Glæpavettvangurinn heimsóttur 23. desember 2004 00:01 Morð, dularfullur hlerunarbúnaður, syndir fortíðar og íslenskir lögreglumenn koma við sögu í vinsælustu bókinni á markaðnum fyrir þessi jól. Fréttamaður Stöðvar 2 heimsótti vettvang glæpsins í dag. Vísindamaður á vegum Orkustofnunar finnur beinagrind við norðurhluta Kleifarvatns. Þannig hefst atburðarásin í sögunni sem kennd er við vatnið, nýjustu bók metsöluhöfundarins Arnaldar Indriðasonar. Lögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson er þar enn á ný í aðalhlutverki með félögum sínum. Í þetta skiptið blandast inn í ævintýri íslenskra stúdenta í borginni Leipzig í gamla Austur-Þýskalandi á sjötta áratug síðustu haldar, þegar Kalda stríðið stóð sem hæst. Sagan segir að einn af hverjum tíu íbúum borgarinnar hafi með einum eða öðrum hætti starfað fyrir öryggislögregluna illræmdu, Stasi. Velgengni Erlendar er velgengni Arnaldar sem hefur líklega sannað svo að ekki verður um villst að hægt er að skrifa íslenskar sakamálasögur með góðum árangri. Varla seldust bækur hans annars í metupplagi og verið þýddar á erlendar tungur - til að mynda þýsku - sem leiðir hugann að því hvernig Þjóðverjar taka sögu sem gerist í þeirra eigin bakgarði.Kleifarvatn er langvinsælasta bókin. Hún hefur selst í yfir 20 þúsundum eintökum. En það eru fleiri bækur sem rata í jólapakkana hjá bókaþjóðinni Samkvæmt lista Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, félag bókaútgefenda og fleiri, er röðin þessi miðað við vikuna 14.-20. desember: Kleifarvatn trónir á toppnum, eina erlenda bókin, Belladonnaskjalið, er í öðru sæti, Öðruvísi fjölskylda Guðrúnar Helgadóttur er í þriðja, Barn að eilífu eftir Sigmund Erni er í fjórða sæti og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í því fimmta. Annar listi er sölulisti Pennans-Eymundssonar fyrir vikuna 15.-21. desember. Aftur er Kleifarvatn efst, Sakleysingjar Ólafs Jóhanns koma næstir, Baróninn eftir Þórarin Eldjárn er í þriðja sæti, Belladonnaskjalið í því fjórða og Da Vinci lykillinn í því fimmta. Endanlegar sölutölur fyrir allt árið verða svo birtar eftir áramótin og þá er betur hægt að gera sér grein fyrir því hvaða bækur bókaþjóðin rýndi í á þessu ári. Bókmenntir Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Morð, dularfullur hlerunarbúnaður, syndir fortíðar og íslenskir lögreglumenn koma við sögu í vinsælustu bókinni á markaðnum fyrir þessi jól. Fréttamaður Stöðvar 2 heimsótti vettvang glæpsins í dag. Vísindamaður á vegum Orkustofnunar finnur beinagrind við norðurhluta Kleifarvatns. Þannig hefst atburðarásin í sögunni sem kennd er við vatnið, nýjustu bók metsöluhöfundarins Arnaldar Indriðasonar. Lögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson er þar enn á ný í aðalhlutverki með félögum sínum. Í þetta skiptið blandast inn í ævintýri íslenskra stúdenta í borginni Leipzig í gamla Austur-Þýskalandi á sjötta áratug síðustu haldar, þegar Kalda stríðið stóð sem hæst. Sagan segir að einn af hverjum tíu íbúum borgarinnar hafi með einum eða öðrum hætti starfað fyrir öryggislögregluna illræmdu, Stasi. Velgengni Erlendar er velgengni Arnaldar sem hefur líklega sannað svo að ekki verður um villst að hægt er að skrifa íslenskar sakamálasögur með góðum árangri. Varla seldust bækur hans annars í metupplagi og verið þýddar á erlendar tungur - til að mynda þýsku - sem leiðir hugann að því hvernig Þjóðverjar taka sögu sem gerist í þeirra eigin bakgarði.Kleifarvatn er langvinsælasta bókin. Hún hefur selst í yfir 20 þúsundum eintökum. En það eru fleiri bækur sem rata í jólapakkana hjá bókaþjóðinni Samkvæmt lista Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, félag bókaútgefenda og fleiri, er röðin þessi miðað við vikuna 14.-20. desember: Kleifarvatn trónir á toppnum, eina erlenda bókin, Belladonnaskjalið, er í öðru sæti, Öðruvísi fjölskylda Guðrúnar Helgadóttur er í þriðja, Barn að eilífu eftir Sigmund Erni er í fjórða sæti og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í því fimmta. Annar listi er sölulisti Pennans-Eymundssonar fyrir vikuna 15.-21. desember. Aftur er Kleifarvatn efst, Sakleysingjar Ólafs Jóhanns koma næstir, Baróninn eftir Þórarin Eldjárn er í þriðja sæti, Belladonnaskjalið í því fjórða og Da Vinci lykillinn í því fimmta. Endanlegar sölutölur fyrir allt árið verða svo birtar eftir áramótin og þá er betur hægt að gera sér grein fyrir því hvaða bækur bókaþjóðin rýndi í á þessu ári.
Bókmenntir Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira