Allir verða að vera jafnir fyrir lögum 25. nóvember 2005 06:15 Kjarni umræðunnar um Baugs- og olíusamráðsmálin snýst um hvort allir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Þessi mál hafa reynt meira á íslenskt réttarkerfi en dæmi eru um - jafnvel svo að trúverðugleikinn er í húfi. Í vikunni tilkynnti ríkislögreglustjóri að rannsókn olíusamráðsmálsins væri lokið. Í tilkynningu embættisins kom fram að málið hafi verið sent ríkissaksóknara til frekari ákvörðunar. Það vakti sérstaka eftirtekt að embættið skyldi taka það sérstaklega fram af þessu tilefni að hugsanlega sé ekki rétt að ákæra í málinu, þrátt fyrir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að hundruð brota hafi verið framin, sem ýmist voru játuð eða staðfest á annan hátt. Marga setti hljóða við þessa athugasemd. Það hefur lengi tíðkast í skattamálum að fyrirtækjum er gerð sérstök sekt, auk þess sem einstaklingar þurfa að sæta ábyrgð, hugsanlega fangelsisvist vegna gjörða sinna. Hvers vegna skyldi hið sama ekki eiga við um samkeppnismál? Hvers vegna skyldu sakborningar í olíumálinu ekki bera sömu ábyrgð á gjörðum sínum einsog aðrir sem gerast brotlegir gagnvart lögum og reglum samfélagsins? Því hefur verið haldið fram að mannréttindaákvæði leggi bann við því að einstaklingar eigi að þurfa að þola tvöfalda rannsókn. Um þetta er það að segja að brot einstaklinga hafa aðeins verið rannsökuð á einum stað, þ.e. hjá ríkislögreglustjóra. Samkeppnisstofnun rannsakaði brot fyrirtækjanna. Hugsanlega verður fyrirtækjunum ekki gerð frekari refsing en sæta þeim stjórnvaldssektum sem þegar hafa verið ákveðnar, en það er algerlega vandkvæðalaust að höfða refsimál gegn yfirmönnum olíufélaganna. Annað er útúrsnúningur. Vegna farsans sem almenningur hefur orðið vitni að við rekstur og meðferð Baugsmálsins fyrir dómstólum er mikilvægt að refsivörslukerfið setji ekki frekar niður. Tilkynning eins og sú sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér um að óvíst sé að ákært verði í málinu, grefur undan trúverðugleika kerfisins. Það er ekki langt síðan einstaklingi var gerð 30 daga fangelsisrefsing sökum þess að hann hafði tekið kjötlæri ófrjálsri hendi. Almenningur má ekki líta svo á að eftir sem maður stelur meiru standi minni líkur til þess að hann verði látinn sæta refsiábyrgð. Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það út að tjón almennings af olíusamráðinu hafi numið mörgum tugum milljarða. Bresk samkeppnislög kveða á um að einstaklingar sem gerast sekir um samsæri gegn almenningi, einsog gerðist í olíumálinu, megi dæma í bann til að gegna ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu í allt að 10 ár. Það er rétt að skoða hvort setja eigi sambærilega reglu í íslensk lög. Hér á landi hefur það vakið athygli að einn helsti höfuðpaur olíumálsins hefur verið kosinn í stjórn fjármálafyrirtækis. Enn fremur var hann nýverið kosinn í stjórn útbreidds dagblaðs. Þetta var gert þrátt fyrir að í lögum um fjármálafyrirtæki sé tekið fram að þeir sem brjóta m.a. gegn samkeppnislögum, eða eru líklegir til að misnota aðstöðu sína sé ekki heimilt að sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í mínum huga er ljóst að Fjármálaeftirlitinu ber skylda til að skoða þetta mál sérstaklega. Það þarf vart að rökstyðja nauðsyn þess að traust ríki til fjármálastofnana, og allir jafnt háir sem lágir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Annað er óásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Kjarni umræðunnar um Baugs- og olíusamráðsmálin snýst um hvort allir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Þessi mál hafa reynt meira á íslenskt réttarkerfi en dæmi eru um - jafnvel svo að trúverðugleikinn er í húfi. Í vikunni tilkynnti ríkislögreglustjóri að rannsókn olíusamráðsmálsins væri lokið. Í tilkynningu embættisins kom fram að málið hafi verið sent ríkissaksóknara til frekari ákvörðunar. Það vakti sérstaka eftirtekt að embættið skyldi taka það sérstaklega fram af þessu tilefni að hugsanlega sé ekki rétt að ákæra í málinu, þrátt fyrir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að hundruð brota hafi verið framin, sem ýmist voru játuð eða staðfest á annan hátt. Marga setti hljóða við þessa athugasemd. Það hefur lengi tíðkast í skattamálum að fyrirtækjum er gerð sérstök sekt, auk þess sem einstaklingar þurfa að sæta ábyrgð, hugsanlega fangelsisvist vegna gjörða sinna. Hvers vegna skyldi hið sama ekki eiga við um samkeppnismál? Hvers vegna skyldu sakborningar í olíumálinu ekki bera sömu ábyrgð á gjörðum sínum einsog aðrir sem gerast brotlegir gagnvart lögum og reglum samfélagsins? Því hefur verið haldið fram að mannréttindaákvæði leggi bann við því að einstaklingar eigi að þurfa að þola tvöfalda rannsókn. Um þetta er það að segja að brot einstaklinga hafa aðeins verið rannsökuð á einum stað, þ.e. hjá ríkislögreglustjóra. Samkeppnisstofnun rannsakaði brot fyrirtækjanna. Hugsanlega verður fyrirtækjunum ekki gerð frekari refsing en sæta þeim stjórnvaldssektum sem þegar hafa verið ákveðnar, en það er algerlega vandkvæðalaust að höfða refsimál gegn yfirmönnum olíufélaganna. Annað er útúrsnúningur. Vegna farsans sem almenningur hefur orðið vitni að við rekstur og meðferð Baugsmálsins fyrir dómstólum er mikilvægt að refsivörslukerfið setji ekki frekar niður. Tilkynning eins og sú sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér um að óvíst sé að ákært verði í málinu, grefur undan trúverðugleika kerfisins. Það er ekki langt síðan einstaklingi var gerð 30 daga fangelsisrefsing sökum þess að hann hafði tekið kjötlæri ófrjálsri hendi. Almenningur má ekki líta svo á að eftir sem maður stelur meiru standi minni líkur til þess að hann verði látinn sæta refsiábyrgð. Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það út að tjón almennings af olíusamráðinu hafi numið mörgum tugum milljarða. Bresk samkeppnislög kveða á um að einstaklingar sem gerast sekir um samsæri gegn almenningi, einsog gerðist í olíumálinu, megi dæma í bann til að gegna ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu í allt að 10 ár. Það er rétt að skoða hvort setja eigi sambærilega reglu í íslensk lög. Hér á landi hefur það vakið athygli að einn helsti höfuðpaur olíumálsins hefur verið kosinn í stjórn fjármálafyrirtækis. Enn fremur var hann nýverið kosinn í stjórn útbreidds dagblaðs. Þetta var gert þrátt fyrir að í lögum um fjármálafyrirtæki sé tekið fram að þeir sem brjóta m.a. gegn samkeppnislögum, eða eru líklegir til að misnota aðstöðu sína sé ekki heimilt að sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í mínum huga er ljóst að Fjármálaeftirlitinu ber skylda til að skoða þetta mál sérstaklega. Það þarf vart að rökstyðja nauðsyn þess að traust ríki til fjármálastofnana, og allir jafnt háir sem lágir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Annað er óásættanlegt.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun