Tugir létust í Najaf og Karbala 19. desember 2004 00:01 Að minnsta kosti 62 manns létust og 120 særðust þegar bílsprengjur sprungu í Najaf og Karbala, tveimur helgustu borgum sjía í Írak. Sprengjurnar sprungu með klukkutíma millibili. Fyrri sprengjan sprakk í Karbala þegar maður sprengdi sjálfan sig fyrir utan umferðarmiðstöð. Seinni sprengjan sprakk í miðborg Najaf þar sem fjöldi fólks fylgdist með útför virts ættarhöfðingja. Adnan al-Zurufi, héraðsstjóri í Najaf, og Ghalib al-Jazaari lögreglustjóri rétt sluppu. Þeir voru í 100 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengingin varð. Al-Jazaari segist sannfærður um að ráða hafi átt hann og al-Zurufi af dögum. Sprengingin í Najaf varð aðeins nokkur hundruð metrum frá Imam Ali-helgidómnum, sem er helgasti staður sjía í Írak. Sprengingin í Karbala var önnur mannskæða sprengingin á einni viku í borginni. Á miðvikudaginn sprakk sprengja við Imam Hussein-helgidóminn. Þá fórust átta manns og 40 særðust í árás sem talin er hafa verið gerð til myrða sjíaklerkinn Ayatollah Ali al-Sistani. Talið er að sjíamúslímar beri ábyrgð á sprengingunum en stór hluti þeirra vill að fyrirhuguðum kosningum 30. janúar verði frestað. Í gær réðust uppreisnarmenn í Bagdad á bíl fimm starfsmanna sem sitja í óháðri nefnd sem undirbýr kosningarnar. Þrír mannanna voru dregnir út úr bílnum og skotnir til bana. Hinir tveir náðu að komast í burtu. Mannræningjar í Írak sendu í gær frá sér myndband þar sem níu íraskir starfsmenn Sandi Group, bandarísks öryggisfyrirtækis, sjást bundnir upp við steinvegg. Einn starfsmaður sést liggjandi særður í rúmi. Mannræningjarnir hóta að drepa gíslana fari bandaríska fyrirtækið ekki með starfsemi sína úr landinu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Að minnsta kosti 62 manns létust og 120 særðust þegar bílsprengjur sprungu í Najaf og Karbala, tveimur helgustu borgum sjía í Írak. Sprengjurnar sprungu með klukkutíma millibili. Fyrri sprengjan sprakk í Karbala þegar maður sprengdi sjálfan sig fyrir utan umferðarmiðstöð. Seinni sprengjan sprakk í miðborg Najaf þar sem fjöldi fólks fylgdist með útför virts ættarhöfðingja. Adnan al-Zurufi, héraðsstjóri í Najaf, og Ghalib al-Jazaari lögreglustjóri rétt sluppu. Þeir voru í 100 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengingin varð. Al-Jazaari segist sannfærður um að ráða hafi átt hann og al-Zurufi af dögum. Sprengingin í Najaf varð aðeins nokkur hundruð metrum frá Imam Ali-helgidómnum, sem er helgasti staður sjía í Írak. Sprengingin í Karbala var önnur mannskæða sprengingin á einni viku í borginni. Á miðvikudaginn sprakk sprengja við Imam Hussein-helgidóminn. Þá fórust átta manns og 40 særðust í árás sem talin er hafa verið gerð til myrða sjíaklerkinn Ayatollah Ali al-Sistani. Talið er að sjíamúslímar beri ábyrgð á sprengingunum en stór hluti þeirra vill að fyrirhuguðum kosningum 30. janúar verði frestað. Í gær réðust uppreisnarmenn í Bagdad á bíl fimm starfsmanna sem sitja í óháðri nefnd sem undirbýr kosningarnar. Þrír mannanna voru dregnir út úr bílnum og skotnir til bana. Hinir tveir náðu að komast í burtu. Mannræningjar í Írak sendu í gær frá sér myndband þar sem níu íraskir starfsmenn Sandi Group, bandarísks öryggisfyrirtækis, sjást bundnir upp við steinvegg. Einn starfsmaður sést liggjandi særður í rúmi. Mannræningjarnir hóta að drepa gíslana fari bandaríska fyrirtækið ekki með starfsemi sína úr landinu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira