Innlent

Hálka víðast hvar

Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði, hálka og éljagangur á Suðurlandi og hálka og hálkublettir á Suðausturlandi. Hálka og skafrenningur er á Vesturlandi, á Vestfjörðum er hálka, snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði, ófært og stórhríð er á milli Bíldudals og Patreksfjarðar, þungfært og stórhríð er á Kleifarheiði og Klettshálsi. Verið er að hreinsa vegi um Norður- og Norðausturland en þar er snjóþekja og éljagangur. Á Austfjörðum er hálka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×