Bretar treysta íslenskum víkingum 13. október 2005 15:21 Bretar hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri segir Howard Davies, rektor London School of Economics, í tengslum við innrás íslenskra víkinga í breskt viðskiptalíf. Bretar hafi ekki ástæðu til að hafa áhyggjur en hér á landi þurfi vissulega að grípa til ráðstafana svo ekki verði hrun á markaði, snúist lukkuhjól íslenskra fjárfesta. Howard Davies er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Að hans mati er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu íslenska hlutabréfamarkaðarins því hann virðist vera í loftbóluumhverfi núna, þótt hann segist reyndar ekki vera neinn sérfræðingur í að velja íslensk verðbréf. „Markaðurinn hefur rokið upp síðustu átján mánuði, þvert gegn tilhneigingunni annrs staðar,“ segir Davies. „Ég hefði áhyggjur ef ég ætti að sjá um reglurnar hérna.“ Mikil umræða hefur orðið um innrás íslenskra viðskiptamanna á markaði í Svíþjóð og Danmörku þar sem spurt sé hvaðan allir peningarnir komi, hvort menn séu með peningaverksmiðju í kjallaranum og hvort tengsl fjárfesta og fjármagnsfyrirtækja séu of náin. Í Bretlandi hefur umræðan ekki verið jafn neikvæð þrátt fyrir að þar séu fjárfestingar Íslendinga fyrirferðamiklar. Davies telur Breta hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri, þó það hljómi næstum eins og rasismi. Hann segir þó tortryggni viðgangast hvað viðkemur kaupum á knattspyrnufélögum, enda sé það alltaf svo. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Bretar hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri segir Howard Davies, rektor London School of Economics, í tengslum við innrás íslenskra víkinga í breskt viðskiptalíf. Bretar hafi ekki ástæðu til að hafa áhyggjur en hér á landi þurfi vissulega að grípa til ráðstafana svo ekki verði hrun á markaði, snúist lukkuhjól íslenskra fjárfesta. Howard Davies er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Að hans mati er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu íslenska hlutabréfamarkaðarins því hann virðist vera í loftbóluumhverfi núna, þótt hann segist reyndar ekki vera neinn sérfræðingur í að velja íslensk verðbréf. „Markaðurinn hefur rokið upp síðustu átján mánuði, þvert gegn tilhneigingunni annrs staðar,“ segir Davies. „Ég hefði áhyggjur ef ég ætti að sjá um reglurnar hérna.“ Mikil umræða hefur orðið um innrás íslenskra viðskiptamanna á markaði í Svíþjóð og Danmörku þar sem spurt sé hvaðan allir peningarnir komi, hvort menn séu með peningaverksmiðju í kjallaranum og hvort tengsl fjárfesta og fjármagnsfyrirtækja séu of náin. Í Bretlandi hefur umræðan ekki verið jafn neikvæð þrátt fyrir að þar séu fjárfestingar Íslendinga fyrirferðamiklar. Davies telur Breta hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri, þó það hljómi næstum eins og rasismi. Hann segir þó tortryggni viðgangast hvað viðkemur kaupum á knattspyrnufélögum, enda sé það alltaf svo.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira