Lögheimili og menntun 25. nóvember 2005 06:00 Í tilefni nýlegrar reynslu minnar sé ég mig tilneydda til þess að rita nokkur orð um ágæti fyrrum sveitarfélags míns, Árborgar. Í haust fluttum ég og tvö börn mín, á leikskólaaldri, frá Selfossi. Ástæðan var sú að ég var að byrja nám við skóla úti á landi. Ég flutti aðeins aðsetur okkar þar sem ég hugðist búa í íbúð minni á Selfossi komandi sumar, vinna á Selfossi og nýta mér dagmæður eða leikskóla Árborgar fyrir börnin á meðan. Þar sem ég er námsmaður vissi ég að ég þurfti ekki að flytja lögheimili mitt, þar sem námsmenn eru undanskildir reglum um lögheimili. Engu að síður kom upp vandamál varðandi það vegna leikskóladvalar barnanna minna. Þar sem ég er einstæð og með fleiri en eitt barn á ég rétt á ákveðnu mótframlagi vegna leikskólagjalda frá sveitarfélagi mínu. Árborg er hinsvegar eitt af mjög fáum sveitarfélögum sem neita að taka þátt í mótframlagi til þeirra sem stunda nám annars staðar en í eigin sveitarfélagi. Flest öll sveitarfélög landsins eru hreinlega með gagnvirka samninga sín á milli um þessi mál en ekki Árborg. Hvers vegna? Það er stefna sveitarfélagsins. Einfalt virðist vera. En það flækir málin alveg heilmikið fyrir mig og aðra námsmenn með börn sem hyggjast mennta sig meira. Nám á háskólastigi er ekki í boði í Árborg þannig að þeir sem vilja mennta sig meira neyðast til að flytja í flestum tilfellum. Þessir einstaklingar hafa borgað þjónustugjöld til sveitarfélagsins til þess að njóta þeirrar þjónustu sem í boði er og hafa sennilega hugsað sér að nýta hana milli anna, samanber dagmömmur og leikskóla sem þarf að fara á biðlista til að geta nýtt auk þess að hafa heimilislækni á svæðinu og félagsþjónustu alls konar. Þessir einstaklingar eiga kannski líka fasteign á svæðinu, sem flækir gerð skattaskýrslu til muna þar sem þeir þurfa að flytja lögheimili fram og til baka á örfárra mánaða fresti. En það sem mér þótti einna verst við þessa aðstöðu var hversu illa gekk að fá almennileg svör frá félagsmáladeild og öðrum þeim sem ég hafði samband við. Það virtust vera einhver samantekin ráð um að svara sem minnstu til að gefa sem minnst tækifæri til rökræðna eða breytingar á svörum. Það var jafnvel oftar en einu sinni sem ég fékk ekki svar við tölvupósti sem ég hafði þó verið beðin um að senda fremur en að spyrja í gegnum síma. Að lokum fékk ég svör, en eins og áður sagði, einföld og óhnikandi. Þegar ég spurði hvort staðan væri þá sú að ég yrði annaðhvort að flytja lögheimili mitt á nokkurra mánaða fresti eða borga himinhá leikskólagjöld til að geta haldið lögheimili mínu í Árborg, var svarið: "Já, eða þú getur prufað að senda bréf til bæjarstjórnar til þess að þetta verði tekið upp einu sinni enn! Ég get hinsvegar ekki lofað jákvæðum viðbrögðum." Nú hef ég flutt lögheimili mitt og nýt ákveðinnar þjónustu í því sveitarfélagi. Viðbrögðin sem ég hef fengið þar eru til fyrirmyndar og hef ég jafnvel hugleitt að flytja alfarið meðan á námi stendur. Þangað til í haust hef ég verið mjög ánægð með að búa á Árborgarsvæðinu og var mjög sátt við þá ákvörðun mína að kaupa fasteign þar eftir að ég eignaðist börnin. Í dag er hinsvegar mjög fátt sem togar í mig aftur til Árborgar eftir þessi leiðinlegu viðbrögð sem ég átti alls ekki von á frá sveitarfélagi sem er í stöðugum vexti og virðist vera umhugað um að fá til sín fleiri íbúa. Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram þar sem atriði eins og leikskólagjöld geta haft mikið vægi í ákvörðun um flutning á nýjan stað og einnig vegna þess að það er mikilvægt að fjölskyldufólk viti hverju það á von á ef það ætlar sér að búa í Árborg en vera í námi annars staðar. Þetta er málefni sem mér finnst að bæjarstjórn Árborgar eigi að taka til alvarlegrar endurskoðunar, sérstaklega ef hugmyndin er að laða að menntað fólk í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni nýlegrar reynslu minnar sé ég mig tilneydda til þess að rita nokkur orð um ágæti fyrrum sveitarfélags míns, Árborgar. Í haust fluttum ég og tvö börn mín, á leikskólaaldri, frá Selfossi. Ástæðan var sú að ég var að byrja nám við skóla úti á landi. Ég flutti aðeins aðsetur okkar þar sem ég hugðist búa í íbúð minni á Selfossi komandi sumar, vinna á Selfossi og nýta mér dagmæður eða leikskóla Árborgar fyrir börnin á meðan. Þar sem ég er námsmaður vissi ég að ég þurfti ekki að flytja lögheimili mitt, þar sem námsmenn eru undanskildir reglum um lögheimili. Engu að síður kom upp vandamál varðandi það vegna leikskóladvalar barnanna minna. Þar sem ég er einstæð og með fleiri en eitt barn á ég rétt á ákveðnu mótframlagi vegna leikskólagjalda frá sveitarfélagi mínu. Árborg er hinsvegar eitt af mjög fáum sveitarfélögum sem neita að taka þátt í mótframlagi til þeirra sem stunda nám annars staðar en í eigin sveitarfélagi. Flest öll sveitarfélög landsins eru hreinlega með gagnvirka samninga sín á milli um þessi mál en ekki Árborg. Hvers vegna? Það er stefna sveitarfélagsins. Einfalt virðist vera. En það flækir málin alveg heilmikið fyrir mig og aðra námsmenn með börn sem hyggjast mennta sig meira. Nám á háskólastigi er ekki í boði í Árborg þannig að þeir sem vilja mennta sig meira neyðast til að flytja í flestum tilfellum. Þessir einstaklingar hafa borgað þjónustugjöld til sveitarfélagsins til þess að njóta þeirrar þjónustu sem í boði er og hafa sennilega hugsað sér að nýta hana milli anna, samanber dagmömmur og leikskóla sem þarf að fara á biðlista til að geta nýtt auk þess að hafa heimilislækni á svæðinu og félagsþjónustu alls konar. Þessir einstaklingar eiga kannski líka fasteign á svæðinu, sem flækir gerð skattaskýrslu til muna þar sem þeir þurfa að flytja lögheimili fram og til baka á örfárra mánaða fresti. En það sem mér þótti einna verst við þessa aðstöðu var hversu illa gekk að fá almennileg svör frá félagsmáladeild og öðrum þeim sem ég hafði samband við. Það virtust vera einhver samantekin ráð um að svara sem minnstu til að gefa sem minnst tækifæri til rökræðna eða breytingar á svörum. Það var jafnvel oftar en einu sinni sem ég fékk ekki svar við tölvupósti sem ég hafði þó verið beðin um að senda fremur en að spyrja í gegnum síma. Að lokum fékk ég svör, en eins og áður sagði, einföld og óhnikandi. Þegar ég spurði hvort staðan væri þá sú að ég yrði annaðhvort að flytja lögheimili mitt á nokkurra mánaða fresti eða borga himinhá leikskólagjöld til að geta haldið lögheimili mínu í Árborg, var svarið: "Já, eða þú getur prufað að senda bréf til bæjarstjórnar til þess að þetta verði tekið upp einu sinni enn! Ég get hinsvegar ekki lofað jákvæðum viðbrögðum." Nú hef ég flutt lögheimili mitt og nýt ákveðinnar þjónustu í því sveitarfélagi. Viðbrögðin sem ég hef fengið þar eru til fyrirmyndar og hef ég jafnvel hugleitt að flytja alfarið meðan á námi stendur. Þangað til í haust hef ég verið mjög ánægð með að búa á Árborgarsvæðinu og var mjög sátt við þá ákvörðun mína að kaupa fasteign þar eftir að ég eignaðist börnin. Í dag er hinsvegar mjög fátt sem togar í mig aftur til Árborgar eftir þessi leiðinlegu viðbrögð sem ég átti alls ekki von á frá sveitarfélagi sem er í stöðugum vexti og virðist vera umhugað um að fá til sín fleiri íbúa. Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram þar sem atriði eins og leikskólagjöld geta haft mikið vægi í ákvörðun um flutning á nýjan stað og einnig vegna þess að það er mikilvægt að fjölskyldufólk viti hverju það á von á ef það ætlar sér að búa í Árborg en vera í námi annars staðar. Þetta er málefni sem mér finnst að bæjarstjórn Árborgar eigi að taka til alvarlegrar endurskoðunar, sérstaklega ef hugmyndin er að laða að menntað fólk í framtíðinni.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar