Haukastúlkur með gott tak á Keflavík 11. desember 2005 08:00 Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka, hlær hérr með stúlkunum sínum. Hann var í banni í leiknum og fygldist með úr stúkunni. "Við virðumst loksins hafa náð ágætis tökum á Keflavíkurliðinu. Við getum alveg spilað betur en við gerðum í þessum leik en þetta dugði. Það er allt í blóma hjá okkur og öll umgjörð eiginlega eins góð og hún getur orðið. Við höfum öðlast mikla reynslu á skömmum tíma og þátttaka okkar í Evrópukeppninni hefur haft sitt að segja," sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, eftir að liðið hafði tryggt sér sigur í fyrirtækjabikar KKÍ 2005 með því að leggja Keflavík að velli í skemmtilegum úrslitaleik í Digranesi. Mikið jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins og liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik en Haukastúlkur höfðu tveggja stiga forskot 35-33 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum fór síðan að skilja á milli og Haukar náðu tökum á leiknum, voru þremur stigum yfir eftir þriðja leikhluta og voru síðan mun betri í þeim síðasta. Á endanum vann liðið sigur 77-63 og fékk Powerade-bikarinn í hendurnar eftir leikinn. Haukar eru með ungt og skemmtilegt lið og greinilegt að framtíðin í Hafnarfirðinum er ansi björt ef áfram verður haldið rétt á spöðunum. Keisha Tardy átti stórleik fyrir Hauka, gerði 28 stig, átti 24 fráköst og fimm stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir skoraði tuttugu stig og átti fjórtán fráköst. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með tuttugu stig. "Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik og þar af leiðandi misstum við þær of langt fram úr. Hittnin var ekki nægilega góð hjá okkur í seinni hálfleik, við fengum galopin skot sem voru bara ekki að detta. Engu að síður vorum við að spila vel næstum allan fyrri hálfleik en þegar tvö góð lið eru að spila þarf að halda haus allan leikinn. Baráttan var fín hjá okkur en því miður náðum við ekki að hanga í þeim. Haukar eru skrefinu á undan eins og er en við ætlum að laga leik okkar og ná að sigra þær í næstu viðureign," sagði Sverrir Þór Sverrison, þjálfari Keflavíkur. Dominos-deild kvenna Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira
"Við virðumst loksins hafa náð ágætis tökum á Keflavíkurliðinu. Við getum alveg spilað betur en við gerðum í þessum leik en þetta dugði. Það er allt í blóma hjá okkur og öll umgjörð eiginlega eins góð og hún getur orðið. Við höfum öðlast mikla reynslu á skömmum tíma og þátttaka okkar í Evrópukeppninni hefur haft sitt að segja," sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, eftir að liðið hafði tryggt sér sigur í fyrirtækjabikar KKÍ 2005 með því að leggja Keflavík að velli í skemmtilegum úrslitaleik í Digranesi. Mikið jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins og liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik en Haukastúlkur höfðu tveggja stiga forskot 35-33 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum fór síðan að skilja á milli og Haukar náðu tökum á leiknum, voru þremur stigum yfir eftir þriðja leikhluta og voru síðan mun betri í þeim síðasta. Á endanum vann liðið sigur 77-63 og fékk Powerade-bikarinn í hendurnar eftir leikinn. Haukar eru með ungt og skemmtilegt lið og greinilegt að framtíðin í Hafnarfirðinum er ansi björt ef áfram verður haldið rétt á spöðunum. Keisha Tardy átti stórleik fyrir Hauka, gerði 28 stig, átti 24 fráköst og fimm stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir skoraði tuttugu stig og átti fjórtán fráköst. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með tuttugu stig. "Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik og þar af leiðandi misstum við þær of langt fram úr. Hittnin var ekki nægilega góð hjá okkur í seinni hálfleik, við fengum galopin skot sem voru bara ekki að detta. Engu að síður vorum við að spila vel næstum allan fyrri hálfleik en þegar tvö góð lið eru að spila þarf að halda haus allan leikinn. Baráttan var fín hjá okkur en því miður náðum við ekki að hanga í þeim. Haukar eru skrefinu á undan eins og er en við ætlum að laga leik okkar og ná að sigra þær í næstu viðureign," sagði Sverrir Þór Sverrison, þjálfari Keflavíkur.
Dominos-deild kvenna Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira