Funda um trúnað í utanríkisnefnd 21. janúar 2005 00:01 Ég lít þetta sömu augum og Björn, sem sat þennan fund utanríkismálanefndar. Listinn var síðari tíma tilbúningur í Washington," sagði Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, í gær um tilurð lista staðfastra þjóða vegna aðkomu Íslands að innrásinni í Írak. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifaði í pistli á heimasíðu sinni fyrir viku að ""listinn" [væri] í raun ekkert annað en tveggja ára gömul fréttatilkynning frá Hvíta húsinu". Fréttablaðið spurði hann hvernig bæri að skýra þessi orð hans í ljósi þess sem nú hefur komið fram. "Það hefur ekkert komið fram, sem breytir því, sem ég sagði á vefsíðu minni," svaraði hann. Sem fyrr segir er Pétur Gunnarsson sammála Birni. "Þetta staðhæfi ég og stend við og byggi á upplýsingum sem ég tel óyggjandi. Ég hef ekki séð fundargerð utanríkismálanefndar en minni á að á þeim tíma var þessi listi ekki orðinn umræðuefni. Það var ekki fyrr en seinna að menn fara að gera greinarmun á þessari ákvörðun um pólitískan stuðning og listanum sem slíkum. Halldór hefði getað verið að vísa til ákvörðunarinnar en ekki listans á þessum fundi," sagði Pétur . Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði aðspurð að ekki stæði til að aflétta trúnaði á fundargerðum utanríkismálanefndar þrátt fyrir ósk stjórnarandstöðunnar. "Það er hins vegar ljóst að það þarf að ræða um meðferð trúnaðarupplýsinga í nefndinni og stefni ég að því að boða til fundar til að ræða það efni, líklega seinni partinn í næstu viku eftir að þing kemur saman," sagði Sólveig. Spurð út í hinar misvísandi fullyrðingar ráðamanna um vitneskju stjórnvalda um listann þegar ákvörðunin var tekin sagði hún: "Ég vil ekki tjá mig um þær upplýsingar sem Fréttablaðið telur sig hafa undir höndum." Fréttablaðið hefur ítrekað komið á framfæri ósk sinni um að Halldór Ásgrímsson veiti svör við spurningum blaðsins en ekki haft erindi sem erfiði. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Ég lít þetta sömu augum og Björn, sem sat þennan fund utanríkismálanefndar. Listinn var síðari tíma tilbúningur í Washington," sagði Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, í gær um tilurð lista staðfastra þjóða vegna aðkomu Íslands að innrásinni í Írak. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifaði í pistli á heimasíðu sinni fyrir viku að ""listinn" [væri] í raun ekkert annað en tveggja ára gömul fréttatilkynning frá Hvíta húsinu". Fréttablaðið spurði hann hvernig bæri að skýra þessi orð hans í ljósi þess sem nú hefur komið fram. "Það hefur ekkert komið fram, sem breytir því, sem ég sagði á vefsíðu minni," svaraði hann. Sem fyrr segir er Pétur Gunnarsson sammála Birni. "Þetta staðhæfi ég og stend við og byggi á upplýsingum sem ég tel óyggjandi. Ég hef ekki séð fundargerð utanríkismálanefndar en minni á að á þeim tíma var þessi listi ekki orðinn umræðuefni. Það var ekki fyrr en seinna að menn fara að gera greinarmun á þessari ákvörðun um pólitískan stuðning og listanum sem slíkum. Halldór hefði getað verið að vísa til ákvörðunarinnar en ekki listans á þessum fundi," sagði Pétur . Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði aðspurð að ekki stæði til að aflétta trúnaði á fundargerðum utanríkismálanefndar þrátt fyrir ósk stjórnarandstöðunnar. "Það er hins vegar ljóst að það þarf að ræða um meðferð trúnaðarupplýsinga í nefndinni og stefni ég að því að boða til fundar til að ræða það efni, líklega seinni partinn í næstu viku eftir að þing kemur saman," sagði Sólveig. Spurð út í hinar misvísandi fullyrðingar ráðamanna um vitneskju stjórnvalda um listann þegar ákvörðunin var tekin sagði hún: "Ég vil ekki tjá mig um þær upplýsingar sem Fréttablaðið telur sig hafa undir höndum." Fréttablaðið hefur ítrekað komið á framfæri ósk sinni um að Halldór Ásgrímsson veiti svör við spurningum blaðsins en ekki haft erindi sem erfiði.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira