Fegurð í bland við stórbrotna sögu 24. janúar 2005 00:01 "Þar fer fegurðin saman við stórbrotna sögu og sál. Húsið var flutt inn frá Noregi upp úr aldamótum og reist yfir franska konsúlinn í Reykjavík, en skömmu fyrir fyrra stríð keypti Einar Benediktsson skáld húsið og kallaði það Héðinshöfða eftir æskuheimili sínu á Tjörnesi. Það er meðal annars tilhugsunin um þetta mikla skáld athafna og orða sem gæðir sögu þess ljóma í mínum huga, rétt eins og Einar varpar ljóma á önnur hús sín svo sem Þrúðvang við Laufásveg." Ingólfur bendir á að Bretar hafi notað húsið á stríðsárunum en kvartað yfir draugagangi. "Það er heitt vatn í jörðu þarna undir og eflaust hefur brakað enn meira í húsinu af þeim sökum. Seinna, eftir að Höfði varð opinber bústaður, komu svo auðvitað alls konar stórmenni þangað og gera enn. En það er eitthvað við þessi gömlu norsku kataloghús sem ég hrífst af. Þau eru út um allt í gamla bænum í Reykjavík og ekki síður í Hafnarfirði þar sem ég bý." Ingólfur telur að gömlu húsin séu skýringin á því að hann býr í Hafnarfirði. "Ég og konan mín gengum mikið um í gamla bænum þegar við vorum að leita okkur að íbúð og hrifumst svo af gömlu húsunum, ekki síst þeim norsku. Sem ber mig náttúrlega austur á Seyðisfjörð, þar sem ég er fæddur og uppalinn í einu slíku húsi. Þegar verið var að reisa barnaskólann, sem reyndar er eitt fallegasta norska húsið á landinu, reisti yfirsmiðurinn húsið Tungu yfir sig og sína. Lítið, gott hús úr norskum kjörviði, klætt bárujárni að íslenskum sið. Aðdáun mín á þessum húsum á efalaust rætur að rekja til æskunnar og þeirra tauga sem Tunga gamla á í mér." Ingólfi finnst mikið hafa verið byggt hin síðari ár og langt fram eftir 20. öld af ljótum húsum. "Kannski byrjaði það með funkisstílnum kringum 1930, þessum kassalaga, þaklausu húsum sem lengi virtust heilla íslenska arkitekta. Þetta voru yfirleitt stórir kassar en inn á milli voru litlir kassar, rauðir, gulir og röndóttir. Það skelfilegasta við þá var að þeir voru allir eins," segir gamli Þokkabótarmeðlimurinn Ingólfur að lokum og skellihlær. Hús og heimili Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira
"Þar fer fegurðin saman við stórbrotna sögu og sál. Húsið var flutt inn frá Noregi upp úr aldamótum og reist yfir franska konsúlinn í Reykjavík, en skömmu fyrir fyrra stríð keypti Einar Benediktsson skáld húsið og kallaði það Héðinshöfða eftir æskuheimili sínu á Tjörnesi. Það er meðal annars tilhugsunin um þetta mikla skáld athafna og orða sem gæðir sögu þess ljóma í mínum huga, rétt eins og Einar varpar ljóma á önnur hús sín svo sem Þrúðvang við Laufásveg." Ingólfur bendir á að Bretar hafi notað húsið á stríðsárunum en kvartað yfir draugagangi. "Það er heitt vatn í jörðu þarna undir og eflaust hefur brakað enn meira í húsinu af þeim sökum. Seinna, eftir að Höfði varð opinber bústaður, komu svo auðvitað alls konar stórmenni þangað og gera enn. En það er eitthvað við þessi gömlu norsku kataloghús sem ég hrífst af. Þau eru út um allt í gamla bænum í Reykjavík og ekki síður í Hafnarfirði þar sem ég bý." Ingólfur telur að gömlu húsin séu skýringin á því að hann býr í Hafnarfirði. "Ég og konan mín gengum mikið um í gamla bænum þegar við vorum að leita okkur að íbúð og hrifumst svo af gömlu húsunum, ekki síst þeim norsku. Sem ber mig náttúrlega austur á Seyðisfjörð, þar sem ég er fæddur og uppalinn í einu slíku húsi. Þegar verið var að reisa barnaskólann, sem reyndar er eitt fallegasta norska húsið á landinu, reisti yfirsmiðurinn húsið Tungu yfir sig og sína. Lítið, gott hús úr norskum kjörviði, klætt bárujárni að íslenskum sið. Aðdáun mín á þessum húsum á efalaust rætur að rekja til æskunnar og þeirra tauga sem Tunga gamla á í mér." Ingólfi finnst mikið hafa verið byggt hin síðari ár og langt fram eftir 20. öld af ljótum húsum. "Kannski byrjaði það með funkisstílnum kringum 1930, þessum kassalaga, þaklausu húsum sem lengi virtust heilla íslenska arkitekta. Þetta voru yfirleitt stórir kassar en inn á milli voru litlir kassar, rauðir, gulir og röndóttir. Það skelfilegasta við þá var að þeir voru allir eins," segir gamli Þokkabótarmeðlimurinn Ingólfur að lokum og skellihlær.
Hús og heimili Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira