Vitundarvakning í umhverfismálum 1. desember 2005 05:00 Líklega hafa ýmsir vaknað til vitundar um mengandi áhrif umferðar á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Í fréttum var frá því sagt að magn tiltekinna efna hefði verið meira en góðu hófi gegndi og að á slíkum þurrum og köldum vetrardögum færi mengun frá útblæstri bifreiða og svifryk frá umferð yfir hámörk sem sett eru til verndar heilsu manna. Síðan fór að blása, en vindurinn blæs þessu að mestu á haf út - og lengi tekur víst sjórinn við. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á loftmengun og fleiru með kynningarátaki í haust. Það liggja fyrir upplýsingar um mengun og bent hefur verið á leiðir til úrbóta. Eitt er vistvænn (mjúkur) akstur, annað betra skipulag ferða (engir óþarfir skreppitúrar) og þriðja notkun strætó, reiðhjóla eða tveggja jafnfljótra fyrir þá sem það geta. Önnur atriði sem eru til athugunar er m.a. frekari takmörkun á notkun nagladekkja sem rífa upp malbikið og dreifa malbiksryki yfir umferðaræðar og nærliggjandi svæði. Svo þarf að huga að því hvernig við nýtum borgarlandið, en það er ótrúlegt að nær helmingur þess skuli fara undir umferðarmannvirki og tengd svæði. Aðventan er kannski ekki besti tíminn til breytinga í þessum efnum, því þá þurfa allir óhindrað að komast ferða sinna til að lenda ekki í jólakettinum. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna að áramótin eru líklega sá tími þegar loftmengun er hvað mest vegna flugeldagleði landsmanna. Ég hef hingað til lagt minn skerf til þeirra hluta og stutt mitt íþróttafélag, sem aflar tekna með flugeldasölu, í leiðinni. Um hver áramót togast á í mér annars vegar tryggðin við félagið og stráksleg gleðin við að framleiða sem mestan hávaða og læti og hins vegar nagandi samviska yfir þeirri mengun og sóðaskap sem þessu fylgir. Til þessa hafa tryggðin við félagið og stráksskapurinn haft yfirhöndina, en samviskan sækir þó í sig veðrið eftir því sem aldurinn færist yfir. Kannski ég fái mér risatertu til að skjóta upp um áramótin og láti hana verða hina síðustu! Höfundur er fulltrúi í umhverfisráði Reykjavíkurborgar og sækist eftir 3.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Líklega hafa ýmsir vaknað til vitundar um mengandi áhrif umferðar á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Í fréttum var frá því sagt að magn tiltekinna efna hefði verið meira en góðu hófi gegndi og að á slíkum þurrum og köldum vetrardögum færi mengun frá útblæstri bifreiða og svifryk frá umferð yfir hámörk sem sett eru til verndar heilsu manna. Síðan fór að blása, en vindurinn blæs þessu að mestu á haf út - og lengi tekur víst sjórinn við. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á loftmengun og fleiru með kynningarátaki í haust. Það liggja fyrir upplýsingar um mengun og bent hefur verið á leiðir til úrbóta. Eitt er vistvænn (mjúkur) akstur, annað betra skipulag ferða (engir óþarfir skreppitúrar) og þriðja notkun strætó, reiðhjóla eða tveggja jafnfljótra fyrir þá sem það geta. Önnur atriði sem eru til athugunar er m.a. frekari takmörkun á notkun nagladekkja sem rífa upp malbikið og dreifa malbiksryki yfir umferðaræðar og nærliggjandi svæði. Svo þarf að huga að því hvernig við nýtum borgarlandið, en það er ótrúlegt að nær helmingur þess skuli fara undir umferðarmannvirki og tengd svæði. Aðventan er kannski ekki besti tíminn til breytinga í þessum efnum, því þá þurfa allir óhindrað að komast ferða sinna til að lenda ekki í jólakettinum. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna að áramótin eru líklega sá tími þegar loftmengun er hvað mest vegna flugeldagleði landsmanna. Ég hef hingað til lagt minn skerf til þeirra hluta og stutt mitt íþróttafélag, sem aflar tekna með flugeldasölu, í leiðinni. Um hver áramót togast á í mér annars vegar tryggðin við félagið og stráksleg gleðin við að framleiða sem mestan hávaða og læti og hins vegar nagandi samviska yfir þeirri mengun og sóðaskap sem þessu fylgir. Til þessa hafa tryggðin við félagið og stráksskapurinn haft yfirhöndina, en samviskan sækir þó í sig veðrið eftir því sem aldurinn færist yfir. Kannski ég fái mér risatertu til að skjóta upp um áramótin og láti hana verða hina síðustu! Höfundur er fulltrúi í umhverfisráði Reykjavíkurborgar og sækist eftir 3.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun