Fegurð í bland við stórbrotna sögu 24. janúar 2005 00:01 "Þar fer fegurðin saman við stórbrotna sögu og sál. Húsið var flutt inn frá Noregi upp úr aldamótum og reist yfir franska konsúlinn í Reykjavík, en skömmu fyrir fyrra stríð keypti Einar Benediktsson skáld húsið og kallaði það Héðinshöfða eftir æskuheimili sínu á Tjörnesi. Það er meðal annars tilhugsunin um þetta mikla skáld athafna og orða sem gæðir sögu þess ljóma í mínum huga, rétt eins og Einar varpar ljóma á önnur hús sín svo sem Þrúðvang við Laufásveg." Ingólfur bendir á að Bretar hafi notað húsið á stríðsárunum en kvartað yfir draugagangi. "Það er heitt vatn í jörðu þarna undir og eflaust hefur brakað enn meira í húsinu af þeim sökum. Seinna, eftir að Höfði varð opinber bústaður, komu svo auðvitað alls konar stórmenni þangað og gera enn. En það er eitthvað við þessi gömlu norsku kataloghús sem ég hrífst af. Þau eru út um allt í gamla bænum í Reykjavík og ekki síður í Hafnarfirði þar sem ég bý." Ingólfur telur að gömlu húsin séu skýringin á því að hann býr í Hafnarfirði. "Ég og konan mín gengum mikið um í gamla bænum þegar við vorum að leita okkur að íbúð og hrifumst svo af gömlu húsunum, ekki síst þeim norsku. Sem ber mig náttúrlega austur á Seyðisfjörð, þar sem ég er fæddur og uppalinn í einu slíku húsi. Þegar verið var að reisa barnaskólann, sem reyndar er eitt fallegasta norska húsið á landinu, reisti yfirsmiðurinn húsið Tungu yfir sig og sína. Lítið, gott hús úr norskum kjörviði, klætt bárujárni að íslenskum sið. Aðdáun mín á þessum húsum á efalaust rætur að rekja til æskunnar og þeirra tauga sem Tunga gamla á í mér." Ingólfi finnst mikið hafa verið byggt hin síðari ár og langt fram eftir 20. öld af ljótum húsum. "Kannski byrjaði það með funkisstílnum kringum 1930, þessum kassalaga, þaklausu húsum sem lengi virtust heilla íslenska arkitekta. Þetta voru yfirleitt stórir kassar en inn á milli voru litlir kassar, rauðir, gulir og röndóttir. Það skelfilegasta við þá var að þeir voru allir eins," segir gamli Þokkabótarmeðlimurinn Ingólfur að lokum og skellihlær. Hús og heimili Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
"Þar fer fegurðin saman við stórbrotna sögu og sál. Húsið var flutt inn frá Noregi upp úr aldamótum og reist yfir franska konsúlinn í Reykjavík, en skömmu fyrir fyrra stríð keypti Einar Benediktsson skáld húsið og kallaði það Héðinshöfða eftir æskuheimili sínu á Tjörnesi. Það er meðal annars tilhugsunin um þetta mikla skáld athafna og orða sem gæðir sögu þess ljóma í mínum huga, rétt eins og Einar varpar ljóma á önnur hús sín svo sem Þrúðvang við Laufásveg." Ingólfur bendir á að Bretar hafi notað húsið á stríðsárunum en kvartað yfir draugagangi. "Það er heitt vatn í jörðu þarna undir og eflaust hefur brakað enn meira í húsinu af þeim sökum. Seinna, eftir að Höfði varð opinber bústaður, komu svo auðvitað alls konar stórmenni þangað og gera enn. En það er eitthvað við þessi gömlu norsku kataloghús sem ég hrífst af. Þau eru út um allt í gamla bænum í Reykjavík og ekki síður í Hafnarfirði þar sem ég bý." Ingólfur telur að gömlu húsin séu skýringin á því að hann býr í Hafnarfirði. "Ég og konan mín gengum mikið um í gamla bænum þegar við vorum að leita okkur að íbúð og hrifumst svo af gömlu húsunum, ekki síst þeim norsku. Sem ber mig náttúrlega austur á Seyðisfjörð, þar sem ég er fæddur og uppalinn í einu slíku húsi. Þegar verið var að reisa barnaskólann, sem reyndar er eitt fallegasta norska húsið á landinu, reisti yfirsmiðurinn húsið Tungu yfir sig og sína. Lítið, gott hús úr norskum kjörviði, klætt bárujárni að íslenskum sið. Aðdáun mín á þessum húsum á efalaust rætur að rekja til æskunnar og þeirra tauga sem Tunga gamla á í mér." Ingólfi finnst mikið hafa verið byggt hin síðari ár og langt fram eftir 20. öld af ljótum húsum. "Kannski byrjaði það með funkisstílnum kringum 1930, þessum kassalaga, þaklausu húsum sem lengi virtust heilla íslenska arkitekta. Þetta voru yfirleitt stórir kassar en inn á milli voru litlir kassar, rauðir, gulir og röndóttir. Það skelfilegasta við þá var að þeir voru allir eins," segir gamli Þokkabótarmeðlimurinn Ingólfur að lokum og skellihlær.
Hús og heimili Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira