Tugir létust í Najaf og Karbala 19. desember 2004 00:01 Að minnsta kosti 62 manns létust og 120 særðust þegar bílsprengjur sprungu í Najaf og Karbala, tveimur helgustu borgum sjía í Írak. Sprengjurnar sprungu með klukkutíma millibili. Fyrri sprengjan sprakk í Karbala þegar maður sprengdi sjálfan sig fyrir utan umferðarmiðstöð. Seinni sprengjan sprakk í miðborg Najaf þar sem fjöldi fólks fylgdist með útför virts ættarhöfðingja. Adnan al-Zurufi, héraðsstjóri í Najaf, og Ghalib al-Jazaari lögreglustjóri rétt sluppu. Þeir voru í 100 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengingin varð. Al-Jazaari segist sannfærður um að ráða hafi átt hann og al-Zurufi af dögum. Sprengingin í Najaf varð aðeins nokkur hundruð metrum frá Imam Ali-helgidómnum, sem er helgasti staður sjía í Írak. Sprengingin í Karbala var önnur mannskæða sprengingin á einni viku í borginni. Á miðvikudaginn sprakk sprengja við Imam Hussein-helgidóminn. Þá fórust átta manns og 40 særðust í árás sem talin er hafa verið gerð til myrða sjíaklerkinn Ayatollah Ali al-Sistani. Talið er að sjíamúslímar beri ábyrgð á sprengingunum en stór hluti þeirra vill að fyrirhuguðum kosningum 30. janúar verði frestað. Í gær réðust uppreisnarmenn í Bagdad á bíl fimm starfsmanna sem sitja í óháðri nefnd sem undirbýr kosningarnar. Þrír mannanna voru dregnir út úr bílnum og skotnir til bana. Hinir tveir náðu að komast í burtu. Mannræningjar í Írak sendu í gær frá sér myndband þar sem níu íraskir starfsmenn Sandi Group, bandarísks öryggisfyrirtækis, sjást bundnir upp við steinvegg. Einn starfsmaður sést liggjandi særður í rúmi. Mannræningjarnir hóta að drepa gíslana fari bandaríska fyrirtækið ekki með starfsemi sína úr landinu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Að minnsta kosti 62 manns létust og 120 særðust þegar bílsprengjur sprungu í Najaf og Karbala, tveimur helgustu borgum sjía í Írak. Sprengjurnar sprungu með klukkutíma millibili. Fyrri sprengjan sprakk í Karbala þegar maður sprengdi sjálfan sig fyrir utan umferðarmiðstöð. Seinni sprengjan sprakk í miðborg Najaf þar sem fjöldi fólks fylgdist með útför virts ættarhöfðingja. Adnan al-Zurufi, héraðsstjóri í Najaf, og Ghalib al-Jazaari lögreglustjóri rétt sluppu. Þeir voru í 100 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengingin varð. Al-Jazaari segist sannfærður um að ráða hafi átt hann og al-Zurufi af dögum. Sprengingin í Najaf varð aðeins nokkur hundruð metrum frá Imam Ali-helgidómnum, sem er helgasti staður sjía í Írak. Sprengingin í Karbala var önnur mannskæða sprengingin á einni viku í borginni. Á miðvikudaginn sprakk sprengja við Imam Hussein-helgidóminn. Þá fórust átta manns og 40 særðust í árás sem talin er hafa verið gerð til myrða sjíaklerkinn Ayatollah Ali al-Sistani. Talið er að sjíamúslímar beri ábyrgð á sprengingunum en stór hluti þeirra vill að fyrirhuguðum kosningum 30. janúar verði frestað. Í gær réðust uppreisnarmenn í Bagdad á bíl fimm starfsmanna sem sitja í óháðri nefnd sem undirbýr kosningarnar. Þrír mannanna voru dregnir út úr bílnum og skotnir til bana. Hinir tveir náðu að komast í burtu. Mannræningjar í Írak sendu í gær frá sér myndband þar sem níu íraskir starfsmenn Sandi Group, bandarísks öryggisfyrirtækis, sjást bundnir upp við steinvegg. Einn starfsmaður sést liggjandi særður í rúmi. Mannræningjarnir hóta að drepa gíslana fari bandaríska fyrirtækið ekki með starfsemi sína úr landinu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira