Trassa að tilkynna aukaverkanir 26. janúar 2005 00:01 Íslenskir læknar sinna tilkynningaskyldu sinni varðandi aukaverkanir lyfja ekki sem skyldi, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Aðeins þrjár tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx bárust stofnuninni á árabilinu 2000 - 2004, eða á þeim tíma sem lyfið var á markaði hér, þar af tvær alvarlegar. Rannveig sagði, að Lyfjastofnun hefðu ekki borist neinar tilkynningar um dauðsföll tengda notkun þessara lyfja hér á Íslandi. Hún sagði enn fremur, að auk þessa hefðu aðstandendur tveggja sjúklinga haft samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast alvarlega af notkun lyfsins, annar þeirra jafnvel látist af völdum þess, en það væru einungis vangaveltur eftir að umræðan hefði hafist um aukaverkanir þess. Mikil umræða hefur orðið erlendis um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx, sem tekið var af markaði eftir að þrjár klínískar rannsóknir höfðu sýnt að hætta væri á hættulegum aukaverkunum af notkun þess, þar á meðal hjartaslagi og heilablóðfalli. Sérfæðingar, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu telja, að fjöldi sjúklinga hafi fengið hjartasjúkdóma eða jafnvel látist af völdum þessara aukaverkana. Ljóst er af tölum frá Tryggingastofnun, að notkun lyfsins hefur verið mikil hér á landi á þeim tíma sem það var leyft. "Það skortir á að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sinni þessari tilkynningaskyldu sinni," sagði Rannveig. "Sumir læknar hringja jafnvel í okkur og velta því fyrir sér hvort um aukaverkanir geti verið að ræða í ákveðnum tilvikum. Þeir eru þá hvattir til að senda tilkynningu, en hún kemur alltof sjaldan." "Vegna þessarar umræðu vil ég benda á að lyfjastofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu hafa náið samstarf," sagði Rannveig. "Starfandi er vinnuhópur, lyfjagátarnefnd, á vegum Lyfjastofnunar Evrópu. Hann safnar saman upplýsingum um aukaverkanir lyfja frá öllum löndum og ákveður hvort skoða þurfi einhver þeirra nánar. Nú er til dæmis COX 2 hemla lyfjaflokkurinn í sérstakri skoðun ." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Íslenskir læknar sinna tilkynningaskyldu sinni varðandi aukaverkanir lyfja ekki sem skyldi, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Aðeins þrjár tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx bárust stofnuninni á árabilinu 2000 - 2004, eða á þeim tíma sem lyfið var á markaði hér, þar af tvær alvarlegar. Rannveig sagði, að Lyfjastofnun hefðu ekki borist neinar tilkynningar um dauðsföll tengda notkun þessara lyfja hér á Íslandi. Hún sagði enn fremur, að auk þessa hefðu aðstandendur tveggja sjúklinga haft samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast alvarlega af notkun lyfsins, annar þeirra jafnvel látist af völdum þess, en það væru einungis vangaveltur eftir að umræðan hefði hafist um aukaverkanir þess. Mikil umræða hefur orðið erlendis um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx, sem tekið var af markaði eftir að þrjár klínískar rannsóknir höfðu sýnt að hætta væri á hættulegum aukaverkunum af notkun þess, þar á meðal hjartaslagi og heilablóðfalli. Sérfæðingar, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu telja, að fjöldi sjúklinga hafi fengið hjartasjúkdóma eða jafnvel látist af völdum þessara aukaverkana. Ljóst er af tölum frá Tryggingastofnun, að notkun lyfsins hefur verið mikil hér á landi á þeim tíma sem það var leyft. "Það skortir á að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sinni þessari tilkynningaskyldu sinni," sagði Rannveig. "Sumir læknar hringja jafnvel í okkur og velta því fyrir sér hvort um aukaverkanir geti verið að ræða í ákveðnum tilvikum. Þeir eru þá hvattir til að senda tilkynningu, en hún kemur alltof sjaldan." "Vegna þessarar umræðu vil ég benda á að lyfjastofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu hafa náið samstarf," sagði Rannveig. "Starfandi er vinnuhópur, lyfjagátarnefnd, á vegum Lyfjastofnunar Evrópu. Hann safnar saman upplýsingum um aukaverkanir lyfja frá öllum löndum og ákveður hvort skoða þurfi einhver þeirra nánar. Nú er til dæmis COX 2 hemla lyfjaflokkurinn í sérstakri skoðun ."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira