Fornaldarhugsun í Fjarðabyggð 10. janúar 2005 00:01 Almenna svarið við spurningunni um hvar menn eigi að búa er þar sem þeir vilja búa. Til þess að bregða út af þessari meginreglu þarf mjög sérstök rök. Íslendingar bjuggu um skeið við vistarband. Sú regla var sett til þess að forða þeirri lausung sem fylgdi breyttum atvinnuháttum og umhverfi. Stórbændur kepptu um vinnuafl við vaxandi útgerð og lagðar voru hömlur á frelsi fólks til þess að flytja í sjávarbyggðirnar. Eins og ávallt þegar afturhaldsöfl streitast við að halda aftur af hjóli tímans, þá tafði vistarbandið einungis óhjákvæmilega þróun og olli meira tjóni en gagni. Í þeim breytingum sem orðið hafa á íslensku samfélagi síðustu ár spretta reglulega fram þeir sem sjá gamla tímann í hillingum og finna allt til foráttu þeirri lausung sem fylgir auknu frelsi. Hugsunarháttur vistarbandsins hverfur ekki, þótt enginn vilji snúa aftur til þeirra tíma. Nýlegt dæmi um þankaganginn að baki vistarbandinnu skaut upp kollinum í umræðum um búsetu forstjóra Fjarðaráls sem hefur tekið þá ákvörðun að búa í næsta sveitarfélagi við álverið, á Egilsstöðum. Viðbrögð einstakra sveitarstjórnarmanna í Fjarðabyggð og nafnlausir póstar til forstjórans vekja undrun. Gamaldags hrepparígur og forneskjuleg viðhorf til samfélags birtast í þeim makalausu viðbrögðum sem komið hafa fram í kjölfar ákvörðunar forstjórans. Austfirðingar voru áfram um uppbyggingu stóriðju á svæðinu. Ýmsir höfðu samúð með sjónarmiðum þeirra, þrátt fyrir efasemdir um að virkjun Kárahnjúka væri skynsamleg framkvæmd og hvort verjandi væri að hið opinbera beitti sér fyrir slíku inngripi í efnahagskerfið til atvinnuuppbyggingar á afmörkuðu svæði. Byggðarrökin sem sett voru fram voru um Austurland í heild sinni, ekki sveitarfélagið Fjarðabyggð. Frekja og ósvífni í viðhorfum sumra íbúa Fjarðabyggðar verða því afkáralegri þegar horft er til þessa. Tekjur af virkjun og álveri koma misjaflega niður eftir sveitarfélögum á Austurlandi. Fjarðabyggð nýtur álversins og Fljótsdalshreppur með sína 261 íbúa fær stöðvarhús virkjunarinnar. Fljótsdalshérað fær ekki beinar tekjur af virkjun og álveri, en þarf hins vegar að kosta nokkru til um uppbyggingu þjónustu vegna þess aukna umfangs sem framkvæmdinni fylgja. Enginn ætti að sjá ofsjónum yfir einu forstjóraútsvari til sveitarfélagsins. Stórar fjárfestingar á afmörkuðu svæði sýna vel bresti í núverandi fyrirkomulagi sveitarfélaga. Áður en ákvörðun var tekin um framkvæmdirnar fyrir austan hefði átt að vera búið að tryggja að sveitarfélög sameinuðust á svæðinu. Það er ólíðandi að fámennir hreppar geti haldið sig sér af þeirri einföldu ástæðu að einni stórri fjárfestingu er plantað í hreppinn. Þar við bætist að starfsemin er ekki til eilífðar eins og Mývetningar hafa fengið að kynnast. Komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja mér og mínum að meinalausu, er þulan sem sveitarstjórnarmenn Fjarðabyggð ættu að hafa yfir ef þeir vilja ekki verða steinrunnin nátttröll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun
Almenna svarið við spurningunni um hvar menn eigi að búa er þar sem þeir vilja búa. Til þess að bregða út af þessari meginreglu þarf mjög sérstök rök. Íslendingar bjuggu um skeið við vistarband. Sú regla var sett til þess að forða þeirri lausung sem fylgdi breyttum atvinnuháttum og umhverfi. Stórbændur kepptu um vinnuafl við vaxandi útgerð og lagðar voru hömlur á frelsi fólks til þess að flytja í sjávarbyggðirnar. Eins og ávallt þegar afturhaldsöfl streitast við að halda aftur af hjóli tímans, þá tafði vistarbandið einungis óhjákvæmilega þróun og olli meira tjóni en gagni. Í þeim breytingum sem orðið hafa á íslensku samfélagi síðustu ár spretta reglulega fram þeir sem sjá gamla tímann í hillingum og finna allt til foráttu þeirri lausung sem fylgir auknu frelsi. Hugsunarháttur vistarbandsins hverfur ekki, þótt enginn vilji snúa aftur til þeirra tíma. Nýlegt dæmi um þankaganginn að baki vistarbandinnu skaut upp kollinum í umræðum um búsetu forstjóra Fjarðaráls sem hefur tekið þá ákvörðun að búa í næsta sveitarfélagi við álverið, á Egilsstöðum. Viðbrögð einstakra sveitarstjórnarmanna í Fjarðabyggð og nafnlausir póstar til forstjórans vekja undrun. Gamaldags hrepparígur og forneskjuleg viðhorf til samfélags birtast í þeim makalausu viðbrögðum sem komið hafa fram í kjölfar ákvörðunar forstjórans. Austfirðingar voru áfram um uppbyggingu stóriðju á svæðinu. Ýmsir höfðu samúð með sjónarmiðum þeirra, þrátt fyrir efasemdir um að virkjun Kárahnjúka væri skynsamleg framkvæmd og hvort verjandi væri að hið opinbera beitti sér fyrir slíku inngripi í efnahagskerfið til atvinnuuppbyggingar á afmörkuðu svæði. Byggðarrökin sem sett voru fram voru um Austurland í heild sinni, ekki sveitarfélagið Fjarðabyggð. Frekja og ósvífni í viðhorfum sumra íbúa Fjarðabyggðar verða því afkáralegri þegar horft er til þessa. Tekjur af virkjun og álveri koma misjaflega niður eftir sveitarfélögum á Austurlandi. Fjarðabyggð nýtur álversins og Fljótsdalshreppur með sína 261 íbúa fær stöðvarhús virkjunarinnar. Fljótsdalshérað fær ekki beinar tekjur af virkjun og álveri, en þarf hins vegar að kosta nokkru til um uppbyggingu þjónustu vegna þess aukna umfangs sem framkvæmdinni fylgja. Enginn ætti að sjá ofsjónum yfir einu forstjóraútsvari til sveitarfélagsins. Stórar fjárfestingar á afmörkuðu svæði sýna vel bresti í núverandi fyrirkomulagi sveitarfélaga. Áður en ákvörðun var tekin um framkvæmdirnar fyrir austan hefði átt að vera búið að tryggja að sveitarfélög sameinuðust á svæðinu. Það er ólíðandi að fámennir hreppar geti haldið sig sér af þeirri einföldu ástæðu að einni stórri fjárfestingu er plantað í hreppinn. Þar við bætist að starfsemin er ekki til eilífðar eins og Mývetningar hafa fengið að kynnast. Komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja mér og mínum að meinalausu, er þulan sem sveitarstjórnarmenn Fjarðabyggð ættu að hafa yfir ef þeir vilja ekki verða steinrunnin nátttröll.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun