem flykktust á kjörstaði þrátt fyrir hættuna. Spáð var hrinu blóðugra og mannskæðra árása í dag og sú spá gekk eftir. Staðfest hefur verið að þrjátíu og þrír týndu lífi í árásum víðsvegar um landið og hryðjuverkahópur Abu Musabs al-Zarqawis kveðst hafa sent þrettán hryðjuverkamenn í sjálfsmorðsleiðangra. En tíðindi dagsins eru ekki árásirnar heldur kosningaþátttakan. Svo virðist sem mikill fjöldi Íraka hafi tekið því fagnandi að hafa tækifæri til að kjósa og skeytt engu um hótanir hryðjuverkamanna. Tuttugu og sjö milljónir búa í Írak og þar af skráðu um þrettán milljónir sig á kjörskrá. Kjörstjórn telur að yfir sextíu prósent skráðra kjósenda hafi mætt á kjörstað sem má túlka sem svo að Írakar hafi viljað senda ótvírætt merki um vilja sinn. Kjörstjórnin virðist hafa verið sínu ákafari og greindi frá því síðdegis að yfir 72 prósent hefðu þegar greitt atkvæði; það var dregið til baka skömmu síðar. Sums staðar er kjörsókn sögð hafa farið yfir 95 prósent en annars staðar var þó greinilega ringulreið. Einn kjósandi í bænum Beiji greindi fjölmiðlum frá því að hann hafi farið tvisvar á kjörstað í bænum en þar hafi engan verið að finna. Fregnir af þessu tagi bárust frá nokkrum bæjum og hverfum Súnníta sem sagðir eru hafa setið heima á meðan Kúrdar og Sjítar notfærðu sér kosningarétt sinn í ríkari mæli. Talsmenn bráðabirgðastjórnar Íraks voru hæstánægðir með daginn og Bandaríkjastjórn getur hakað við kosningarnar á stuttum lista þess sem vel gengur í Írak. Bush Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi á sjöunda tímanum að kosningarnar í Írak væru afgerandi sigur og að Írakar hefðu hafnað ólýðræðislegri hugmyndafræði hryðjuverkamanna. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þetta merkisdag fyrir íröksku þjóðina. Um landið allt hafi Írakar steymt á kjörstaði þrátt fyrir hótanir al-Zarqawis. „Þetta er upphafið að nýjum tíma í Írak,“ segir Rice. Úrslit kosninganna liggja fyrir í vikunni en ljóst að að Sjítar verða sigurvegararnir, þó að óvíst sé að þeir verði alráðir. Nú er þess beðið með eftirvæntingu að sjá hvort að kosningin markar tímamót, og þá hvers eðlis þau verða: hvort að Írak þróast nú í átt að sjálfstæðu lýðræðisríki eða hvort að sundrung geri vart við sig og uppreisnarmönnum vex ásmeginn. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Kosningarnar í Írak í dag voru blóði drifnar. Þær einkenndust af árásum hryðjuverkamanna og þrautseigju Íraka, sem flykktust á kjörstaði þrátt fyrir hættuna. Spáð var hrinu blóðugra og mannskæðra árása í dag og sú spá gekk eftir. Staðfest hefur verið að þrjátíu og þrír týndu lífi í árásum víðsvegar um landið og hryðjuverkahópur Abu Musabs al-Zarqawis kveðst hafa sent þrettán hryðjuverkamenn í sjálfsmorðsleiðangra. En tíðindi dagsins eru ekki árásirnar heldur kosningaþátttakan. Svo virðist sem mikill fjöldi Íraka hafi tekið því fagnandi að hafa tækifæri til að kjósa og skeytt engu um hótanir hryðjuverkamanna. Tuttugu og sjö milljónir búa í Írak og þar af skráðu um þrettán milljónir sig á kjörskrá. Kjörstjórn telur að yfir sextíu prósent skráðra kjósenda hafi mætt á kjörstað sem má túlka sem svo að Írakar hafi viljað senda ótvírætt merki um vilja sinn. Kjörstjórnin virðist hafa verið sínu ákafari og greindi frá því síðdegis að yfir 72 prósent hefðu þegar greitt atkvæði; það var dregið til baka skömmu síðar. Sums staðar er kjörsókn sögð hafa farið yfir 95 prósent en annars staðar var þó greinilega ringulreið. Einn kjósandi í bænum Beiji greindi fjölmiðlum frá því að hann hafi farið tvisvar á kjörstað í bænum en þar hafi engan verið að finna. Fregnir af þessu tagi bárust frá nokkrum bæjum og hverfum Súnníta sem sagðir eru hafa setið heima á meðan Kúrdar og Sjítar notfærðu sér kosningarétt sinn í ríkari mæli. Talsmenn bráðabirgðastjórnar Íraks voru hæstánægðir með daginn og Bandaríkjastjórn getur hakað við kosningarnar á stuttum lista þess sem vel gengur í Írak. Bush Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi á sjöunda tímanum að kosningarnar í Írak væru afgerandi sigur og að Írakar hefðu hafnað ólýðræðislegri hugmyndafræði hryðjuverkamanna. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þetta merkisdag fyrir íröksku þjóðina. Um landið allt hafi Írakar steymt á kjörstaði þrátt fyrir hótanir al-Zarqawis. „Þetta er upphafið að nýjum tíma í Írak,“ segir Rice. Úrslit kosninganna liggja fyrir í vikunni en ljóst að að Sjítar verða sigurvegararnir, þó að óvíst sé að þeir verði alráðir. Nú er þess beðið með eftirvæntingu að sjá hvort að kosningin markar tímamót, og þá hvers eðlis þau verða: hvort að Írak þróast nú í átt að sjálfstæðu lýðræðisríki eða hvort að sundrung geri vart við sig og uppreisnarmönnum vex ásmeginn.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira