Innlent

Nýjar veðurspár birtar strax

Breytingar á útgáfutíma veður­spáa hjá Veðurstofu Íslands taka gildi í dag. "Breytingar eru gerðar til að laga gerð og miðlun veðurspáa að þeim tímum sem nýjustu tölvu­reikn­aðar veður­spár eru til­bún­ar," segir á vef stofn­unar­inn­ar. Nýjar spár eru birtar strax á vef Veður­stof­unn­ar, www.vedur.is, á texta­varpi Ríkisútvarps­ins og í sím­svara Veður­stof­unnar (902-0600).

Í veður­fregna­tíma á Rás 1 klukk­an 16:08 verður einnig veður­lýs­ing fyrir nokk­rar strand­stöðvar í kring­um land­ið ásamt stutt­ri land­spá og veður­horf­um næstu daga. "Lestur stutt­ra veður­spáa á RÚV verður með óbreyttu sniði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×