Áramótin að mestu slysalaus 1. janúar 2005 18:00 Áramótunum var fagnað með tilheyrandi sprengingum og eldglæringum. Þrátt fyrir það voru áramótin að mestu slysalaus víðast hvar þótt einstaka skugga bæri á. Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar, segir áramótin hafa verið með rólegasta móti. Ellefu manns gistu þó fangageymslur, þar af tveir sjálfviljugir þar sem þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Mikil ölvun var í miðborginni og fólk dvaldi þar lengi. Arnar kveðst ánægður með kvöldið gekk hjá lögreglunni. Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Reykjavík eftir að hafa hleypt af haglabyssu í íbúð sinni í austurbæ Reykjavíkur. Maðurinn var ekki að ógna með byssunni en þar sem fleira fólk var í íbúðinni skapaðist augljós hætta. Um tuttugu manns vortu í íbúðinni en enginn slasaðist. Enn er verið að yfirheyra manninn en ekki er vitað hvað honum gekk til. Karlmaður var handtekinn í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun fyrir að úða svokölluðum maze-úða í andlit annars karlmanns í miðborg Reykjavíkur. Við handtöku reyndist hann vera með úðabrúsann á sér, sem og kasthníf. Hann er einnig grunaður um að hafa úðað framan í annan karlmann á skemmtistað í borginni fyrr um nóttina. Ekki er vitað hvað honum gekk til því eftir á að yfirheyra hann. Þá var maður fluttur á slysadeild um miðnættið eftir að skoteldur sprakk framan í hann á Skólavörðuholti í Reykjavík. Meiðsl hans eru ekki alvarleg. Laust upp úr miðnætti fór flugeldur í gegnum glugga á íbúð í Grafarvogi. Skemmdir urðu á parketi og gardínum, en að öðru leyti fór allt vel. Slökkvilið og lögregla voru kölluð að húsi við Hjallaveg í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Kviknað hafði í kertaskreytingu í glugga. Tveir karlmenn voru handteknir í nótt við það að brjótast inn í hárgreiðslustofu. Annar þeirra náðist á staðnum, en hinn lagði á flótta en var handtekinn skömmu síðar. Áramótabrennum var frestað í gær vegna veðurs. Í Kópavogi var kveikt í Breiðabliksbrennunni klukkan fimm í dag og kveikt verður í öðrum brennum á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld. Í Keflavík er þó líklega búið að fresta brennu til þrettándans. Flugeldar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Áramótunum var fagnað með tilheyrandi sprengingum og eldglæringum. Þrátt fyrir það voru áramótin að mestu slysalaus víðast hvar þótt einstaka skugga bæri á. Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar, segir áramótin hafa verið með rólegasta móti. Ellefu manns gistu þó fangageymslur, þar af tveir sjálfviljugir þar sem þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Mikil ölvun var í miðborginni og fólk dvaldi þar lengi. Arnar kveðst ánægður með kvöldið gekk hjá lögreglunni. Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Reykjavík eftir að hafa hleypt af haglabyssu í íbúð sinni í austurbæ Reykjavíkur. Maðurinn var ekki að ógna með byssunni en þar sem fleira fólk var í íbúðinni skapaðist augljós hætta. Um tuttugu manns vortu í íbúðinni en enginn slasaðist. Enn er verið að yfirheyra manninn en ekki er vitað hvað honum gekk til. Karlmaður var handtekinn í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun fyrir að úða svokölluðum maze-úða í andlit annars karlmanns í miðborg Reykjavíkur. Við handtöku reyndist hann vera með úðabrúsann á sér, sem og kasthníf. Hann er einnig grunaður um að hafa úðað framan í annan karlmann á skemmtistað í borginni fyrr um nóttina. Ekki er vitað hvað honum gekk til því eftir á að yfirheyra hann. Þá var maður fluttur á slysadeild um miðnættið eftir að skoteldur sprakk framan í hann á Skólavörðuholti í Reykjavík. Meiðsl hans eru ekki alvarleg. Laust upp úr miðnætti fór flugeldur í gegnum glugga á íbúð í Grafarvogi. Skemmdir urðu á parketi og gardínum, en að öðru leyti fór allt vel. Slökkvilið og lögregla voru kölluð að húsi við Hjallaveg í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Kviknað hafði í kertaskreytingu í glugga. Tveir karlmenn voru handteknir í nótt við það að brjótast inn í hárgreiðslustofu. Annar þeirra náðist á staðnum, en hinn lagði á flótta en var handtekinn skömmu síðar. Áramótabrennum var frestað í gær vegna veðurs. Í Kópavogi var kveikt í Breiðabliksbrennunni klukkan fimm í dag og kveikt verður í öðrum brennum á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld. Í Keflavík er þó líklega búið að fresta brennu til þrettándans.
Flugeldar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira