Rússneski björninn aldrei veikari 26. janúar 2005 00:01 Ísland tekur á móti rússneska birninum í Túnis í dag. Leikurinn er upp á líf og dauða fyrir strákana okkar en þeir geta væntanlega byrjað að pakka saman tapist þessi leikur. Rússar hafa verið stórveldi í handboltanum í fjöldamörg ár og unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Það hafa þeir gert án þess að stokka liðið of mikið upp. Allt hefur sinn tíma og það á einnig við um þessa gullkynslóð Rússana. Lavrov, Tutschkin og aðrir fastamenn í liðinu eru hættir að spila með landsliðinu, enda komnir á fimmtugsaldur, og slíkt hið sama á við um þjálfarann Maximov. Lið Rússa í Túnis er því gjörbreytt frá síðustu mótum. Aðeins einn leikmaður í liðinu leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn magnaði Eduard Kokcharov sem spilar með Evrópumeisturum Celje Lasko. Flestir leikmanna liðsins koma frá Chehovski Medvedi en það lið steinlá fyrir Loga Geirssyni og félögum í Lemgo í Meistaradeildinni. Kokcharov er lykilmaður í liðinu og hægri hornamaður liðsins er einnig skæður. Línumaður liðsins, Tchipourine, er einnig geysiöflugur. Stór uxi sem tekur mikið svæði. Einnig er hann merkilega fljótur að hlaupa og skorar hann því talsvert úr hraðaupphlaupum. Hann nýtur einnig góðs af sendingum miðjumannsins Vitali Ivanov sem er lunkinn. Skyttur liðsins eru aftur á móti ekki í sama klassa og þær hafa verið á síðustu mótum. Sömu sögu er að segja af markvörðum liðsins sem eru langt frá því að vera eins öflugir og Lavrov var. Þegar liðið er borið saman við íslenska liðið er ekki hægt að segja að þeir séu með betra lið en við. Liðin eru mjög áþekk og þessi leikur verður barátta til enda eins og leikirnir gegn Tékkum og Slóvenum voru. Það er engin ástæða til svartsýni fyrir þennan leik því í raun hefur aldrei verið betra tækifæri til þess að leggja Rússana en einmitt á þessu móti. Vonandi tekst strákunum það. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Ísland tekur á móti rússneska birninum í Túnis í dag. Leikurinn er upp á líf og dauða fyrir strákana okkar en þeir geta væntanlega byrjað að pakka saman tapist þessi leikur. Rússar hafa verið stórveldi í handboltanum í fjöldamörg ár og unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Það hafa þeir gert án þess að stokka liðið of mikið upp. Allt hefur sinn tíma og það á einnig við um þessa gullkynslóð Rússana. Lavrov, Tutschkin og aðrir fastamenn í liðinu eru hættir að spila með landsliðinu, enda komnir á fimmtugsaldur, og slíkt hið sama á við um þjálfarann Maximov. Lið Rússa í Túnis er því gjörbreytt frá síðustu mótum. Aðeins einn leikmaður í liðinu leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn magnaði Eduard Kokcharov sem spilar með Evrópumeisturum Celje Lasko. Flestir leikmanna liðsins koma frá Chehovski Medvedi en það lið steinlá fyrir Loga Geirssyni og félögum í Lemgo í Meistaradeildinni. Kokcharov er lykilmaður í liðinu og hægri hornamaður liðsins er einnig skæður. Línumaður liðsins, Tchipourine, er einnig geysiöflugur. Stór uxi sem tekur mikið svæði. Einnig er hann merkilega fljótur að hlaupa og skorar hann því talsvert úr hraðaupphlaupum. Hann nýtur einnig góðs af sendingum miðjumannsins Vitali Ivanov sem er lunkinn. Skyttur liðsins eru aftur á móti ekki í sama klassa og þær hafa verið á síðustu mótum. Sömu sögu er að segja af markvörðum liðsins sem eru langt frá því að vera eins öflugir og Lavrov var. Þegar liðið er borið saman við íslenska liðið er ekki hægt að segja að þeir séu með betra lið en við. Liðin eru mjög áþekk og þessi leikur verður barátta til enda eins og leikirnir gegn Tékkum og Slóvenum voru. Það er engin ástæða til svartsýni fyrir þennan leik því í raun hefur aldrei verið betra tækifæri til þess að leggja Rússana en einmitt á þessu móti. Vonandi tekst strákunum það.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira