Vitundarvakning í umhverfismálum 1. desember 2005 05:00 Líklega hafa ýmsir vaknað til vitundar um mengandi áhrif umferðar á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Í fréttum var frá því sagt að magn tiltekinna efna hefði verið meira en góðu hófi gegndi og að á slíkum þurrum og köldum vetrardögum færi mengun frá útblæstri bifreiða og svifryk frá umferð yfir hámörk sem sett eru til verndar heilsu manna. Síðan fór að blása, en vindurinn blæs þessu að mestu á haf út - og lengi tekur víst sjórinn við. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á loftmengun og fleiru með kynningarátaki í haust. Það liggja fyrir upplýsingar um mengun og bent hefur verið á leiðir til úrbóta. Eitt er vistvænn (mjúkur) akstur, annað betra skipulag ferða (engir óþarfir skreppitúrar) og þriðja notkun strætó, reiðhjóla eða tveggja jafnfljótra fyrir þá sem það geta. Önnur atriði sem eru til athugunar er m.a. frekari takmörkun á notkun nagladekkja sem rífa upp malbikið og dreifa malbiksryki yfir umferðaræðar og nærliggjandi svæði. Svo þarf að huga að því hvernig við nýtum borgarlandið, en það er ótrúlegt að nær helmingur þess skuli fara undir umferðarmannvirki og tengd svæði. Aðventan er kannski ekki besti tíminn til breytinga í þessum efnum, því þá þurfa allir óhindrað að komast ferða sinna til að lenda ekki í jólakettinum. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna að áramótin eru líklega sá tími þegar loftmengun er hvað mest vegna flugeldagleði landsmanna. Ég hef hingað til lagt minn skerf til þeirra hluta og stutt mitt íþróttafélag, sem aflar tekna með flugeldasölu, í leiðinni. Um hver áramót togast á í mér annars vegar tryggðin við félagið og stráksleg gleðin við að framleiða sem mestan hávaða og læti og hins vegar nagandi samviska yfir þeirri mengun og sóðaskap sem þessu fylgir. Til þessa hafa tryggðin við félagið og stráksskapurinn haft yfirhöndina, en samviskan sækir þó í sig veðrið eftir því sem aldurinn færist yfir. Kannski ég fái mér risatertu til að skjóta upp um áramótin og láti hana verða hina síðustu! Höfundur er fulltrúi í umhverfisráði Reykjavíkurborgar og sækist eftir 3.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Líklega hafa ýmsir vaknað til vitundar um mengandi áhrif umferðar á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Í fréttum var frá því sagt að magn tiltekinna efna hefði verið meira en góðu hófi gegndi og að á slíkum þurrum og köldum vetrardögum færi mengun frá útblæstri bifreiða og svifryk frá umferð yfir hámörk sem sett eru til verndar heilsu manna. Síðan fór að blása, en vindurinn blæs þessu að mestu á haf út - og lengi tekur víst sjórinn við. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á loftmengun og fleiru með kynningarátaki í haust. Það liggja fyrir upplýsingar um mengun og bent hefur verið á leiðir til úrbóta. Eitt er vistvænn (mjúkur) akstur, annað betra skipulag ferða (engir óþarfir skreppitúrar) og þriðja notkun strætó, reiðhjóla eða tveggja jafnfljótra fyrir þá sem það geta. Önnur atriði sem eru til athugunar er m.a. frekari takmörkun á notkun nagladekkja sem rífa upp malbikið og dreifa malbiksryki yfir umferðaræðar og nærliggjandi svæði. Svo þarf að huga að því hvernig við nýtum borgarlandið, en það er ótrúlegt að nær helmingur þess skuli fara undir umferðarmannvirki og tengd svæði. Aðventan er kannski ekki besti tíminn til breytinga í þessum efnum, því þá þurfa allir óhindrað að komast ferða sinna til að lenda ekki í jólakettinum. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna að áramótin eru líklega sá tími þegar loftmengun er hvað mest vegna flugeldagleði landsmanna. Ég hef hingað til lagt minn skerf til þeirra hluta og stutt mitt íþróttafélag, sem aflar tekna með flugeldasölu, í leiðinni. Um hver áramót togast á í mér annars vegar tryggðin við félagið og stráksleg gleðin við að framleiða sem mestan hávaða og læti og hins vegar nagandi samviska yfir þeirri mengun og sóðaskap sem þessu fylgir. Til þessa hafa tryggðin við félagið og stráksskapurinn haft yfirhöndina, en samviskan sækir þó í sig veðrið eftir því sem aldurinn færist yfir. Kannski ég fái mér risatertu til að skjóta upp um áramótin og láti hana verða hina síðustu! Höfundur er fulltrúi í umhverfisráði Reykjavíkurborgar og sækist eftir 3.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun