Hver sér um börnin? 5. janúar 2005 00:01 Flestir foreldrar eru útivinnandi og börn eru í dagvist meira og minna frá 6 mánaða aldri í 9 klukkustundir á dag. Þetta er mörgum áhyggjuefni. Ekki er hægt að efast um að samvist barna við foreldra sína er allt annars eðlis heldur en við kennara eða aðra gæsluaðila og spurning er hvort þeir örfáu klukkutímar sem foreldrar og börn fái saman sé nægilegur tími. Erfitt er að svara þeirri spurningu þar sem að vissu leyti er þetta staða sem er nýtilkomin, því ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að sjá allt aðra hætti. Þá voru börn meðal annars mikið til hálfan daginn á leikskóla og mæður þá heimavinnandi eða í vinnu hálfan daginn. Vissulega var það jafnréttisbaráttan sem breytti mörgu en stigið er á hálan ís ef fara á að kenna henni alfarið um. Jafnvel má líta á hana sem framfaraskref þar sem feðrum er gefið tækifæri til að vera aðilinn sem sér um heimili og börn án þess að það þyki á nokkurn hátt óeðlilegt. Ríkjandi viðhorf um lífsstíl leggja þær kröfur á hina fullorðnu að sinna líkamsrækt, eiga fallegt heimili, vera smart, eiga góða vini, njóta skemmtunar og stefna að starfsframa. Ekki er víst að jafnréttisbaráttan hafi hrint af stað þessum kröfum, því einnig má merkja gífurlega áherslu á frelsi einstaklingins á síðustu árum. Hinsvegar er það spurning hvort samfélagslega sé hægt að líta á barnafjölskyldu sem hóp einstaklinga því athafnir eins aðila í fjölskyldunni hafa alltaf áhrif á hina. Og ef til vill er kominn tími til að leggja áherslu á frelsi fjölskyldunnar? En frelsi virðist ætíð koma á kostnað frelsis og spurning er hverju á að fórna til að fjölskyldan komist í forgang. Börnin eyða mestum tíma sínum í umsjá kennara eða gæsluaðila. Aftur á móti má ekki gleyma því að nálægð við aðra manneskju sækja þau yfirleitt í félagsskap við jafnaldra sína og í raun eru börnin oftast með öðrum börnum, sem er alls ekki slæmt. Hinsvegar eru börn börn og þurfa á foreldrum að halda, það er ekkert flóknara en það. Rannsóknir hafa jafnvel sýnt að helsta fyrirmynd barna eru foreldrar þeirra en ekki kennarar, þó svo kennarinnn sé sá sem kennir þeim eitt og annað þá er lexían um að vera maður falin foreldrum. Að mörgu leyti er foreldrum gert erfitt fyrir, fjölmiðlar eiga greiða leið að heimilinu og foreldrar eru ekki með börnum sínum öllum stundum. Þegar heim er komið eftir langan vinnudag setjast börnin framan við sjónvarpið eða tölvuna og una sér þar löngum stundum. Foreldrar geta ekki treyst á að það efni sem er í boði í sjónvarpinu á þeim tíma sem börnin sjá um sig sjálf sé við þeirra hæfi. Jafnvel fréttatíminn er uppfullur af efni sem hrellir börnin og svo er foreldrum kennt um ef börnin sjá það. Spurningin hver sér um börnin er flókin því umönnum barna er að vissu leyti ábyrgð samfélagsins í heild. Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar eru útivinnandi og börn eru í dagvist meira og minna frá 6 mánaða aldri í 9 klukkustundir á dag. Þetta er mörgum áhyggjuefni. Ekki er hægt að efast um að samvist barna við foreldra sína er allt annars eðlis heldur en við kennara eða aðra gæsluaðila og spurning er hvort þeir örfáu klukkutímar sem foreldrar og börn fái saman sé nægilegur tími. Erfitt er að svara þeirri spurningu þar sem að vissu leyti er þetta staða sem er nýtilkomin, því ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að sjá allt aðra hætti. Þá voru börn meðal annars mikið til hálfan daginn á leikskóla og mæður þá heimavinnandi eða í vinnu hálfan daginn. Vissulega var það jafnréttisbaráttan sem breytti mörgu en stigið er á hálan ís ef fara á að kenna henni alfarið um. Jafnvel má líta á hana sem framfaraskref þar sem feðrum er gefið tækifæri til að vera aðilinn sem sér um heimili og börn án þess að það þyki á nokkurn hátt óeðlilegt. Ríkjandi viðhorf um lífsstíl leggja þær kröfur á hina fullorðnu að sinna líkamsrækt, eiga fallegt heimili, vera smart, eiga góða vini, njóta skemmtunar og stefna að starfsframa. Ekki er víst að jafnréttisbaráttan hafi hrint af stað þessum kröfum, því einnig má merkja gífurlega áherslu á frelsi einstaklingins á síðustu árum. Hinsvegar er það spurning hvort samfélagslega sé hægt að líta á barnafjölskyldu sem hóp einstaklinga því athafnir eins aðila í fjölskyldunni hafa alltaf áhrif á hina. Og ef til vill er kominn tími til að leggja áherslu á frelsi fjölskyldunnar? En frelsi virðist ætíð koma á kostnað frelsis og spurning er hverju á að fórna til að fjölskyldan komist í forgang. Börnin eyða mestum tíma sínum í umsjá kennara eða gæsluaðila. Aftur á móti má ekki gleyma því að nálægð við aðra manneskju sækja þau yfirleitt í félagsskap við jafnaldra sína og í raun eru börnin oftast með öðrum börnum, sem er alls ekki slæmt. Hinsvegar eru börn börn og þurfa á foreldrum að halda, það er ekkert flóknara en það. Rannsóknir hafa jafnvel sýnt að helsta fyrirmynd barna eru foreldrar þeirra en ekki kennarar, þó svo kennarinnn sé sá sem kennir þeim eitt og annað þá er lexían um að vera maður falin foreldrum. Að mörgu leyti er foreldrum gert erfitt fyrir, fjölmiðlar eiga greiða leið að heimilinu og foreldrar eru ekki með börnum sínum öllum stundum. Þegar heim er komið eftir langan vinnudag setjast börnin framan við sjónvarpið eða tölvuna og una sér þar löngum stundum. Foreldrar geta ekki treyst á að það efni sem er í boði í sjónvarpinu á þeim tíma sem börnin sjá um sig sjálf sé við þeirra hæfi. Jafnvel fréttatíminn er uppfullur af efni sem hrellir börnin og svo er foreldrum kennt um ef börnin sjá það. Spurningin hver sér um börnin er flókin því umönnum barna er að vissu leyti ábyrgð samfélagsins í heild. Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun