Tímaritaútgáfa Fróða gjaldþrota 6. janúar 2005 00:01 Félagið sem gaf út öll tímarit Fróða hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Rétt fyrir gjaldþrotið stofnuðu eigendurnir nýtt fyrirtæki utan um tímaritin og skildu skuldir upp á tæplega hálfan milljarð eftir hjá því gamla. Þetta er ekki dæmigert kennitöluflakk heldur varnaraðgerð, segir framkvæmdastjórinn. Í daglegu tali er það kallað „kennitöluflakk“ þegar fyrirtæki skiptir um nafn og kennitölu, heldur áfram rekstri, en skilur skuldirnar eftir hjá gamla fyrirtækinu sem síðan er jafnvel úrskurðað gjaldþrota. Fróði gefur út sjö tímarit og hefur fjárhagsstaðan ekki verið góð upp á síðkastið. Dótturfélag prentsmiðjunnar Odda keypti fyrirtækið í haust, stofnaði nýtt fyrirtæki og var öll tímaritaútgáfan flutt þangað. Gamla félagið, skuldum vafið, var svo úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Kröfurnar nema hálfum milljarði króna og eignirnar duga aðeins fyrir broti af því - þær eru metnar á 37 milljónir. Prentsmiðjan Oddi á helming í kröfunum samkvæmt heimildum fréttastofu og sömu heimildir herma að afgangurinn falli á Sameinaða lífeyrissjóðinn, Lífeyrissjóð Austurlands, birgja og aðra fjárfesta. Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Tímaritaútgáfunnar Fróða, segir þetta ekki dæmigert kennitöluflakk. Það sé þegar menn stofni endurtekið fyrirtæki um sama rekstur og skilji eftir skuldir í hvert sinn, þess vegna. launaskuldir og lífeyrisskuldir, og segir Páll að það séu þeir ekki að gera. Spurður hvort þeir séu ekki að skilja eftir skuldir þar sem aðeins sé til upp í brot af þeim segir Páll það óneitanlega vera rétt. En það eru allt viðskiptaskuldir. Það hefði hins vegar verið refsivert hefði fyrirtækið skilið eftir sig lífeyrissjóðsskuldir eða skuldir gagnvart hinu opinbera. Aðspurður hvort honum finnist forsvaranlegt að stofna nýtt fyrirtæki um sama rekstur og skilja eftir skuldir segir Páll þetta hafa verið eina leikinn í stöðunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Félagið sem gaf út öll tímarit Fróða hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Rétt fyrir gjaldþrotið stofnuðu eigendurnir nýtt fyrirtæki utan um tímaritin og skildu skuldir upp á tæplega hálfan milljarð eftir hjá því gamla. Þetta er ekki dæmigert kennitöluflakk heldur varnaraðgerð, segir framkvæmdastjórinn. Í daglegu tali er það kallað „kennitöluflakk“ þegar fyrirtæki skiptir um nafn og kennitölu, heldur áfram rekstri, en skilur skuldirnar eftir hjá gamla fyrirtækinu sem síðan er jafnvel úrskurðað gjaldþrota. Fróði gefur út sjö tímarit og hefur fjárhagsstaðan ekki verið góð upp á síðkastið. Dótturfélag prentsmiðjunnar Odda keypti fyrirtækið í haust, stofnaði nýtt fyrirtæki og var öll tímaritaútgáfan flutt þangað. Gamla félagið, skuldum vafið, var svo úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Kröfurnar nema hálfum milljarði króna og eignirnar duga aðeins fyrir broti af því - þær eru metnar á 37 milljónir. Prentsmiðjan Oddi á helming í kröfunum samkvæmt heimildum fréttastofu og sömu heimildir herma að afgangurinn falli á Sameinaða lífeyrissjóðinn, Lífeyrissjóð Austurlands, birgja og aðra fjárfesta. Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Tímaritaútgáfunnar Fróða, segir þetta ekki dæmigert kennitöluflakk. Það sé þegar menn stofni endurtekið fyrirtæki um sama rekstur og skilji eftir skuldir í hvert sinn, þess vegna. launaskuldir og lífeyrisskuldir, og segir Páll að það séu þeir ekki að gera. Spurður hvort þeir séu ekki að skilja eftir skuldir þar sem aðeins sé til upp í brot af þeim segir Páll það óneitanlega vera rétt. En það eru allt viðskiptaskuldir. Það hefði hins vegar verið refsivert hefði fyrirtækið skilið eftir sig lífeyrissjóðsskuldir eða skuldir gagnvart hinu opinbera. Aðspurður hvort honum finnist forsvaranlegt að stofna nýtt fyrirtæki um sama rekstur og skilja eftir skuldir segir Páll þetta hafa verið eina leikinn í stöðunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira