Lögheimili og menntun 25. nóvember 2005 06:00 Í tilefni nýlegrar reynslu minnar sé ég mig tilneydda til þess að rita nokkur orð um ágæti fyrrum sveitarfélags míns, Árborgar. Í haust fluttum ég og tvö börn mín, á leikskólaaldri, frá Selfossi. Ástæðan var sú að ég var að byrja nám við skóla úti á landi. Ég flutti aðeins aðsetur okkar þar sem ég hugðist búa í íbúð minni á Selfossi komandi sumar, vinna á Selfossi og nýta mér dagmæður eða leikskóla Árborgar fyrir börnin á meðan. Þar sem ég er námsmaður vissi ég að ég þurfti ekki að flytja lögheimili mitt, þar sem námsmenn eru undanskildir reglum um lögheimili. Engu að síður kom upp vandamál varðandi það vegna leikskóladvalar barnanna minna. Þar sem ég er einstæð og með fleiri en eitt barn á ég rétt á ákveðnu mótframlagi vegna leikskólagjalda frá sveitarfélagi mínu. Árborg er hinsvegar eitt af mjög fáum sveitarfélögum sem neita að taka þátt í mótframlagi til þeirra sem stunda nám annars staðar en í eigin sveitarfélagi. Flest öll sveitarfélög landsins eru hreinlega með gagnvirka samninga sín á milli um þessi mál en ekki Árborg. Hvers vegna? Það er stefna sveitarfélagsins. Einfalt virðist vera. En það flækir málin alveg heilmikið fyrir mig og aðra námsmenn með börn sem hyggjast mennta sig meira. Nám á háskólastigi er ekki í boði í Árborg þannig að þeir sem vilja mennta sig meira neyðast til að flytja í flestum tilfellum. Þessir einstaklingar hafa borgað þjónustugjöld til sveitarfélagsins til þess að njóta þeirrar þjónustu sem í boði er og hafa sennilega hugsað sér að nýta hana milli anna, samanber dagmömmur og leikskóla sem þarf að fara á biðlista til að geta nýtt auk þess að hafa heimilislækni á svæðinu og félagsþjónustu alls konar. Þessir einstaklingar eiga kannski líka fasteign á svæðinu, sem flækir gerð skattaskýrslu til muna þar sem þeir þurfa að flytja lögheimili fram og til baka á örfárra mánaða fresti. En það sem mér þótti einna verst við þessa aðstöðu var hversu illa gekk að fá almennileg svör frá félagsmáladeild og öðrum þeim sem ég hafði samband við. Það virtust vera einhver samantekin ráð um að svara sem minnstu til að gefa sem minnst tækifæri til rökræðna eða breytingar á svörum. Það var jafnvel oftar en einu sinni sem ég fékk ekki svar við tölvupósti sem ég hafði þó verið beðin um að senda fremur en að spyrja í gegnum síma. Að lokum fékk ég svör, en eins og áður sagði, einföld og óhnikandi. Þegar ég spurði hvort staðan væri þá sú að ég yrði annaðhvort að flytja lögheimili mitt á nokkurra mánaða fresti eða borga himinhá leikskólagjöld til að geta haldið lögheimili mínu í Árborg, var svarið: "Já, eða þú getur prufað að senda bréf til bæjarstjórnar til þess að þetta verði tekið upp einu sinni enn! Ég get hinsvegar ekki lofað jákvæðum viðbrögðum." Nú hef ég flutt lögheimili mitt og nýt ákveðinnar þjónustu í því sveitarfélagi. Viðbrögðin sem ég hef fengið þar eru til fyrirmyndar og hef ég jafnvel hugleitt að flytja alfarið meðan á námi stendur. Þangað til í haust hef ég verið mjög ánægð með að búa á Árborgarsvæðinu og var mjög sátt við þá ákvörðun mína að kaupa fasteign þar eftir að ég eignaðist börnin. Í dag er hinsvegar mjög fátt sem togar í mig aftur til Árborgar eftir þessi leiðinlegu viðbrögð sem ég átti alls ekki von á frá sveitarfélagi sem er í stöðugum vexti og virðist vera umhugað um að fá til sín fleiri íbúa. Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram þar sem atriði eins og leikskólagjöld geta haft mikið vægi í ákvörðun um flutning á nýjan stað og einnig vegna þess að það er mikilvægt að fjölskyldufólk viti hverju það á von á ef það ætlar sér að búa í Árborg en vera í námi annars staðar. Þetta er málefni sem mér finnst að bæjarstjórn Árborgar eigi að taka til alvarlegrar endurskoðunar, sérstaklega ef hugmyndin er að laða að menntað fólk í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í tilefni nýlegrar reynslu minnar sé ég mig tilneydda til þess að rita nokkur orð um ágæti fyrrum sveitarfélags míns, Árborgar. Í haust fluttum ég og tvö börn mín, á leikskólaaldri, frá Selfossi. Ástæðan var sú að ég var að byrja nám við skóla úti á landi. Ég flutti aðeins aðsetur okkar þar sem ég hugðist búa í íbúð minni á Selfossi komandi sumar, vinna á Selfossi og nýta mér dagmæður eða leikskóla Árborgar fyrir börnin á meðan. Þar sem ég er námsmaður vissi ég að ég þurfti ekki að flytja lögheimili mitt, þar sem námsmenn eru undanskildir reglum um lögheimili. Engu að síður kom upp vandamál varðandi það vegna leikskóladvalar barnanna minna. Þar sem ég er einstæð og með fleiri en eitt barn á ég rétt á ákveðnu mótframlagi vegna leikskólagjalda frá sveitarfélagi mínu. Árborg er hinsvegar eitt af mjög fáum sveitarfélögum sem neita að taka þátt í mótframlagi til þeirra sem stunda nám annars staðar en í eigin sveitarfélagi. Flest öll sveitarfélög landsins eru hreinlega með gagnvirka samninga sín á milli um þessi mál en ekki Árborg. Hvers vegna? Það er stefna sveitarfélagsins. Einfalt virðist vera. En það flækir málin alveg heilmikið fyrir mig og aðra námsmenn með börn sem hyggjast mennta sig meira. Nám á háskólastigi er ekki í boði í Árborg þannig að þeir sem vilja mennta sig meira neyðast til að flytja í flestum tilfellum. Þessir einstaklingar hafa borgað þjónustugjöld til sveitarfélagsins til þess að njóta þeirrar þjónustu sem í boði er og hafa sennilega hugsað sér að nýta hana milli anna, samanber dagmömmur og leikskóla sem þarf að fara á biðlista til að geta nýtt auk þess að hafa heimilislækni á svæðinu og félagsþjónustu alls konar. Þessir einstaklingar eiga kannski líka fasteign á svæðinu, sem flækir gerð skattaskýrslu til muna þar sem þeir þurfa að flytja lögheimili fram og til baka á örfárra mánaða fresti. En það sem mér þótti einna verst við þessa aðstöðu var hversu illa gekk að fá almennileg svör frá félagsmáladeild og öðrum þeim sem ég hafði samband við. Það virtust vera einhver samantekin ráð um að svara sem minnstu til að gefa sem minnst tækifæri til rökræðna eða breytingar á svörum. Það var jafnvel oftar en einu sinni sem ég fékk ekki svar við tölvupósti sem ég hafði þó verið beðin um að senda fremur en að spyrja í gegnum síma. Að lokum fékk ég svör, en eins og áður sagði, einföld og óhnikandi. Þegar ég spurði hvort staðan væri þá sú að ég yrði annaðhvort að flytja lögheimili mitt á nokkurra mánaða fresti eða borga himinhá leikskólagjöld til að geta haldið lögheimili mínu í Árborg, var svarið: "Já, eða þú getur prufað að senda bréf til bæjarstjórnar til þess að þetta verði tekið upp einu sinni enn! Ég get hinsvegar ekki lofað jákvæðum viðbrögðum." Nú hef ég flutt lögheimili mitt og nýt ákveðinnar þjónustu í því sveitarfélagi. Viðbrögðin sem ég hef fengið þar eru til fyrirmyndar og hef ég jafnvel hugleitt að flytja alfarið meðan á námi stendur. Þangað til í haust hef ég verið mjög ánægð með að búa á Árborgarsvæðinu og var mjög sátt við þá ákvörðun mína að kaupa fasteign þar eftir að ég eignaðist börnin. Í dag er hinsvegar mjög fátt sem togar í mig aftur til Árborgar eftir þessi leiðinlegu viðbrögð sem ég átti alls ekki von á frá sveitarfélagi sem er í stöðugum vexti og virðist vera umhugað um að fá til sín fleiri íbúa. Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram þar sem atriði eins og leikskólagjöld geta haft mikið vægi í ákvörðun um flutning á nýjan stað og einnig vegna þess að það er mikilvægt að fjölskyldufólk viti hverju það á von á ef það ætlar sér að búa í Árborg en vera í námi annars staðar. Þetta er málefni sem mér finnst að bæjarstjórn Árborgar eigi að taka til alvarlegrar endurskoðunar, sérstaklega ef hugmyndin er að laða að menntað fólk í framtíðinni.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun