Fordæmum pyndingar Bush- stjórnarinnar 17. nóvember 2005 04:00 Sífellt fleiri óhæfuverk Bandaríkjahers hafa komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum. Svo virðist sem bandarískir fjölmiðlar séu loksins að taka við sér og opna augun eftir að hafa gegnt lykilhlutverki í að sannfæra bandarískan almenning og fréttastofur Vesturlanda um réttmæti stríðsaðgerða síðustu ára eftir forskrift spunameistara Bush stjórnarinnar. Uppljóstranir The Washington Post um leynileg fangelsi sem notuðu eru í þeim tilgagni að fela handtekna menn fyrir þeim sem eiga að fylgjast með að þeir hljóti mannsæmandi meðferð eru ekkert annað en skelfileg staðfesting á því sem marga hefur grunað í nokkurn tíma. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar eru athygliverð. Neita tilvist slíkra fangelsa en fyrirskipa jafnframt rannsókn á því hver lak upplýsingunum um þau til blaðamanna The Washington Post. Í kjölfarið bárust fréttir í fréttaritinu Time af handtöku Manadel al-Jamadi, uppreisnarmanns sem talinn var tengjast sprengingum í Bagdad. Eftir að hafa verið yfirheyrður í 90 mínútur, í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi, var hann úrskurðaður látinn vegna köfnunar og af áverkum af völdum bareflis samkvæmt krufningarskýrslum sem blaðið hefur undir höndum. Síðar birtust myndir á netinu af hermönnum brosandi yfir líkinu. Leyniþjónustumaðurinn Mark Swanner sem yfirheyrði manninn kannast ekki við neitt og starfar enn fyrir CIA. Við fréttir sem þessar, sem virðast byggðar á nokkuð áreiðanlegum heimildum, er ekki nema von að tvær grímur renni á þá sem stutt hafa einarðlega allar aðgerðir sem varða stríð gegn hryðjuverkum. Enda er svo komið að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum eru loksins að vakna upp af þyrnirósarsvefni sínum gagnvart framgöngu hersins í Írak og víðar. Öldungardeildarþingmaðurinn John MCain, sem sjálfur var pyntaður í Víetnamstríðinu, lýsti því til dæmis yfir fyrir skömmu að pyntingar ættu ekki að líðast af hálfu Bandríkjahers. Stjórnmálin eru komin heldur lengra í Bretlandi þar sem senn hyllir undir endalok ferils Tony Blair eftir að þingið hafnaði tillögu stjórnarinnar um að ganga á borgaraleg réttindi til varnar hryðjuverkum. Til marks um hversu úr takti við raunveruleikann forsætisráðherrann breski virðist orðinn lét hann hafa eftir sér að það væri í góðu lagi að tapa atkvæðagreiðslu ef maður hefði góðan málstað. Málstaður sá að heimila fangelsun fólks án sérstakrar ástæðu í allt að þrjá mánuði. Út af standa viðbrögð Íslendinga við göslaralegri framgöngu haukanna í Washington. Við getum ekki látið það óátalið að hluti af hernaðaraðgerðum sem ríkisstjórnin styður felist í að kæfa handtekna menn með plastpoka og birta myndir af stirðnuðum búk þess handtekna með glottandi böðlunum. Er ekki kominn tími til þess að Íslendingar mótmæli með formlegum hætti við bandarísk stjórnvöld framgöngu þeirra í hryðjuverkastríðinu? Þögnin er ekkert annað en aumlegt samþykki við því að fótum séu troðin grunngildi vestrænna þjóða. Gildi sem hryðjuverkastríðið snérist upphaflega um að vernda fyrir óðum öfgamönnum. Höfundur er laganemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri óhæfuverk Bandaríkjahers hafa komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum. Svo virðist sem bandarískir fjölmiðlar séu loksins að taka við sér og opna augun eftir að hafa gegnt lykilhlutverki í að sannfæra bandarískan almenning og fréttastofur Vesturlanda um réttmæti stríðsaðgerða síðustu ára eftir forskrift spunameistara Bush stjórnarinnar. Uppljóstranir The Washington Post um leynileg fangelsi sem notuðu eru í þeim tilgagni að fela handtekna menn fyrir þeim sem eiga að fylgjast með að þeir hljóti mannsæmandi meðferð eru ekkert annað en skelfileg staðfesting á því sem marga hefur grunað í nokkurn tíma. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar eru athygliverð. Neita tilvist slíkra fangelsa en fyrirskipa jafnframt rannsókn á því hver lak upplýsingunum um þau til blaðamanna The Washington Post. Í kjölfarið bárust fréttir í fréttaritinu Time af handtöku Manadel al-Jamadi, uppreisnarmanns sem talinn var tengjast sprengingum í Bagdad. Eftir að hafa verið yfirheyrður í 90 mínútur, í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi, var hann úrskurðaður látinn vegna köfnunar og af áverkum af völdum bareflis samkvæmt krufningarskýrslum sem blaðið hefur undir höndum. Síðar birtust myndir á netinu af hermönnum brosandi yfir líkinu. Leyniþjónustumaðurinn Mark Swanner sem yfirheyrði manninn kannast ekki við neitt og starfar enn fyrir CIA. Við fréttir sem þessar, sem virðast byggðar á nokkuð áreiðanlegum heimildum, er ekki nema von að tvær grímur renni á þá sem stutt hafa einarðlega allar aðgerðir sem varða stríð gegn hryðjuverkum. Enda er svo komið að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum eru loksins að vakna upp af þyrnirósarsvefni sínum gagnvart framgöngu hersins í Írak og víðar. Öldungardeildarþingmaðurinn John MCain, sem sjálfur var pyntaður í Víetnamstríðinu, lýsti því til dæmis yfir fyrir skömmu að pyntingar ættu ekki að líðast af hálfu Bandríkjahers. Stjórnmálin eru komin heldur lengra í Bretlandi þar sem senn hyllir undir endalok ferils Tony Blair eftir að þingið hafnaði tillögu stjórnarinnar um að ganga á borgaraleg réttindi til varnar hryðjuverkum. Til marks um hversu úr takti við raunveruleikann forsætisráðherrann breski virðist orðinn lét hann hafa eftir sér að það væri í góðu lagi að tapa atkvæðagreiðslu ef maður hefði góðan málstað. Málstaður sá að heimila fangelsun fólks án sérstakrar ástæðu í allt að þrjá mánuði. Út af standa viðbrögð Íslendinga við göslaralegri framgöngu haukanna í Washington. Við getum ekki látið það óátalið að hluti af hernaðaraðgerðum sem ríkisstjórnin styður felist í að kæfa handtekna menn með plastpoka og birta myndir af stirðnuðum búk þess handtekna með glottandi böðlunum. Er ekki kominn tími til þess að Íslendingar mótmæli með formlegum hætti við bandarísk stjórnvöld framgöngu þeirra í hryðjuverkastríðinu? Þögnin er ekkert annað en aumlegt samþykki við því að fótum séu troðin grunngildi vestrænna þjóða. Gildi sem hryðjuverkastríðið snérist upphaflega um að vernda fyrir óðum öfgamönnum. Höfundur er laganemi.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun