Kjósendur sýndu þrautseigju 30. janúar 2005 00:01 Kosningarnar í Írak í dag voru blóði drifnar. Þær einkenndust af árásum hryðjuverkamanna og þrautseigju Íraka, sem flykktust á kjörstaði þrátt fyrir hættuna. Spáð var hrinu blóðugra og mannskæðra árása í dag og sú spá gekk eftir. Staðfest hefur verið að þrjátíu og þrír týndu lífi í árásum víðsvegar um landið og hryðjuverkahópur Abu Musabs al-Zarqawis kveðst hafa sent þrettán hryðjuverkamenn í sjálfsmorðsleiðangra. En tíðindi dagsins eru ekki árásirnar heldur kosningaþátttakan. Svo virðist sem mikill fjöldi Íraka hafi tekið því fagnandi að hafa tækifæri til að kjósa og skeytt engu um hótanir hryðjuverkamanna. Tuttugu og sjö milljónir búa í Írak og þar af skráðu um þrettán milljónir sig á kjörskrá. Kjörstjórn telur að yfir sextíu prósent skráðra kjósenda hafi mætt á kjörstað sem má túlka sem svo að Írakar hafi viljað senda ótvírætt merki um vilja sinn. Kjörstjórnin virðist hafa verið sínu ákafari og greindi frá því síðdegis að yfir 72 prósent hefðu þegar greitt atkvæði; það var dregið til baka skömmu síðar. Sums staðar er kjörsókn sögð hafa farið yfir 95 prósent en annars staðar var þó greinilega ringulreið. Einn kjósandi í bænum Beiji greindi fjölmiðlum frá því að hann hafi farið tvisvar á kjörstað í bænum en þar hafi engan verið að finna. Fregnir af þessu tagi bárust frá nokkrum bæjum og hverfum Súnníta sem sagðir eru hafa setið heima á meðan Kúrdar og Sjítar notfærðu sér kosningarétt sinn í ríkari mæli. Talsmenn bráðabirgðastjórnar Íraks voru hæstánægðir með daginn og Bandaríkjastjórn getur hakað við kosningarnar á stuttum lista þess sem vel gengur í Írak. Bush Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi á sjöunda tímanum að kosningarnar í Írak væru afgerandi sigur og að Írakar hefðu hafnað ólýðræðislegri hugmyndafræði hryðjuverkamanna. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þetta merkisdag fyrir íröksku þjóðina. Um landið allt hafi Írakar steymt á kjörstaði þrátt fyrir hótanir al-Zarqawis. „Þetta er upphafið að nýjum tíma í Írak,“ segir Rice. Úrslit kosninganna liggja fyrir í vikunni en ljóst að að Sjítar verða sigurvegararnir, þó að óvíst sé að þeir verði alráðir. Nú er þess beðið með eftirvæntingu að sjá hvort að kosningin markar tímamót, og þá hvers eðlis þau verða: hvort að Írak þróast nú í átt að sjálfstæðu lýðræðisríki eða hvort að sundrung geri vart við sig og uppreisnarmönnum vex ásmeginn. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira
Kosningarnar í Írak í dag voru blóði drifnar. Þær einkenndust af árásum hryðjuverkamanna og þrautseigju Íraka, sem flykktust á kjörstaði þrátt fyrir hættuna. Spáð var hrinu blóðugra og mannskæðra árása í dag og sú spá gekk eftir. Staðfest hefur verið að þrjátíu og þrír týndu lífi í árásum víðsvegar um landið og hryðjuverkahópur Abu Musabs al-Zarqawis kveðst hafa sent þrettán hryðjuverkamenn í sjálfsmorðsleiðangra. En tíðindi dagsins eru ekki árásirnar heldur kosningaþátttakan. Svo virðist sem mikill fjöldi Íraka hafi tekið því fagnandi að hafa tækifæri til að kjósa og skeytt engu um hótanir hryðjuverkamanna. Tuttugu og sjö milljónir búa í Írak og þar af skráðu um þrettán milljónir sig á kjörskrá. Kjörstjórn telur að yfir sextíu prósent skráðra kjósenda hafi mætt á kjörstað sem má túlka sem svo að Írakar hafi viljað senda ótvírætt merki um vilja sinn. Kjörstjórnin virðist hafa verið sínu ákafari og greindi frá því síðdegis að yfir 72 prósent hefðu þegar greitt atkvæði; það var dregið til baka skömmu síðar. Sums staðar er kjörsókn sögð hafa farið yfir 95 prósent en annars staðar var þó greinilega ringulreið. Einn kjósandi í bænum Beiji greindi fjölmiðlum frá því að hann hafi farið tvisvar á kjörstað í bænum en þar hafi engan verið að finna. Fregnir af þessu tagi bárust frá nokkrum bæjum og hverfum Súnníta sem sagðir eru hafa setið heima á meðan Kúrdar og Sjítar notfærðu sér kosningarétt sinn í ríkari mæli. Talsmenn bráðabirgðastjórnar Íraks voru hæstánægðir með daginn og Bandaríkjastjórn getur hakað við kosningarnar á stuttum lista þess sem vel gengur í Írak. Bush Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi á sjöunda tímanum að kosningarnar í Írak væru afgerandi sigur og að Írakar hefðu hafnað ólýðræðislegri hugmyndafræði hryðjuverkamanna. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þetta merkisdag fyrir íröksku þjóðina. Um landið allt hafi Írakar steymt á kjörstaði þrátt fyrir hótanir al-Zarqawis. „Þetta er upphafið að nýjum tíma í Írak,“ segir Rice. Úrslit kosninganna liggja fyrir í vikunni en ljóst að að Sjítar verða sigurvegararnir, þó að óvíst sé að þeir verði alráðir. Nú er þess beðið með eftirvæntingu að sjá hvort að kosningin markar tímamót, og þá hvers eðlis þau verða: hvort að Írak þróast nú í átt að sjálfstæðu lýðræðisríki eða hvort að sundrung geri vart við sig og uppreisnarmönnum vex ásmeginn.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira