Eyðsla fólks í ágúst á við jólamánuð í fyrra 1. nóvember 2005 06:30 Íslendingar hafa aldrei notað greiðslukortin sín jafnmikið og í ár. Reikna má með því að greiðslukortafærslur Íslendinga í desember verði að minnsta kosti fjórum milljörðum króna hærri en í desember í fyrra. Eyðslan í desember verður tæpir 37 milljarðar, eða um 120 þúsund krónur á hvern Íslending. Íslendingar hafa aldrei eytt jafnmiklum fjármunum og þeir gerðu fyrstu níu mánuði ársins ef rýnt er í tölur frá Hagstofu Íslands yfir greiðslukortafærslur. Ekki eru teknar með úttektir úr hraðbönkum eða greiðslur í bönkum. Mestu munar um þá miklu fjármuni sem Íslendingar reiddu af hendi í ágúst síðastliðnum því ef horft er til debet- og kreditkortafærslna frá því í ágúst samsvarar samanlögð upphæð sem Íslendingar eyddu í ágúst nánast því sem Íslendingar eyddu fyrir jólin í fyrra, sem þó var metmánuður. Eyðsla Íslendinga í ágúst var rúmir 33,3 milljarðar króna. Í desember í fyrra eyddi þjóðarinnar 32,2 milljörðum á verðlagi ágústmánaðar og var eyðslan því rúmum milljarði hærri í ágúst en í desember. Fyrstu níu mánuði ársins voru greiðslukortafærslur Íslendinga um 275 milljarðar króna og er það rúmum 33 milljörðum krónum meira en á sama tímabili í fyrra, á verðlagi dagsins í dag. Íslendingar eyddu að meðaltali 30,5 milljörðum á mánuði það sem af er árinu en í fyrra var eyðslan 26,8 milljarðar á mánuði. Aukningin frá ári til árs fyrstu níu mánuðina er um fjórtán prósent en frá árinu 2000 hefur aukningin á milli ára aldrei verið hærri en átta prósent. Aukningin er því tvöfalt meiri en það sem mest var á síðustu fimm árum og nær fjórfalt meiri en á milli áranna 2003 og 2004, þegar hún var fjögur prósent. Miðað við þetta má búast við meteyðslu fyrir næstu jól. Eyðsla í desember hefur síðustu fimm ár að meðaltali verið rúmum 19 prósentum hærri en hún er að jafnaði á mánuði fyrstu níu mánuði ársins. Meðaltalseyðsla þessa árs bendir því til þess að Íslendingar muni eyða 36,5 milljörðum króna í desember, eða um fjórum milljörðum meira en í desember í fyrra. Það samsvarar rúmum 120 þúsund krónum í greiðslukortafærslur á hvern Íslending í desember. Innlent Viðskipti Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sjá meira
Íslendingar hafa aldrei eytt jafnmiklum fjármunum og þeir gerðu fyrstu níu mánuði ársins ef rýnt er í tölur frá Hagstofu Íslands yfir greiðslukortafærslur. Ekki eru teknar með úttektir úr hraðbönkum eða greiðslur í bönkum. Mestu munar um þá miklu fjármuni sem Íslendingar reiddu af hendi í ágúst síðastliðnum því ef horft er til debet- og kreditkortafærslna frá því í ágúst samsvarar samanlögð upphæð sem Íslendingar eyddu í ágúst nánast því sem Íslendingar eyddu fyrir jólin í fyrra, sem þó var metmánuður. Eyðsla Íslendinga í ágúst var rúmir 33,3 milljarðar króna. Í desember í fyrra eyddi þjóðarinnar 32,2 milljörðum á verðlagi ágústmánaðar og var eyðslan því rúmum milljarði hærri í ágúst en í desember. Fyrstu níu mánuði ársins voru greiðslukortafærslur Íslendinga um 275 milljarðar króna og er það rúmum 33 milljörðum krónum meira en á sama tímabili í fyrra, á verðlagi dagsins í dag. Íslendingar eyddu að meðaltali 30,5 milljörðum á mánuði það sem af er árinu en í fyrra var eyðslan 26,8 milljarðar á mánuði. Aukningin frá ári til árs fyrstu níu mánuðina er um fjórtán prósent en frá árinu 2000 hefur aukningin á milli ára aldrei verið hærri en átta prósent. Aukningin er því tvöfalt meiri en það sem mest var á síðustu fimm árum og nær fjórfalt meiri en á milli áranna 2003 og 2004, þegar hún var fjögur prósent. Miðað við þetta má búast við meteyðslu fyrir næstu jól. Eyðsla í desember hefur síðustu fimm ár að meðaltali verið rúmum 19 prósentum hærri en hún er að jafnaði á mánuði fyrstu níu mánuði ársins. Meðaltalseyðsla þessa árs bendir því til þess að Íslendingar muni eyða 36,5 milljörðum króna í desember, eða um fjórum milljörðum meira en í desember í fyrra. Það samsvarar rúmum 120 þúsund krónum í greiðslukortafærslur á hvern Íslending í desember.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sjá meira