Heimsborgarleg gatnamót 3. janúar 2005 00:01 Gatnamótin þar sem Suðurlandsbraut og Laugavegur mætast hafa fengið á sig stórborgarbrag þar sem nokkur mikilfengleg og nútímaleg glerhýsi hafa risið. Fyrst ber að nefna Kauphöll Íslands sem trónir yfir gatnamótum, sem bogadregið glerhýsi og gefur tóninn af því sem koma skal í henni Reykjavík. Hlý birtan innan úr húsinu á veturna er skemmtilegt mótvægi við kalt efnisval á byggingunni, en á sumrin speglast sólin í gluggunum og gefur húsinu gylltan og glóandi svip sem er ótrúlega viðeigandi fyrir kauphöll. Inn af boganum aftan við húsið er viður notaður sem brýtur upp formið og meðal annars forðar Kauphöllinni frá því að vera klakahöll. Gegnt Kauphöllinni er Úrval Útsýn sem reyndar var fyrsta nútímalega byggingin til að spretta upp við gatnamótin með sínum skökku gluggum en þar fyrir aftan sést í Nordica Hótel sem áður var Hótel Esja. Hótelið var klætt í nútímalegan búning þar sem glerið ræður ríkjum en eins og við Kauphöllina er það brotið upp með öðru efni. Ryðgaðar stálplötur umvefja hluta af hótelinu og þó að það hafi ef til vill ekki þótt fínt á árum áður að notast við ryðgað efni kemur það einstaklega fallega út og er óvenju hlýlegt. Síðasta viðbótin á þessum slóðum er skrifstofuhúsnæði Ístaks við Engjateiginn en það er húsnæði sem samanstendur af skiptu ferköntuðu rými úr steypu og gleri. Þar eru aðeins beinar línur og hvergi bogadregið form að sjá og dimmar rúðurnar hleypa út dempaðri og nánast dularfyllri birtu, en glerhlið hússins stendur út að Suðurlandsbraut. Allar hafa þessar byggingar gerbreytt útliti gatnamótanna og fært borgina nær því að teljast stórborg. Nordica Hótel var áður Hótel Esja, en hlaut mikla andlitslyftingu og er í raun eins og annað hús. Útlitsbreytingin var í höndum Ásgeir Ásgeirssonar arkitekts.StefánSkrifstofuhúsnæði Ístaks teiknað af Agli Má Guðmundssyni.StefánSkakkir gluggarnir skutu skökku við þegar þeir sáust fyrst, en falla nú eðlilega inn í umhverfið. Húsið er teiknað af Guðna Pálssyni og Dagnýju Helgadóttur.StefánLjósmynd sem gæti verið tekin á Manhattan.Stefán Hús og heimili Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Gatnamótin þar sem Suðurlandsbraut og Laugavegur mætast hafa fengið á sig stórborgarbrag þar sem nokkur mikilfengleg og nútímaleg glerhýsi hafa risið. Fyrst ber að nefna Kauphöll Íslands sem trónir yfir gatnamótum, sem bogadregið glerhýsi og gefur tóninn af því sem koma skal í henni Reykjavík. Hlý birtan innan úr húsinu á veturna er skemmtilegt mótvægi við kalt efnisval á byggingunni, en á sumrin speglast sólin í gluggunum og gefur húsinu gylltan og glóandi svip sem er ótrúlega viðeigandi fyrir kauphöll. Inn af boganum aftan við húsið er viður notaður sem brýtur upp formið og meðal annars forðar Kauphöllinni frá því að vera klakahöll. Gegnt Kauphöllinni er Úrval Útsýn sem reyndar var fyrsta nútímalega byggingin til að spretta upp við gatnamótin með sínum skökku gluggum en þar fyrir aftan sést í Nordica Hótel sem áður var Hótel Esja. Hótelið var klætt í nútímalegan búning þar sem glerið ræður ríkjum en eins og við Kauphöllina er það brotið upp með öðru efni. Ryðgaðar stálplötur umvefja hluta af hótelinu og þó að það hafi ef til vill ekki þótt fínt á árum áður að notast við ryðgað efni kemur það einstaklega fallega út og er óvenju hlýlegt. Síðasta viðbótin á þessum slóðum er skrifstofuhúsnæði Ístaks við Engjateiginn en það er húsnæði sem samanstendur af skiptu ferköntuðu rými úr steypu og gleri. Þar eru aðeins beinar línur og hvergi bogadregið form að sjá og dimmar rúðurnar hleypa út dempaðri og nánast dularfyllri birtu, en glerhlið hússins stendur út að Suðurlandsbraut. Allar hafa þessar byggingar gerbreytt útliti gatnamótanna og fært borgina nær því að teljast stórborg. Nordica Hótel var áður Hótel Esja, en hlaut mikla andlitslyftingu og er í raun eins og annað hús. Útlitsbreytingin var í höndum Ásgeir Ásgeirssonar arkitekts.StefánSkrifstofuhúsnæði Ístaks teiknað af Agli Má Guðmundssyni.StefánSkakkir gluggarnir skutu skökku við þegar þeir sáust fyrst, en falla nú eðlilega inn í umhverfið. Húsið er teiknað af Guðna Pálssyni og Dagnýju Helgadóttur.StefánLjósmynd sem gæti verið tekin á Manhattan.Stefán
Hús og heimili Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira