Eru ekki nógu góðir 28. janúar 2005 00:01 Það er morgunljóst að þau markmið sem Viggó Sigurðsson setti fyrir HM í Túnis voru of háleit. Það varð endanlega ljóst í gær þegar Rússar pökkuðu Íslendingum saman í síðari hálfleik og sigruðu með sjö marka mun, 22-29, en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Þar sem Tékkar unnu Slóvena þá er nokkuð ljóst að liðið kemst ekki áfram í milliriðil og er á leið heim. Rússar voru yfir, 5-0, þegar sjö mínútur voru búnar af leiknum en þá varð að gera hlé í rúmar tíu mínútur þar sem hluti gólfsins var sleipur og stórhættulegur. Þetta hlé kom íslenska liðinu vel því þeir voru mikið grimmari í kjölfarið og áttu stórkostlegan kafla þar sem þeir skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 5-9 í 10-9. Hálfleikstölur voru 12-12 sem var ótrúleg staða þar sem Ísland hafði lent fimm mörkum undir og þar að auki klúðrað fjölda dauðafæra og gert marga tæknifeila. Það var allt of mikill æsingur í strákunum í upphafi síðari hálfleiks. Það átti að keyra yfir Rússa en allur þessi hasar skilaði slæmum skotum og Rússar fengu fjölda dauðafæra sem þeir skoruðu úr. Rússar voru því komnir með fín tök á leiknum snemma í síðari hálfleik og því taki slepptu þeir aldrei heldur bættu þeir við. Íslenska liðið átti engin svör og Rússar unnu mjög verðskuldaðan sigur. Brotalamirnar í leik liðsins sáust greinilega enn á ný gegn Rússum. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik var svipaður og í fyrri leikjum á mótinu – mjög slakur. Það er alveg klárt að íslenska liðið vinnur ekki þjóðir eins og Rússland, Tékkland og Slóveníu á meðan það leikur ekki betri varnarleik. Það er ekki flóknara en það. Stöðugleikinn er heldur enginn og það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í upphafi seinni hálfeikja. Þá hrynur varnarleikurinn endanlega sem og markvarslan. Til að bæta gráu ofan á svart þá var Ólafur Stefánsson fjarri sínu besta í gær og fann sig hvorki í skyttustöðu né á miðjunni en hann leikur oftast ekki vel á miðjunni gegn 3/2/1 vörn. Það eru margir ljósir punktar í leik íslenska liðsins á mótinu. Liðið er efnilegt en er einfaldlega ekki nógu gott til þess að etja kappi við þá bestu eins og staðan er í dag. Þess vegna er það á leiðinni heim. Liðið hefur það með sér að það er ungt að árum og getur eingöngu tekið framförum á næstu árum. Efniviðurinn er til staðar og Viggó verður að vera þolinmóður í uppbyggingu liðsins. Þetta mót var ekki gott en liðið mætir til leiks reynslunni ríkari á það næsta. henry@frettabladid.is Íslenski handboltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Það er morgunljóst að þau markmið sem Viggó Sigurðsson setti fyrir HM í Túnis voru of háleit. Það varð endanlega ljóst í gær þegar Rússar pökkuðu Íslendingum saman í síðari hálfleik og sigruðu með sjö marka mun, 22-29, en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Þar sem Tékkar unnu Slóvena þá er nokkuð ljóst að liðið kemst ekki áfram í milliriðil og er á leið heim. Rússar voru yfir, 5-0, þegar sjö mínútur voru búnar af leiknum en þá varð að gera hlé í rúmar tíu mínútur þar sem hluti gólfsins var sleipur og stórhættulegur. Þetta hlé kom íslenska liðinu vel því þeir voru mikið grimmari í kjölfarið og áttu stórkostlegan kafla þar sem þeir skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 5-9 í 10-9. Hálfleikstölur voru 12-12 sem var ótrúleg staða þar sem Ísland hafði lent fimm mörkum undir og þar að auki klúðrað fjölda dauðafæra og gert marga tæknifeila. Það var allt of mikill æsingur í strákunum í upphafi síðari hálfleiks. Það átti að keyra yfir Rússa en allur þessi hasar skilaði slæmum skotum og Rússar fengu fjölda dauðafæra sem þeir skoruðu úr. Rússar voru því komnir með fín tök á leiknum snemma í síðari hálfleik og því taki slepptu þeir aldrei heldur bættu þeir við. Íslenska liðið átti engin svör og Rússar unnu mjög verðskuldaðan sigur. Brotalamirnar í leik liðsins sáust greinilega enn á ný gegn Rússum. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik var svipaður og í fyrri leikjum á mótinu – mjög slakur. Það er alveg klárt að íslenska liðið vinnur ekki þjóðir eins og Rússland, Tékkland og Slóveníu á meðan það leikur ekki betri varnarleik. Það er ekki flóknara en það. Stöðugleikinn er heldur enginn og það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í upphafi seinni hálfeikja. Þá hrynur varnarleikurinn endanlega sem og markvarslan. Til að bæta gráu ofan á svart þá var Ólafur Stefánsson fjarri sínu besta í gær og fann sig hvorki í skyttustöðu né á miðjunni en hann leikur oftast ekki vel á miðjunni gegn 3/2/1 vörn. Það eru margir ljósir punktar í leik íslenska liðsins á mótinu. Liðið er efnilegt en er einfaldlega ekki nógu gott til þess að etja kappi við þá bestu eins og staðan er í dag. Þess vegna er það á leiðinni heim. Liðið hefur það með sér að það er ungt að árum og getur eingöngu tekið framförum á næstu árum. Efniviðurinn er til staðar og Viggó verður að vera þolinmóður í uppbyggingu liðsins. Þetta mót var ekki gott en liðið mætir til leiks reynslunni ríkari á það næsta. henry@frettabladid.is
Íslenski handboltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira