Haukastúlkur með gott tak á Keflavík 11. desember 2005 08:00 Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka, hlær hérr með stúlkunum sínum. Hann var í banni í leiknum og fygldist með úr stúkunni. "Við virðumst loksins hafa náð ágætis tökum á Keflavíkurliðinu. Við getum alveg spilað betur en við gerðum í þessum leik en þetta dugði. Það er allt í blóma hjá okkur og öll umgjörð eiginlega eins góð og hún getur orðið. Við höfum öðlast mikla reynslu á skömmum tíma og þátttaka okkar í Evrópukeppninni hefur haft sitt að segja," sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, eftir að liðið hafði tryggt sér sigur í fyrirtækjabikar KKÍ 2005 með því að leggja Keflavík að velli í skemmtilegum úrslitaleik í Digranesi. Mikið jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins og liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik en Haukastúlkur höfðu tveggja stiga forskot 35-33 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum fór síðan að skilja á milli og Haukar náðu tökum á leiknum, voru þremur stigum yfir eftir þriðja leikhluta og voru síðan mun betri í þeim síðasta. Á endanum vann liðið sigur 77-63 og fékk Powerade-bikarinn í hendurnar eftir leikinn. Haukar eru með ungt og skemmtilegt lið og greinilegt að framtíðin í Hafnarfirðinum er ansi björt ef áfram verður haldið rétt á spöðunum. Keisha Tardy átti stórleik fyrir Hauka, gerði 28 stig, átti 24 fráköst og fimm stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir skoraði tuttugu stig og átti fjórtán fráköst. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með tuttugu stig. "Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik og þar af leiðandi misstum við þær of langt fram úr. Hittnin var ekki nægilega góð hjá okkur í seinni hálfleik, við fengum galopin skot sem voru bara ekki að detta. Engu að síður vorum við að spila vel næstum allan fyrri hálfleik en þegar tvö góð lið eru að spila þarf að halda haus allan leikinn. Baráttan var fín hjá okkur en því miður náðum við ekki að hanga í þeim. Haukar eru skrefinu á undan eins og er en við ætlum að laga leik okkar og ná að sigra þær í næstu viðureign," sagði Sverrir Þór Sverrison, þjálfari Keflavíkur. Dominos-deild kvenna Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Sjá meira
"Við virðumst loksins hafa náð ágætis tökum á Keflavíkurliðinu. Við getum alveg spilað betur en við gerðum í þessum leik en þetta dugði. Það er allt í blóma hjá okkur og öll umgjörð eiginlega eins góð og hún getur orðið. Við höfum öðlast mikla reynslu á skömmum tíma og þátttaka okkar í Evrópukeppninni hefur haft sitt að segja," sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, eftir að liðið hafði tryggt sér sigur í fyrirtækjabikar KKÍ 2005 með því að leggja Keflavík að velli í skemmtilegum úrslitaleik í Digranesi. Mikið jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins og liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik en Haukastúlkur höfðu tveggja stiga forskot 35-33 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum fór síðan að skilja á milli og Haukar náðu tökum á leiknum, voru þremur stigum yfir eftir þriðja leikhluta og voru síðan mun betri í þeim síðasta. Á endanum vann liðið sigur 77-63 og fékk Powerade-bikarinn í hendurnar eftir leikinn. Haukar eru með ungt og skemmtilegt lið og greinilegt að framtíðin í Hafnarfirðinum er ansi björt ef áfram verður haldið rétt á spöðunum. Keisha Tardy átti stórleik fyrir Hauka, gerði 28 stig, átti 24 fráköst og fimm stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir skoraði tuttugu stig og átti fjórtán fráköst. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með tuttugu stig. "Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik og þar af leiðandi misstum við þær of langt fram úr. Hittnin var ekki nægilega góð hjá okkur í seinni hálfleik, við fengum galopin skot sem voru bara ekki að detta. Engu að síður vorum við að spila vel næstum allan fyrri hálfleik en þegar tvö góð lið eru að spila þarf að halda haus allan leikinn. Baráttan var fín hjá okkur en því miður náðum við ekki að hanga í þeim. Haukar eru skrefinu á undan eins og er en við ætlum að laga leik okkar og ná að sigra þær í næstu viðureign," sagði Sverrir Þór Sverrison, þjálfari Keflavíkur.
Dominos-deild kvenna Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Sjá meira