Kvaðir settar á inneignir 3. janúar 2005 00:01 Inneignarnótur í verslunum gilda í fjögur ár, sé ekki annað tekið fram á þeim, að sögn Sesselju Ásgeirsdóttur fulltrúa hjá Neytendasamtökunum. Nú fer sá tími í hönd, að margt fólk skiptir eða skilar vörum í verslunum eða er með gjafakort upp á vasann. Útsölurnar eru einnig að hefja göngu sína og í þessum tilvikum öllum er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um rétt sinn. "Kaupmenn hafa sett tímamörk á inneignarnótur og gjafakort fólks. Dæmi eru um að gildistími séu tveir mánuðir," sagði Sesselja. "Þegar kaupandinn er búinn að taka við nótunni er hann um leið búinn að samþykkja þá skilmála sem á henni eru. Kaupmenn geta ákveðið hvernig þeir hafa nóturnar því það eru ekki í gildi nein lög um skilarétt. Kaupandinn á því aldrei rétt á að skila eða skipta vöru nema sérstaklega sé um það samið.Þess vegna er mikilvægt að kaupandinn kynni sér skilmála verslunarinnar um skilarétt áður en kaupin fara fram. Slíkur samningur tryggir rétt kaupanda." Sesselja sagði að fólk gæti lent í vanda ef ströng tímamörk væru á inneignarnótum, og að á nótu stæði að hún gilti ekki á útsölu, því svo gæti farið að það fyndi ekkert við sitt hæfi í viðkomandi verslun og nótan um það bil að renna út. Það eina sem kaupandinn gæti gert væri þá að reyna að fá frestinn framlengdan. Hún sagði það algengt að kaupmenn settu tímamörk á inneignarnótur, auk þess sem margir þeirra vildu setja ákvæði um að þær, og jafnvel gjafakort, giltu ekki á útsölum. "Í þeim tilvikum minnum við viðkomandi neytendur á að að versla í þeim verslunum sem tileinka sér gildandi skilareglur. Kaupmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir fara að þeim eða ekki. Samkvæmt þessum reglum getur fólk notað inneignarnótu hvenær sem er og á útsölu ef nótan er dagsett 14 dögum áður en útsala hefst. Þetta kemur í veg fyrir að menn skili vörunni og kaupi hana strax aftur á lægra verði." Sesselja sagði, að neytendur leituðu mjög mikið til samtakanna með mál varðandi inneignarnótur og rétt sinn á útsölum, ekki síst eftir áramótin. Neytendasamtökin hvettu neytendur til að versla þar sem skilareglunum væri framfylgt. Með því móti vissu þeir nákvæmlega hvaða rétt þeir ættu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Inneignarnótur í verslunum gilda í fjögur ár, sé ekki annað tekið fram á þeim, að sögn Sesselju Ásgeirsdóttur fulltrúa hjá Neytendasamtökunum. Nú fer sá tími í hönd, að margt fólk skiptir eða skilar vörum í verslunum eða er með gjafakort upp á vasann. Útsölurnar eru einnig að hefja göngu sína og í þessum tilvikum öllum er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um rétt sinn. "Kaupmenn hafa sett tímamörk á inneignarnótur og gjafakort fólks. Dæmi eru um að gildistími séu tveir mánuðir," sagði Sesselja. "Þegar kaupandinn er búinn að taka við nótunni er hann um leið búinn að samþykkja þá skilmála sem á henni eru. Kaupmenn geta ákveðið hvernig þeir hafa nóturnar því það eru ekki í gildi nein lög um skilarétt. Kaupandinn á því aldrei rétt á að skila eða skipta vöru nema sérstaklega sé um það samið.Þess vegna er mikilvægt að kaupandinn kynni sér skilmála verslunarinnar um skilarétt áður en kaupin fara fram. Slíkur samningur tryggir rétt kaupanda." Sesselja sagði að fólk gæti lent í vanda ef ströng tímamörk væru á inneignarnótum, og að á nótu stæði að hún gilti ekki á útsölu, því svo gæti farið að það fyndi ekkert við sitt hæfi í viðkomandi verslun og nótan um það bil að renna út. Það eina sem kaupandinn gæti gert væri þá að reyna að fá frestinn framlengdan. Hún sagði það algengt að kaupmenn settu tímamörk á inneignarnótur, auk þess sem margir þeirra vildu setja ákvæði um að þær, og jafnvel gjafakort, giltu ekki á útsölum. "Í þeim tilvikum minnum við viðkomandi neytendur á að að versla í þeim verslunum sem tileinka sér gildandi skilareglur. Kaupmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir fara að þeim eða ekki. Samkvæmt þessum reglum getur fólk notað inneignarnótu hvenær sem er og á útsölu ef nótan er dagsett 14 dögum áður en útsala hefst. Þetta kemur í veg fyrir að menn skili vörunni og kaupi hana strax aftur á lægra verði." Sesselja sagði, að neytendur leituðu mjög mikið til samtakanna með mál varðandi inneignarnótur og rétt sinn á útsölum, ekki síst eftir áramótin. Neytendasamtökin hvettu neytendur til að versla þar sem skilareglunum væri framfylgt. Með því móti vissu þeir nákvæmlega hvaða rétt þeir ættu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira