Funda um trúnað í utanríkisnefnd 21. janúar 2005 00:01 Ég lít þetta sömu augum og Björn, sem sat þennan fund utanríkismálanefndar. Listinn var síðari tíma tilbúningur í Washington," sagði Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, í gær um tilurð lista staðfastra þjóða vegna aðkomu Íslands að innrásinni í Írak. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifaði í pistli á heimasíðu sinni fyrir viku að ""listinn" [væri] í raun ekkert annað en tveggja ára gömul fréttatilkynning frá Hvíta húsinu". Fréttablaðið spurði hann hvernig bæri að skýra þessi orð hans í ljósi þess sem nú hefur komið fram. "Það hefur ekkert komið fram, sem breytir því, sem ég sagði á vefsíðu minni," svaraði hann. Sem fyrr segir er Pétur Gunnarsson sammála Birni. "Þetta staðhæfi ég og stend við og byggi á upplýsingum sem ég tel óyggjandi. Ég hef ekki séð fundargerð utanríkismálanefndar en minni á að á þeim tíma var þessi listi ekki orðinn umræðuefni. Það var ekki fyrr en seinna að menn fara að gera greinarmun á þessari ákvörðun um pólitískan stuðning og listanum sem slíkum. Halldór hefði getað verið að vísa til ákvörðunarinnar en ekki listans á þessum fundi," sagði Pétur . Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði aðspurð að ekki stæði til að aflétta trúnaði á fundargerðum utanríkismálanefndar þrátt fyrir ósk stjórnarandstöðunnar. "Það er hins vegar ljóst að það þarf að ræða um meðferð trúnaðarupplýsinga í nefndinni og stefni ég að því að boða til fundar til að ræða það efni, líklega seinni partinn í næstu viku eftir að þing kemur saman," sagði Sólveig. Spurð út í hinar misvísandi fullyrðingar ráðamanna um vitneskju stjórnvalda um listann þegar ákvörðunin var tekin sagði hún: "Ég vil ekki tjá mig um þær upplýsingar sem Fréttablaðið telur sig hafa undir höndum." Fréttablaðið hefur ítrekað komið á framfæri ósk sinni um að Halldór Ásgrímsson veiti svör við spurningum blaðsins en ekki haft erindi sem erfiði. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Ég lít þetta sömu augum og Björn, sem sat þennan fund utanríkismálanefndar. Listinn var síðari tíma tilbúningur í Washington," sagði Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, í gær um tilurð lista staðfastra þjóða vegna aðkomu Íslands að innrásinni í Írak. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifaði í pistli á heimasíðu sinni fyrir viku að ""listinn" [væri] í raun ekkert annað en tveggja ára gömul fréttatilkynning frá Hvíta húsinu". Fréttablaðið spurði hann hvernig bæri að skýra þessi orð hans í ljósi þess sem nú hefur komið fram. "Það hefur ekkert komið fram, sem breytir því, sem ég sagði á vefsíðu minni," svaraði hann. Sem fyrr segir er Pétur Gunnarsson sammála Birni. "Þetta staðhæfi ég og stend við og byggi á upplýsingum sem ég tel óyggjandi. Ég hef ekki séð fundargerð utanríkismálanefndar en minni á að á þeim tíma var þessi listi ekki orðinn umræðuefni. Það var ekki fyrr en seinna að menn fara að gera greinarmun á þessari ákvörðun um pólitískan stuðning og listanum sem slíkum. Halldór hefði getað verið að vísa til ákvörðunarinnar en ekki listans á þessum fundi," sagði Pétur . Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði aðspurð að ekki stæði til að aflétta trúnaði á fundargerðum utanríkismálanefndar þrátt fyrir ósk stjórnarandstöðunnar. "Það er hins vegar ljóst að það þarf að ræða um meðferð trúnaðarupplýsinga í nefndinni og stefni ég að því að boða til fundar til að ræða það efni, líklega seinni partinn í næstu viku eftir að þing kemur saman," sagði Sólveig. Spurð út í hinar misvísandi fullyrðingar ráðamanna um vitneskju stjórnvalda um listann þegar ákvörðunin var tekin sagði hún: "Ég vil ekki tjá mig um þær upplýsingar sem Fréttablaðið telur sig hafa undir höndum." Fréttablaðið hefur ítrekað komið á framfæri ósk sinni um að Halldór Ásgrímsson veiti svör við spurningum blaðsins en ekki haft erindi sem erfiði.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila