Haukastúlkur með gott tak á Keflavík 11. desember 2005 08:00 Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka, hlær hérr með stúlkunum sínum. Hann var í banni í leiknum og fygldist með úr stúkunni. "Við virðumst loksins hafa náð ágætis tökum á Keflavíkurliðinu. Við getum alveg spilað betur en við gerðum í þessum leik en þetta dugði. Það er allt í blóma hjá okkur og öll umgjörð eiginlega eins góð og hún getur orðið. Við höfum öðlast mikla reynslu á skömmum tíma og þátttaka okkar í Evrópukeppninni hefur haft sitt að segja," sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, eftir að liðið hafði tryggt sér sigur í fyrirtækjabikar KKÍ 2005 með því að leggja Keflavík að velli í skemmtilegum úrslitaleik í Digranesi. Mikið jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins og liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik en Haukastúlkur höfðu tveggja stiga forskot 35-33 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum fór síðan að skilja á milli og Haukar náðu tökum á leiknum, voru þremur stigum yfir eftir þriðja leikhluta og voru síðan mun betri í þeim síðasta. Á endanum vann liðið sigur 77-63 og fékk Powerade-bikarinn í hendurnar eftir leikinn. Haukar eru með ungt og skemmtilegt lið og greinilegt að framtíðin í Hafnarfirðinum er ansi björt ef áfram verður haldið rétt á spöðunum. Keisha Tardy átti stórleik fyrir Hauka, gerði 28 stig, átti 24 fráköst og fimm stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir skoraði tuttugu stig og átti fjórtán fráköst. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með tuttugu stig. "Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik og þar af leiðandi misstum við þær of langt fram úr. Hittnin var ekki nægilega góð hjá okkur í seinni hálfleik, við fengum galopin skot sem voru bara ekki að detta. Engu að síður vorum við að spila vel næstum allan fyrri hálfleik en þegar tvö góð lið eru að spila þarf að halda haus allan leikinn. Baráttan var fín hjá okkur en því miður náðum við ekki að hanga í þeim. Haukar eru skrefinu á undan eins og er en við ætlum að laga leik okkar og ná að sigra þær í næstu viðureign," sagði Sverrir Þór Sverrison, þjálfari Keflavíkur. Dominos-deild kvenna Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
"Við virðumst loksins hafa náð ágætis tökum á Keflavíkurliðinu. Við getum alveg spilað betur en við gerðum í þessum leik en þetta dugði. Það er allt í blóma hjá okkur og öll umgjörð eiginlega eins góð og hún getur orðið. Við höfum öðlast mikla reynslu á skömmum tíma og þátttaka okkar í Evrópukeppninni hefur haft sitt að segja," sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, eftir að liðið hafði tryggt sér sigur í fyrirtækjabikar KKÍ 2005 með því að leggja Keflavík að velli í skemmtilegum úrslitaleik í Digranesi. Mikið jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins og liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik en Haukastúlkur höfðu tveggja stiga forskot 35-33 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum fór síðan að skilja á milli og Haukar náðu tökum á leiknum, voru þremur stigum yfir eftir þriðja leikhluta og voru síðan mun betri í þeim síðasta. Á endanum vann liðið sigur 77-63 og fékk Powerade-bikarinn í hendurnar eftir leikinn. Haukar eru með ungt og skemmtilegt lið og greinilegt að framtíðin í Hafnarfirðinum er ansi björt ef áfram verður haldið rétt á spöðunum. Keisha Tardy átti stórleik fyrir Hauka, gerði 28 stig, átti 24 fráköst og fimm stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir skoraði tuttugu stig og átti fjórtán fráköst. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með tuttugu stig. "Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik og þar af leiðandi misstum við þær of langt fram úr. Hittnin var ekki nægilega góð hjá okkur í seinni hálfleik, við fengum galopin skot sem voru bara ekki að detta. Engu að síður vorum við að spila vel næstum allan fyrri hálfleik en þegar tvö góð lið eru að spila þarf að halda haus allan leikinn. Baráttan var fín hjá okkur en því miður náðum við ekki að hanga í þeim. Haukar eru skrefinu á undan eins og er en við ætlum að laga leik okkar og ná að sigra þær í næstu viðureign," sagði Sverrir Þór Sverrison, þjálfari Keflavíkur.
Dominos-deild kvenna Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira