Hefðin er engin hefð 27. desember 2004 00:01 "Við förum stundum út á land til tengdafjölskyldunnar þar sem eru engir flugeldar því það myndi hræða hrossin," segir Dofri Hermannsson leikari og nemi. "Annars erum við svona til skiptis hérna í bænum og má í raun segja að hefðin sé að það er engin hefð á áramótunum hjá okkur," segir Dorfi, en í ár fer hann með fjölskylduna til vinafólks í Gautaborg þar sem sænskt jólahlaðborð verður á borðum á gamlárskvöld. "Við komum með eitthvert góðgæti frá Íslandi, eitthvað svona dæmigert sem Íslendingar í útlöndum vilja fá," segir Dofri. Hann hlakkar mikið til ferðarinnar en hefur pínulitlar áhyggjur af fjölskylduhundinum sem verður skilinn eftir á Íslandi. "Það á eftir að ákveða hvar hann verður, en ég hugsa að flugeldarnir eigi ekki eftir að fara vel í hann," segir Dofri. Hann segist ekkert vera sérstaklega óður í flugelda en á hverju ári sé hann þakklátur þeim sem kaupa flugeldana. "Ég stórgræði á hinum og er alltaf jafn glaður að sjá hvað margir eru til í að borga fyrir þetta," segir Dofri hlæjandi. "Öll áramót eru eftirminnileg eftir að maður hætti að fara niður í bæ að djamma," segir hann aðspurður hvort einhver áramótin standi upp úr í minningunni. Hvað áramótaheit varðar segist hann yfirleitt ekki strengja nein formleg heit. "Ég lofa stundum svona inni í mér að ég ætli að verða betri maður á næsta ári en passa mig að segja það ekki upphátt," segir Dofri sem er viss um að næsta ár verði gott ár. Jól Áramót Mest lesið Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Jólagjafir íslenskra vinnustaða: Gjafabréf á gjafabréf ofan Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Jól Efla jólastemningu í Hafnarfirði með vistvænu skautasvelli Jól Brúnaðar kartöflur eru Everest kartöflurétta Jól „Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
"Við förum stundum út á land til tengdafjölskyldunnar þar sem eru engir flugeldar því það myndi hræða hrossin," segir Dofri Hermannsson leikari og nemi. "Annars erum við svona til skiptis hérna í bænum og má í raun segja að hefðin sé að það er engin hefð á áramótunum hjá okkur," segir Dorfi, en í ár fer hann með fjölskylduna til vinafólks í Gautaborg þar sem sænskt jólahlaðborð verður á borðum á gamlárskvöld. "Við komum með eitthvert góðgæti frá Íslandi, eitthvað svona dæmigert sem Íslendingar í útlöndum vilja fá," segir Dofri. Hann hlakkar mikið til ferðarinnar en hefur pínulitlar áhyggjur af fjölskylduhundinum sem verður skilinn eftir á Íslandi. "Það á eftir að ákveða hvar hann verður, en ég hugsa að flugeldarnir eigi ekki eftir að fara vel í hann," segir Dofri. Hann segist ekkert vera sérstaklega óður í flugelda en á hverju ári sé hann þakklátur þeim sem kaupa flugeldana. "Ég stórgræði á hinum og er alltaf jafn glaður að sjá hvað margir eru til í að borga fyrir þetta," segir Dofri hlæjandi. "Öll áramót eru eftirminnileg eftir að maður hætti að fara niður í bæ að djamma," segir hann aðspurður hvort einhver áramótin standi upp úr í minningunni. Hvað áramótaheit varðar segist hann yfirleitt ekki strengja nein formleg heit. "Ég lofa stundum svona inni í mér að ég ætli að verða betri maður á næsta ári en passa mig að segja það ekki upphátt," segir Dofri sem er viss um að næsta ár verði gott ár.
Jól Áramót Mest lesið Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Jólagjafir íslenskra vinnustaða: Gjafabréf á gjafabréf ofan Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Jól Efla jólastemningu í Hafnarfirði með vistvænu skautasvelli Jól Brúnaðar kartöflur eru Everest kartöflurétta Jól „Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira