Reiður framkvæmdastjóri 18. nóvember 2005 06:00 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), Sigurður Jónsson, virðist hafa verið ævareiður þegar hann skrifaði grein í Fréttablaðið 9. nóvember. Reiðin beindist að ríkisskattstjóra, Indriða H. Þorlákssyni, fyrir ummæli hans um blekkingu verslunarinnar í auglýsingum um niðurfellingu virðisaukaskatts. Í framhaldinu hellir Sigurður úr skálum reiði sinnar yfir skattstjórann vegna komuverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Enn eina ferðina, heldur Sigurður því fram að fyrirkomulag á komuverslun í FLE sé siðlaus og ólögleg um leið og hann gengur erinda stórkaupmanna sem nú þegar eiga stóran hluta markaðarins hérlendis og vilja að sjálfsögðu LÍKA komast í kynni við þær tæpu tvær milljónir farþega sem leið munu eiga um FLE árlega. Í komuverslun Fríhafnarinnar í FLE er allur rekstur samkvæmt lögum og reglum þar að lútandi og mér finnst ósmekklegt að draga starfsmenn Fríhafnarinnar inn í umræðuna með þeim hætti sem gert er. Þeir vinna sitt verk samviskusamlega og hafa náð góðum árangri sem líklega fer fyrir brjóstið á þeim sem þarna vilja komast að. Þá er þessi skoðun Sigurðar, um samkeppni við verslun á höfuðborgarsvæðinu, æði langsótt, ef skoðuð er kauphegðun ferðalanga. Halda menn í alvöru, að þessi verslun og þar af leiðandi tekjurnar sem henni fylgja, flytjist ekki á aðra flugvelli ef komuverslun verður lögð niður, eins og Sigurður leggur til? Og ef komuverslun verður aflögð, verðum við af tekjum, sem flytjast til útlanda, ekki í vasa stórkaupmanna í landinu og allir tapa. Hvert ætlum við þá að sækja fjármagn til þess að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Jú, með aukinni skattheimtu á ferðalanga sem leið eiga um Flugstöðina, sem varla getur talist hvati í ferðaþjónustu. Það er því í þágu almannahagsmuna að reka komuverslun í FLE með því sniði sem nú er og því miður fyrir Sigurð og hans umbjóðendur hafa fleiri aðkomu að málinu en ríkið eitt og sér, því aflagning komuverslunar hefur neikvæð áhrif á fjölmarga aðila, ferðaþjónustuna innanlands, flugfélögin og ferðamennina sjálfa. Víða í kringum okkur, hafa verið opnaðar komuverslanir á flugvöllum, að okkar fyrirmynd, svo hér er ekki um einsdæmi að ræða. Þá bendi ég einnig á að í FLE er boðið upp á fyrsta flokks aðstöðu til endurgreiðslu virðisaukaskatts fyrir þá erlendu ferðamenn sem verslað hafa hjá umbjóðendum Sigurðar innanlands. Nú þegar er hafin framkvæmd við stækkun FLE og á komandi misserum verða opnaðar nýjar verslanir og boðið upp á fjölbreytta þjónustu sem í öllum tilfellum er rekin af einkaaðilum. Það hlýtur því að vera umhugsunarefni fyrir aðila SVÞ hvort framkvæmdastjórinn þeirra vinnur þeim gagn, með gífuryrðum, dónaskap og klárum rangfærslum. Óska ég samtökunum velfarnaðar og vona að Sigurði renni reiðin fyrir jól. Höfundur er stjórnarmaður í Fríhöfninni ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), Sigurður Jónsson, virðist hafa verið ævareiður þegar hann skrifaði grein í Fréttablaðið 9. nóvember. Reiðin beindist að ríkisskattstjóra, Indriða H. Þorlákssyni, fyrir ummæli hans um blekkingu verslunarinnar í auglýsingum um niðurfellingu virðisaukaskatts. Í framhaldinu hellir Sigurður úr skálum reiði sinnar yfir skattstjórann vegna komuverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Enn eina ferðina, heldur Sigurður því fram að fyrirkomulag á komuverslun í FLE sé siðlaus og ólögleg um leið og hann gengur erinda stórkaupmanna sem nú þegar eiga stóran hluta markaðarins hérlendis og vilja að sjálfsögðu LÍKA komast í kynni við þær tæpu tvær milljónir farþega sem leið munu eiga um FLE árlega. Í komuverslun Fríhafnarinnar í FLE er allur rekstur samkvæmt lögum og reglum þar að lútandi og mér finnst ósmekklegt að draga starfsmenn Fríhafnarinnar inn í umræðuna með þeim hætti sem gert er. Þeir vinna sitt verk samviskusamlega og hafa náð góðum árangri sem líklega fer fyrir brjóstið á þeim sem þarna vilja komast að. Þá er þessi skoðun Sigurðar, um samkeppni við verslun á höfuðborgarsvæðinu, æði langsótt, ef skoðuð er kauphegðun ferðalanga. Halda menn í alvöru, að þessi verslun og þar af leiðandi tekjurnar sem henni fylgja, flytjist ekki á aðra flugvelli ef komuverslun verður lögð niður, eins og Sigurður leggur til? Og ef komuverslun verður aflögð, verðum við af tekjum, sem flytjast til útlanda, ekki í vasa stórkaupmanna í landinu og allir tapa. Hvert ætlum við þá að sækja fjármagn til þess að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Jú, með aukinni skattheimtu á ferðalanga sem leið eiga um Flugstöðina, sem varla getur talist hvati í ferðaþjónustu. Það er því í þágu almannahagsmuna að reka komuverslun í FLE með því sniði sem nú er og því miður fyrir Sigurð og hans umbjóðendur hafa fleiri aðkomu að málinu en ríkið eitt og sér, því aflagning komuverslunar hefur neikvæð áhrif á fjölmarga aðila, ferðaþjónustuna innanlands, flugfélögin og ferðamennina sjálfa. Víða í kringum okkur, hafa verið opnaðar komuverslanir á flugvöllum, að okkar fyrirmynd, svo hér er ekki um einsdæmi að ræða. Þá bendi ég einnig á að í FLE er boðið upp á fyrsta flokks aðstöðu til endurgreiðslu virðisaukaskatts fyrir þá erlendu ferðamenn sem verslað hafa hjá umbjóðendum Sigurðar innanlands. Nú þegar er hafin framkvæmd við stækkun FLE og á komandi misserum verða opnaðar nýjar verslanir og boðið upp á fjölbreytta þjónustu sem í öllum tilfellum er rekin af einkaaðilum. Það hlýtur því að vera umhugsunarefni fyrir aðila SVÞ hvort framkvæmdastjórinn þeirra vinnur þeim gagn, með gífuryrðum, dónaskap og klárum rangfærslum. Óska ég samtökunum velfarnaðar og vona að Sigurði renni reiðin fyrir jól. Höfundur er stjórnarmaður í Fríhöfninni ehf.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun