Engin lognmolla framundan 17. janúar 2005 00:01 Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í lok maí. Þá mun hann hafa setið í forstjórastóli Flugleiða í tuttugu ár. Í tilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að Sigurður hafi kynnt stjórn félagsins ákvörðun sína á stjórnarfndi í gærmorgun. Hlutverk Hannesar Smárasonar stjórnarformanns breyttist einnig í gær og er hann nú starfandi stjórnarformaður félagsins. Sem slíkur hefur hann mun meiri afskipti af daglegum rekstri fyrirtækisins og hann mun beina kröftum sínum að útrásarverkefnum og fjárfestingum. Hann segir ýmis verkefni vera í burðarliðnum. Hannes segir sátt hafa ríkt um starfslok Sigurðar og að félagið muni áfram njóta krafta hans sem ráðgjafa samkvæmt samkomulagi sem við hann hefur verið gert. "Það er alltaf gott þegar menn hafa tækifæri til að hætta á toppnum," segir Hannes og segir Sigurð skilja við mjög gott bú eftir tuttugu ár í forstjórastóli fyrirtækisins. Hugsanlegt er að brotthvarf Sigurðar kunni að marka upphafið á frekari skipulags- og mannabreytingum í rekstri Flugleiða. Líklegt er að áhersla á fjárfestingar og útrás fyrirtækisins aukist og hugsanlega verður reksturinn á Íslandi einfaldaður með sölu eininga. Hannes segir hins vegar að engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann segir það stefnu félagsins að starfa sem eignarhaldsfélag fyrir margvíslega starfsemi og einingar innan samsteypunnar séu ætíð til athugunar. Hann segir ennfremur að ýmislegt sé í pípunum um áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. "Það verður engin lognmolla í rekstri fyrirtækisins," segir hann. Hins vegar sé of snemmt að segja nokkuð til um í hverju næstu verkefni fyrirtækisins verða fólgin. Fjárfesting félagsins í EasyJet hefur skilað Flugleiðum mjög góðum ágóða og líklegt er að Flugleiðir leiti víða tækifæra til fjárfestingar. Sigurður segir engan ágreining hafa verið um stefnu fyrirtækisins milli sín og helstu eigenda. Honum hafi hins vegar þótt þetta vera góður tími til að láta af störfum enda séu tuttugu ár langur tími við stjórnvöl í alþjóðlegu flugfyrirtæki. "Ég tók við þessu starfi 38 ára og veit ekki um neinn sem hefur setið jafnlengi í forstjórastól alþjóðlegs flugfyrirtækis á þessu tímabili," segir Sigurður. Sigurður segir að það sem standi upp úr eftir þrjátíu ára starf sitt hjá Flugleiðum, þar af tuttugu í stóli forstjóra, sé vöxtur þess og hvernig tekist hafi að byggja traust fyrirtæki á öruggum fjárhagslegum grunni. "Ég er mjög ánægður að skila fyrirtækinu af mér við þessar aðstæður og mun standa upp úr forstjórastólnum með góða samvisku," segir hann. Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í lok maí. Þá mun hann hafa setið í forstjórastóli Flugleiða í tuttugu ár. Í tilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að Sigurður hafi kynnt stjórn félagsins ákvörðun sína á stjórnarfndi í gærmorgun. Hlutverk Hannesar Smárasonar stjórnarformanns breyttist einnig í gær og er hann nú starfandi stjórnarformaður félagsins. Sem slíkur hefur hann mun meiri afskipti af daglegum rekstri fyrirtækisins og hann mun beina kröftum sínum að útrásarverkefnum og fjárfestingum. Hann segir ýmis verkefni vera í burðarliðnum. Hannes segir sátt hafa ríkt um starfslok Sigurðar og að félagið muni áfram njóta krafta hans sem ráðgjafa samkvæmt samkomulagi sem við hann hefur verið gert. "Það er alltaf gott þegar menn hafa tækifæri til að hætta á toppnum," segir Hannes og segir Sigurð skilja við mjög gott bú eftir tuttugu ár í forstjórastóli fyrirtækisins. Hugsanlegt er að brotthvarf Sigurðar kunni að marka upphafið á frekari skipulags- og mannabreytingum í rekstri Flugleiða. Líklegt er að áhersla á fjárfestingar og útrás fyrirtækisins aukist og hugsanlega verður reksturinn á Íslandi einfaldaður með sölu eininga. Hannes segir hins vegar að engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann segir það stefnu félagsins að starfa sem eignarhaldsfélag fyrir margvíslega starfsemi og einingar innan samsteypunnar séu ætíð til athugunar. Hann segir ennfremur að ýmislegt sé í pípunum um áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. "Það verður engin lognmolla í rekstri fyrirtækisins," segir hann. Hins vegar sé of snemmt að segja nokkuð til um í hverju næstu verkefni fyrirtækisins verða fólgin. Fjárfesting félagsins í EasyJet hefur skilað Flugleiðum mjög góðum ágóða og líklegt er að Flugleiðir leiti víða tækifæra til fjárfestingar. Sigurður segir engan ágreining hafa verið um stefnu fyrirtækisins milli sín og helstu eigenda. Honum hafi hins vegar þótt þetta vera góður tími til að láta af störfum enda séu tuttugu ár langur tími við stjórnvöl í alþjóðlegu flugfyrirtæki. "Ég tók við þessu starfi 38 ára og veit ekki um neinn sem hefur setið jafnlengi í forstjórastól alþjóðlegs flugfyrirtækis á þessu tímabili," segir Sigurður. Sigurður segir að það sem standi upp úr eftir þrjátíu ára starf sitt hjá Flugleiðum, þar af tuttugu í stóli forstjóra, sé vöxtur þess og hvernig tekist hafi að byggja traust fyrirtæki á öruggum fjárhagslegum grunni. "Ég er mjög ánægður að skila fyrirtækinu af mér við þessar aðstæður og mun standa upp úr forstjórastólnum með góða samvisku," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira