Samkomulagt um verð fyrir Geest 21. desember 2004 00:01 Bakkavör hefur náð samkomulagi um verð í breska matvælafyrirtækinu Geest. Tilboð Bakkavarar mun hljóða upp á 655 pens á hlut, en samkvæmt því er markaðsvirði Geest um sextíu milljarðar króna. Á óvart kemur hversu hratt sú niðurstaða fæst, en það bendir til þess að góð samstaða hafi náðst milli Bakkavarar og stjórnar Geest. Með kaupum á Geest verður Bakkavör stærsti framleiðandi tilbúinnar ferskrar matvöru í Bretlandi, en breski markaðurinn er lengst kominn allra markaða heims í þessari grein. Hjá sameinuðu fyrirtæki myndu starfa 12.500 manns og gera má ráð fyrir að samanlögð velta næsta árs nemi um 150 milljörðum króna. Hlutfafar Geest fá einnig greidd sjö pens í arð, en Bakkavör fær fimmtungshlut af þeirri arðgreiðslu í samræmi við eignarhlut sinn í breska fyrirtækinu. Núverandi markaðsvirði Bakkavarar er um 40 milljarðar króna. Heildarlánafyrirgreiðsla vegna kaupanna mun nema milli 120 og 130 milljörðum króna og er það enn eitt metið sem viðskiptalífið slær á skömmum tíma. Erlendir bankar, meðal þeirra Bank of Scotland, Royal Bank of Scotland og Rabo, hafa lýst sig reiðubúna til að fjármagna kaupin. Stjórn Geest er samþykk verðtilboði Bakkavarar og segir Sir John Banham stjórnarformaður viðræðurnar hafa verið bæði faglegar og vinsamlegar. "Miðað við þetta verð gefum við Bakkavör heimild til áreiðanleikakönnunar og áframhaldandi viðræðna í kjölfarið." Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, segir þetta miklvægt skref. "Það sem skiptir mestu í svona viðræðum er verðið og svo aðgengi að rekstrartölum fyrirtækisins." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Bakkavör hefur náð samkomulagi um verð í breska matvælafyrirtækinu Geest. Tilboð Bakkavarar mun hljóða upp á 655 pens á hlut, en samkvæmt því er markaðsvirði Geest um sextíu milljarðar króna. Á óvart kemur hversu hratt sú niðurstaða fæst, en það bendir til þess að góð samstaða hafi náðst milli Bakkavarar og stjórnar Geest. Með kaupum á Geest verður Bakkavör stærsti framleiðandi tilbúinnar ferskrar matvöru í Bretlandi, en breski markaðurinn er lengst kominn allra markaða heims í þessari grein. Hjá sameinuðu fyrirtæki myndu starfa 12.500 manns og gera má ráð fyrir að samanlögð velta næsta árs nemi um 150 milljörðum króna. Hlutfafar Geest fá einnig greidd sjö pens í arð, en Bakkavör fær fimmtungshlut af þeirri arðgreiðslu í samræmi við eignarhlut sinn í breska fyrirtækinu. Núverandi markaðsvirði Bakkavarar er um 40 milljarðar króna. Heildarlánafyrirgreiðsla vegna kaupanna mun nema milli 120 og 130 milljörðum króna og er það enn eitt metið sem viðskiptalífið slær á skömmum tíma. Erlendir bankar, meðal þeirra Bank of Scotland, Royal Bank of Scotland og Rabo, hafa lýst sig reiðubúna til að fjármagna kaupin. Stjórn Geest er samþykk verðtilboði Bakkavarar og segir Sir John Banham stjórnarformaður viðræðurnar hafa verið bæði faglegar og vinsamlegar. "Miðað við þetta verð gefum við Bakkavör heimild til áreiðanleikakönnunar og áframhaldandi viðræðna í kjölfarið." Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, segir þetta miklvægt skref. "Það sem skiptir mestu í svona viðræðum er verðið og svo aðgengi að rekstrartölum fyrirtækisins."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira