Eru flokkarnir að líða undir lok? 23. janúar 2005 00:01 Það er stundum haft fyrir satt að á þessum síðustu (og verstu?) tímum hnattvæðingar hafi heimurinn aldrei verið minni. Samfara því má líka halda því fram að raddir heimsins hafi aldrei verið fleiri. Fyrir 200 árum eða svo myndaðist grunnur að þeim lýðræðisríkjum sem eru hvað algengust á Vesturlöndum í dag. Í því fyrirkomulagi gat einstaklingurinn fundið pólitískri þátttökuþörf sinni farveg í fjöldaflokkunum og treyst á að hagsmunir fjöldans sem hann tilheyrði væru hagsmunir sínir. Undanfarna áratugi hefur þetta breyst og má meðal annars merkja af því að félagatala flestra lýðræðisflokka hefur hrunið. Stjórnmálaflokkar og menn eru tortryggðir og grunaðir um græsku. Nýleg könnum Gallup sýnir til dæmis að þetta er reyndin á Íslandi og rímar ágætlega við önnur vestræn tíki. Á hinn bóginn virðast grasrótarsamtök, sem setja oft eitt hagsmunamál á oddinn, átt gott með að virkja almenning. Ýmis náttúruverndarsamtök og andstæðingar Íraksstríðsins eru gott um dæmi um slíkar hreyfingar. Í ljósi þessa er ekki ólvarlegt að álykta að vestrænum stjórnmálaflokkum hefur ekki tekist að endurnýja sig og aðlaga breyttum tímum. Pennastrik á pappísrssnifsi á fjögurra ára fresti virðist fátæklegur tjáningarmáti og í stjórnmálaumræðunni mikið spurt hvernig hægt sé að auka þátttökulýðræði. Þessi þróun hefur ekki farið fram hjá Íslandi, til dæmis er sú ósk Halldórs Ásgrímssonar um að endurskoðun stjórnarskráin verði endurskoðuð af samfélaginu í heild en ekki bara ráðherrum, þingmönnum og nefndum. Í tilefni þessa gefst kostur til að fara lengra með umræðuna og stjórnmálaflokkar mættu spyrja sig hvað þeir geta gert til að auka áhuga almennings á þátttöku í pólitísku starfi. Kannanir sýna að fólk treystir stjórnmálamönnum betur en flokkum; það fái á tilfinninguna þeir séu í betri tengslum við kjósendur sínar og finnst betra að geta gert einstakling ábyrgan fyrir gjörðum sínum flokksmáskínuna? Sú umræða að það eigi að kjósa fólk en ekki flokka er svo sem ekki ný af nálinni, en eru aðrir valkostir í stöðunni? Flestir stjórnmálaflokkar flokkar notast við sérstakar valnefndir eða lokuð prófkjör til að vekja frambjóðendur sína. Opin prófkjör hafa tíðkast á Íslandi þau virðast vera á undanhaldi því við þau eru iðulega tengdir neikvæðir þættir á borð við smölun. Sú spurning vaknar hins vegar upp hvort opnu prófkjörin séu líklegri til að virkja einstaklinga í pólitísku starfi? Áður fyrr mótuðust pólitískar skoðanir oftar en ekki af samfélagsstöðu viðkomandi eða þær gengu hugsanlega í arf. Í dag, þegar félagslegur fjölbreytileiki hefur sjálfsagt aldrei verið meiri, eru margir sem ekki geta hugsað sér að binda trúss sitt við einn sérstakan stjórnmálaflokk til langs tíma (nema þeir ætli sér ef til vill frama innan hans). Er það ekki eðlileg krafa nútímans að almenningur fái að velja sér hugsanlega framtíðarleiðtoga sína án þess að grafa sig í garði einstakra flokka?Önnur hugmynd er sú að fulltrúar flokkanna fái meira svigrúm til athafna en tíðkast. Almenningur sé orðinn leiður á þeim sem “spila með með liðinu” og vill fólk sem fylgir sannfæringu sinni þó hún gangi hugsanlega gegn skoðun flokksforystunnar. Önnur algeng gagnrýni á stjórnmálaflokka er að á milli þeirra og almennings hafi myndast víð gjá; flokkarnir hafi færst nær ríkinu og fjarlægst samfélagið. Stjórnmálaflokkar 21. aldar standa frammi fyrir því að þurfa að brúa þetta bil. Netið er oftar en ekki nefnt sem heppilegur vettvangur fyrir gagnkvæmar umræður þingmanna og almennings, enda hafa margir stjórnmálamenn tekið netið í sína þjónustu. Hvað Ísland varðar verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála í enduskoðun stjórnarskrárinnar; hvort stjórnmálflokkar og ekki síst almenningur sjái tækifærið í að endurnýja lýðræðisfyrirkomulag okkar í heild sinni. Það er nauðsynlegt að það gerist ef hugmyndin um fulltrúalýðræði á ekki að verða nafnið tómt. Bergsteinn Sigurðsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er stundum haft fyrir satt að á þessum síðustu (og verstu?) tímum hnattvæðingar hafi heimurinn aldrei verið minni. Samfara því má líka halda því fram að raddir heimsins hafi aldrei verið fleiri. Fyrir 200 árum eða svo myndaðist grunnur að þeim lýðræðisríkjum sem eru hvað algengust á Vesturlöndum í dag. Í því fyrirkomulagi gat einstaklingurinn fundið pólitískri þátttökuþörf sinni farveg í fjöldaflokkunum og treyst á að hagsmunir fjöldans sem hann tilheyrði væru hagsmunir sínir. Undanfarna áratugi hefur þetta breyst og má meðal annars merkja af því að félagatala flestra lýðræðisflokka hefur hrunið. Stjórnmálaflokkar og menn eru tortryggðir og grunaðir um græsku. Nýleg könnum Gallup sýnir til dæmis að þetta er reyndin á Íslandi og rímar ágætlega við önnur vestræn tíki. Á hinn bóginn virðast grasrótarsamtök, sem setja oft eitt hagsmunamál á oddinn, átt gott með að virkja almenning. Ýmis náttúruverndarsamtök og andstæðingar Íraksstríðsins eru gott um dæmi um slíkar hreyfingar. Í ljósi þessa er ekki ólvarlegt að álykta að vestrænum stjórnmálaflokkum hefur ekki tekist að endurnýja sig og aðlaga breyttum tímum. Pennastrik á pappísrssnifsi á fjögurra ára fresti virðist fátæklegur tjáningarmáti og í stjórnmálaumræðunni mikið spurt hvernig hægt sé að auka þátttökulýðræði. Þessi þróun hefur ekki farið fram hjá Íslandi, til dæmis er sú ósk Halldórs Ásgrímssonar um að endurskoðun stjórnarskráin verði endurskoðuð af samfélaginu í heild en ekki bara ráðherrum, þingmönnum og nefndum. Í tilefni þessa gefst kostur til að fara lengra með umræðuna og stjórnmálaflokkar mættu spyrja sig hvað þeir geta gert til að auka áhuga almennings á þátttöku í pólitísku starfi. Kannanir sýna að fólk treystir stjórnmálamönnum betur en flokkum; það fái á tilfinninguna þeir séu í betri tengslum við kjósendur sínar og finnst betra að geta gert einstakling ábyrgan fyrir gjörðum sínum flokksmáskínuna? Sú umræða að það eigi að kjósa fólk en ekki flokka er svo sem ekki ný af nálinni, en eru aðrir valkostir í stöðunni? Flestir stjórnmálaflokkar flokkar notast við sérstakar valnefndir eða lokuð prófkjör til að vekja frambjóðendur sína. Opin prófkjör hafa tíðkast á Íslandi þau virðast vera á undanhaldi því við þau eru iðulega tengdir neikvæðir þættir á borð við smölun. Sú spurning vaknar hins vegar upp hvort opnu prófkjörin séu líklegri til að virkja einstaklinga í pólitísku starfi? Áður fyrr mótuðust pólitískar skoðanir oftar en ekki af samfélagsstöðu viðkomandi eða þær gengu hugsanlega í arf. Í dag, þegar félagslegur fjölbreytileiki hefur sjálfsagt aldrei verið meiri, eru margir sem ekki geta hugsað sér að binda trúss sitt við einn sérstakan stjórnmálaflokk til langs tíma (nema þeir ætli sér ef til vill frama innan hans). Er það ekki eðlileg krafa nútímans að almenningur fái að velja sér hugsanlega framtíðarleiðtoga sína án þess að grafa sig í garði einstakra flokka?Önnur hugmynd er sú að fulltrúar flokkanna fái meira svigrúm til athafna en tíðkast. Almenningur sé orðinn leiður á þeim sem “spila með með liðinu” og vill fólk sem fylgir sannfæringu sinni þó hún gangi hugsanlega gegn skoðun flokksforystunnar. Önnur algeng gagnrýni á stjórnmálaflokka er að á milli þeirra og almennings hafi myndast víð gjá; flokkarnir hafi færst nær ríkinu og fjarlægst samfélagið. Stjórnmálaflokkar 21. aldar standa frammi fyrir því að þurfa að brúa þetta bil. Netið er oftar en ekki nefnt sem heppilegur vettvangur fyrir gagnkvæmar umræður þingmanna og almennings, enda hafa margir stjórnmálamenn tekið netið í sína þjónustu. Hvað Ísland varðar verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála í enduskoðun stjórnarskrárinnar; hvort stjórnmálflokkar og ekki síst almenningur sjái tækifærið í að endurnýja lýðræðisfyrirkomulag okkar í heild sinni. Það er nauðsynlegt að það gerist ef hugmyndin um fulltrúalýðræði á ekki að verða nafnið tómt. Bergsteinn Sigurðsson
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun