Hvert á að stefna og hver á að stjórna? - Birgir Finnbogason 3. nóvember 2005 06:00 Þeirri staðhæfingu er oft haldið fram að ferskur andblær komi með nýju og ekki síst ungu fólki. Einkum heyrist þetta þegar menn vilja komast til valda og reyna með þessari fullyrðingu að fylkja liði í kringum sig. Víst er það að oft er nauðsynlegt að skipta út forystu, en það verður ávallt að hafa í huga hver tilgangurinn er og hvaða markmiðum á að ná. Að sjálfsögðu þarf sá sem til forystu er valinn að hafa fleiri kosti en þá að vera "nýr" og ungur. Hann þarf að hafa tiltrú samverkamanna sinna og hafa burði til að yfirstíga þær hindranir sem í vegi verða. Því er það ekki alltaf svo að hinn "nýi" og "ferski" leiðtogi sé heppilegastur. Leiðtoginn þarf að hafa hæfileika til að vinna sínum hugmyndum fylgi, hafa traust, geta drifið fólk með sér og hafa styrk til að taka erfiðar ákvarðanir. Leiðtoginn getur ekki alltaf ráðið því hverjir veljast með honum til að stjórna. Það á bæði við þegar hópur fólks er valinn á framboðslista stjórnmálaflokka og einnig á þetta við hjá félögum í einkarekstri. Það er tekist á um það hver eða hverjir fái að draga vagninn og hvaða leiðir eða stefnu skuli taka til að ná settum markmiðum. Samhentur hópur æðstu stjórnenda er líklegri til að ná góðum árangri en ósamstíga hópur sem þarf að una málamiðlunum í mörgum mikilvægum málum. En það að þessir kjörnu aðilar geti unnið saman dugar ekki eitt og sér til að ná settu marki. Það þarf stjórnendur til að framfylgja stefnunni. Stjórnendur sem hafa skilning á þeirri stefnu og markmiðum sem hinir kjörnu aðilar hafa sett. Stundum virðist sem stjórnendum takist ekki að skilja þá stefnu sem hefur verið boðuð, séu ósammála henni eða hafi ekki getu til að framfylgja henni. Þá skiptir máli að þeir sem kjörnir eru til forystunnar greini þá veikleika strax og geri nauðsynlegar breytingar í stjórnendaliði sínu. Þá reynir á hæfni leiðtogans, hvort sem hún byggir á áunninni þekkingu vegna langrar reynslu, lærðri þekkingu eða meðfæddu innsæi. Yfirleitt þvælist það ekki fyrir leiðtogum fyrirtækjum í einkarekstri að taka nauðsynlegar ákvarðanir í þessum efnum. En það virðist oft erfiðara og viðkvæmara þegar um opinbera aðila er að ræða. Því er líklegt að yfirgripsmikil þekking á því umhverfi sem kjörinn fulltrúi til opinbera starfa hefur gefi honum forskot sem eðlilegt er að taka tillit til þegar um val á leiðtoga er að ræða. Höfundur er endurskoðandi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Sjá meira
Þeirri staðhæfingu er oft haldið fram að ferskur andblær komi með nýju og ekki síst ungu fólki. Einkum heyrist þetta þegar menn vilja komast til valda og reyna með þessari fullyrðingu að fylkja liði í kringum sig. Víst er það að oft er nauðsynlegt að skipta út forystu, en það verður ávallt að hafa í huga hver tilgangurinn er og hvaða markmiðum á að ná. Að sjálfsögðu þarf sá sem til forystu er valinn að hafa fleiri kosti en þá að vera "nýr" og ungur. Hann þarf að hafa tiltrú samverkamanna sinna og hafa burði til að yfirstíga þær hindranir sem í vegi verða. Því er það ekki alltaf svo að hinn "nýi" og "ferski" leiðtogi sé heppilegastur. Leiðtoginn þarf að hafa hæfileika til að vinna sínum hugmyndum fylgi, hafa traust, geta drifið fólk með sér og hafa styrk til að taka erfiðar ákvarðanir. Leiðtoginn getur ekki alltaf ráðið því hverjir veljast með honum til að stjórna. Það á bæði við þegar hópur fólks er valinn á framboðslista stjórnmálaflokka og einnig á þetta við hjá félögum í einkarekstri. Það er tekist á um það hver eða hverjir fái að draga vagninn og hvaða leiðir eða stefnu skuli taka til að ná settum markmiðum. Samhentur hópur æðstu stjórnenda er líklegri til að ná góðum árangri en ósamstíga hópur sem þarf að una málamiðlunum í mörgum mikilvægum málum. En það að þessir kjörnu aðilar geti unnið saman dugar ekki eitt og sér til að ná settu marki. Það þarf stjórnendur til að framfylgja stefnunni. Stjórnendur sem hafa skilning á þeirri stefnu og markmiðum sem hinir kjörnu aðilar hafa sett. Stundum virðist sem stjórnendum takist ekki að skilja þá stefnu sem hefur verið boðuð, séu ósammála henni eða hafi ekki getu til að framfylgja henni. Þá skiptir máli að þeir sem kjörnir eru til forystunnar greini þá veikleika strax og geri nauðsynlegar breytingar í stjórnendaliði sínu. Þá reynir á hæfni leiðtogans, hvort sem hún byggir á áunninni þekkingu vegna langrar reynslu, lærðri þekkingu eða meðfæddu innsæi. Yfirleitt þvælist það ekki fyrir leiðtogum fyrirtækjum í einkarekstri að taka nauðsynlegar ákvarðanir í þessum efnum. En það virðist oft erfiðara og viðkvæmara þegar um opinbera aðila er að ræða. Því er líklegt að yfirgripsmikil þekking á því umhverfi sem kjörinn fulltrúi til opinbera starfa hefur gefi honum forskot sem eðlilegt er að taka tillit til þegar um val á leiðtoga er að ræða. Höfundur er endurskoðandi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun