Finnur postulínsmuni fyrir fólk 23. desember 2004 00:01 "Ég er með litla antíkverslun í kjallara í Skipasundi 82 í Reykjavík þar sem ég sel antíkborðbúnað. Síðan tek ég líka að mér að leita uppi gömul stell. Það er ekki mikil traffík í versluninni en leitarþjónustan er heldur betur að hlaða utan á sig. Áhugasamir geta því haft samband við mig og ég get fundið það sem vantar inn í stellin fyrir þá. Ég held að ég sé sú eina á Íslandi sem býð upp á svona þjónustu. Ég er með sambönd í Danmörku og Bretlandi en antíkmarkaðurinn er gríðarlega stór. Ég var að leita á netinu að aðilum sem ég gæti keypt af þegar ég rakst á vöruhús í Bretlandi sem sérhæfir sig í gömlu postulíni. Ég ákvað að fara að heimsækja fyrirtækið sem var gjörsamlega ótrúleg upplifun. Það var nýbúið að vera umfjöllun um vöruhúsið í The Telegraph og því var alveg brjálað að gera hjá þeim," segir Ester sem getur varla fært það í orð hve hrifin hún er af póstversluninni. "Þarna eru kílómetrar af hillum með bresku postulíni síðustu fimmtíu ára. Þarna vinna þrjátíu konur og einn karlmaður og allt er handvætt - þau eru ekki einu sinni með ritvél. Þau eru með eina og hálfa milljón muna og allt er handskráð í möppur og númerað eftir munstrum. Þetta er gamaldags bókhald og mjög hægvirkt en þessi eini karlmaður á að tölvuvæða allt saman." Mikil gæðastjórnun er í póstversluninni og munirnir skoðaðir í þaula eins og Ester komst að. "Þau skoða alla muni gaumgæfilega og senda ekkert út úr húsi nema það sé hundrað prósent í lagi. Síðan pakka þær yfir sig eins og þær segja en þær pakka hverjum mun afskaplega vel inn. Þeim fannst mjög spennandi að fá heimsókn frá Íslandi og gáfu sér tíma í öllu amstrinu að tala við mig og fræðast um mitt starf. Ég var þarna í þrjá tíma en þær voru svo hrifnar af Íslandi að þær beina öllum fyrirspurnum um postulín frá Íslandi til mín þannig að ég er eins konar tengiliður fyrir þetta vöruhús," segir Ester. Ester byrjaði með verslun sína, Ömmu Ruth, fyrir nokkrum árum þegar hún erfði postulín, silfur og kristal. "Ég vissi ekki hvað ég átti að gera við þetta en mig hafði alltaf langað að vera búðarkona. Síðan keypti ég lager af konu sem hafði rekið verslunina Hjá ömmu antik og fólk héðan og þaðan hefur einnig selt mér gamla muni. Ég er með mikið frá Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi, Japan, Ítalíu og Ungverjalandi sem ég sel í versluninni. Langmest af vörunum mínum eru gamlir munir en ég er einnig með eitthvað nýtt," segir Ester. Ester segir konurnar sem koma til að kaupa í gömul stell skiptast í tvo hópa. "Annar hópurinn er eldri konur sem hafa keypt sín stell sjálfar eða fengið í gjöf. Á þeim tíma kostuðu stell náttúrulega eins og tvenn mánaðarlaun í dag. Þær vantar kannski einn bolla og þegar ég segi þeim verðið eru þær steinhissa yfir því hve ódýrt þetta sé. Hinn hópurinn er ungar stúlkur sem hafa erft stell en eru vanar að kaupa sitt í IKEA. Þeim finnst verð á einum bolla hrikalega hátt. Stellin sem ég sel eru náttúrulega handmáluð og vönduð og sum framleidd síðan á 18. öld. Ódýr stell í IKEA fást bara í eitt ár og síðan ekki söguna meir þannig að það er ekkert hægt að fá inn í þau ef eitthvað brotnar. Það er samt ánægjulegt að sjá hve margar ungar stúlkur heimsækja mig og vilja fá sér gömul og ömmuleg stell." Ester er með heimasíðuna ammaruth.is þar sem hægt er að sjá allar vörur í versluninni. "Síðan er svo að fólk úti á landi geti nálgast vörunar mínar. Það getur hringt ef það er áhugasamt og ég get sent því fleiri myndir. Ég hef nokkrum sinnum sent út á land og fólk hefur verið mjög ánægt. Ég er með breiða flóru í postulíni og því ættu margir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi." Hús og heimili Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég er með litla antíkverslun í kjallara í Skipasundi 82 í Reykjavík þar sem ég sel antíkborðbúnað. Síðan tek ég líka að mér að leita uppi gömul stell. Það er ekki mikil traffík í versluninni en leitarþjónustan er heldur betur að hlaða utan á sig. Áhugasamir geta því haft samband við mig og ég get fundið það sem vantar inn í stellin fyrir þá. Ég held að ég sé sú eina á Íslandi sem býð upp á svona þjónustu. Ég er með sambönd í Danmörku og Bretlandi en antíkmarkaðurinn er gríðarlega stór. Ég var að leita á netinu að aðilum sem ég gæti keypt af þegar ég rakst á vöruhús í Bretlandi sem sérhæfir sig í gömlu postulíni. Ég ákvað að fara að heimsækja fyrirtækið sem var gjörsamlega ótrúleg upplifun. Það var nýbúið að vera umfjöllun um vöruhúsið í The Telegraph og því var alveg brjálað að gera hjá þeim," segir Ester sem getur varla fært það í orð hve hrifin hún er af póstversluninni. "Þarna eru kílómetrar af hillum með bresku postulíni síðustu fimmtíu ára. Þarna vinna þrjátíu konur og einn karlmaður og allt er handvætt - þau eru ekki einu sinni með ritvél. Þau eru með eina og hálfa milljón muna og allt er handskráð í möppur og númerað eftir munstrum. Þetta er gamaldags bókhald og mjög hægvirkt en þessi eini karlmaður á að tölvuvæða allt saman." Mikil gæðastjórnun er í póstversluninni og munirnir skoðaðir í þaula eins og Ester komst að. "Þau skoða alla muni gaumgæfilega og senda ekkert út úr húsi nema það sé hundrað prósent í lagi. Síðan pakka þær yfir sig eins og þær segja en þær pakka hverjum mun afskaplega vel inn. Þeim fannst mjög spennandi að fá heimsókn frá Íslandi og gáfu sér tíma í öllu amstrinu að tala við mig og fræðast um mitt starf. Ég var þarna í þrjá tíma en þær voru svo hrifnar af Íslandi að þær beina öllum fyrirspurnum um postulín frá Íslandi til mín þannig að ég er eins konar tengiliður fyrir þetta vöruhús," segir Ester. Ester byrjaði með verslun sína, Ömmu Ruth, fyrir nokkrum árum þegar hún erfði postulín, silfur og kristal. "Ég vissi ekki hvað ég átti að gera við þetta en mig hafði alltaf langað að vera búðarkona. Síðan keypti ég lager af konu sem hafði rekið verslunina Hjá ömmu antik og fólk héðan og þaðan hefur einnig selt mér gamla muni. Ég er með mikið frá Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi, Japan, Ítalíu og Ungverjalandi sem ég sel í versluninni. Langmest af vörunum mínum eru gamlir munir en ég er einnig með eitthvað nýtt," segir Ester. Ester segir konurnar sem koma til að kaupa í gömul stell skiptast í tvo hópa. "Annar hópurinn er eldri konur sem hafa keypt sín stell sjálfar eða fengið í gjöf. Á þeim tíma kostuðu stell náttúrulega eins og tvenn mánaðarlaun í dag. Þær vantar kannski einn bolla og þegar ég segi þeim verðið eru þær steinhissa yfir því hve ódýrt þetta sé. Hinn hópurinn er ungar stúlkur sem hafa erft stell en eru vanar að kaupa sitt í IKEA. Þeim finnst verð á einum bolla hrikalega hátt. Stellin sem ég sel eru náttúrulega handmáluð og vönduð og sum framleidd síðan á 18. öld. Ódýr stell í IKEA fást bara í eitt ár og síðan ekki söguna meir þannig að það er ekkert hægt að fá inn í þau ef eitthvað brotnar. Það er samt ánægjulegt að sjá hve margar ungar stúlkur heimsækja mig og vilja fá sér gömul og ömmuleg stell." Ester er með heimasíðuna ammaruth.is þar sem hægt er að sjá allar vörur í versluninni. "Síðan er svo að fólk úti á landi geti nálgast vörunar mínar. Það getur hringt ef það er áhugasamt og ég get sent því fleiri myndir. Ég hef nokkrum sinnum sent út á land og fólk hefur verið mjög ánægt. Ég er með breiða flóru í postulíni og því ættu margir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi."
Hús og heimili Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira