Hansína er nýi bæjarstjórinn 19. desember 2004 00:01 Hansína Á. Björgvinsdóttir tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Hún þurfti góðan umhugsunarfrest áður en hún ákvað að takast á við verkefnið. "Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta verkefni," segir hún. Samkomulag var milli fulltrúa flokkanna í meirihluta Kópavogs um bæjarstjóraskipti 1. júní á næsta ári. Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefði þá orðið bæjarstjóri og Sigurður Geirdal, oddviti Framsóknarflokksins, hefði orðið formaður bæjarráðs en þetta breyttist við óvænt fráfall Sigurðar. Rökrétt þótti að Hansína Á. Björgvinsdóttir, sem skipaði annað sæti Framsóknarflokksins, gengi inn í samkomulagið og tæki sæti bæjarstjóra. "Það tók mig dálítinn tíma að gera upp minn hug. Þetta voru óvæntar breytingar og ég þurfti að glíma við sjálfa mig í því efni," segir Hansína. "Þetta bar afskaplega sorglega að. Sigurður var náttúrlega bæjarstjórinn. Það var alveg heillandi skemmtilegt að starfa með honum og mikil sorg hjá öllum bæjarbúum, hvar sem þeir stóðu í flokki, þegar hann féll frá. Allir bæjarbúar voru harmi slegnir. Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta embætti. Fjölskylda mín var búin að skipuleggja ýmislegt sem við þurftum að breyta og svo varð ég að vita hvort ég treysti mér í þetta þannig að þetta tók dálítinn tíma," segir hún. Í mörg horn er að líta þegar embætti bæjarstjóra er annars vegar. Kópavogsbær verður 50 ára á næsta ári og stendur afmælishátíðin allt árið þó að hún nái hápunkti á afmælisdeginum 11. maí. "Það segir sig sjálft að hlutverk bæjarstjóra er stórt í því. Svo eru náttúrlega ýmis verkefni sem allir bæjarstjórar sinna. Ég tek við sérstaklega góðu búi. Fjárhagsáætlun lítur vel út og tekjuafgangur er sérlega góður. Skuldirnar lækka frekar en hitt og við höfum góðan rekstrarafgang miðað við önnur sveitarfélög," segir Hansína. En hver er hún þessi kona sem sest í bæjarstjórastólinn í Kópavogi um áramót? Hansína er fædd á Eyrarbakka árið 1946. Faðir hennar var Björgvin Jónsson, kaupfélagsstjóri og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem er látinn. Móðir hennar heitir Ólína Þorleifsdóttir. Hún bjó á Eyrarbakka og Selfossi fyrstu æviárin, fjölskyldan flutti svo til Seyðisfjarðar og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Þegar Hansína var 17 ára fluttist fjölskyldan á mölina. Hansína hefur búið í Kópavogi frá 1971. Hansína er gift Ingva Þorkelssyni, kennara við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari nánast allan sinn starfsaldur, síðustu árin í Kópavogsskóla. "Síðustu árin hef ég ekki verið að kenna. Það var svo ansi snúið að vera bæði í kennslu og bæjarstjórn. Mér fannst ég vera farin að sinna kennslunni illa því að ég þurfti svo oft að fá annan til að kenna fyrir mig," segir hún. Hansína hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi frá 1998, en áður var hún varabæjarfulltrúi eitt kjörtímabil og gegndi þá jafnframt formennsku í félagsmálaráði. Áhugamál hennar eru bundin við æskulýðsmál, stjórnmál og fjölskyldu auk þess sem hún veiðir með manni sínum á sumrin. "Svo hef ég gaman af fjölskyldu- og heimilislífi, sérstaklega barnabörnunum. Mér þykir óskaplega skemmtilegt að eiga barnabörn." Fréttir Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Hansína Á. Björgvinsdóttir tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Hún þurfti góðan umhugsunarfrest áður en hún ákvað að takast á við verkefnið. "Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta verkefni," segir hún. Samkomulag var milli fulltrúa flokkanna í meirihluta Kópavogs um bæjarstjóraskipti 1. júní á næsta ári. Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefði þá orðið bæjarstjóri og Sigurður Geirdal, oddviti Framsóknarflokksins, hefði orðið formaður bæjarráðs en þetta breyttist við óvænt fráfall Sigurðar. Rökrétt þótti að Hansína Á. Björgvinsdóttir, sem skipaði annað sæti Framsóknarflokksins, gengi inn í samkomulagið og tæki sæti bæjarstjóra. "Það tók mig dálítinn tíma að gera upp minn hug. Þetta voru óvæntar breytingar og ég þurfti að glíma við sjálfa mig í því efni," segir Hansína. "Þetta bar afskaplega sorglega að. Sigurður var náttúrlega bæjarstjórinn. Það var alveg heillandi skemmtilegt að starfa með honum og mikil sorg hjá öllum bæjarbúum, hvar sem þeir stóðu í flokki, þegar hann féll frá. Allir bæjarbúar voru harmi slegnir. Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta embætti. Fjölskylda mín var búin að skipuleggja ýmislegt sem við þurftum að breyta og svo varð ég að vita hvort ég treysti mér í þetta þannig að þetta tók dálítinn tíma," segir hún. Í mörg horn er að líta þegar embætti bæjarstjóra er annars vegar. Kópavogsbær verður 50 ára á næsta ári og stendur afmælishátíðin allt árið þó að hún nái hápunkti á afmælisdeginum 11. maí. "Það segir sig sjálft að hlutverk bæjarstjóra er stórt í því. Svo eru náttúrlega ýmis verkefni sem allir bæjarstjórar sinna. Ég tek við sérstaklega góðu búi. Fjárhagsáætlun lítur vel út og tekjuafgangur er sérlega góður. Skuldirnar lækka frekar en hitt og við höfum góðan rekstrarafgang miðað við önnur sveitarfélög," segir Hansína. En hver er hún þessi kona sem sest í bæjarstjórastólinn í Kópavogi um áramót? Hansína er fædd á Eyrarbakka árið 1946. Faðir hennar var Björgvin Jónsson, kaupfélagsstjóri og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem er látinn. Móðir hennar heitir Ólína Þorleifsdóttir. Hún bjó á Eyrarbakka og Selfossi fyrstu æviárin, fjölskyldan flutti svo til Seyðisfjarðar og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Þegar Hansína var 17 ára fluttist fjölskyldan á mölina. Hansína hefur búið í Kópavogi frá 1971. Hansína er gift Ingva Þorkelssyni, kennara við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari nánast allan sinn starfsaldur, síðustu árin í Kópavogsskóla. "Síðustu árin hef ég ekki verið að kenna. Það var svo ansi snúið að vera bæði í kennslu og bæjarstjórn. Mér fannst ég vera farin að sinna kennslunni illa því að ég þurfti svo oft að fá annan til að kenna fyrir mig," segir hún. Hansína hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi frá 1998, en áður var hún varabæjarfulltrúi eitt kjörtímabil og gegndi þá jafnframt formennsku í félagsmálaráði. Áhugamál hennar eru bundin við æskulýðsmál, stjórnmál og fjölskyldu auk þess sem hún veiðir með manni sínum á sumrin. "Svo hef ég gaman af fjölskyldu- og heimilislífi, sérstaklega barnabörnunum. Mér þykir óskaplega skemmtilegt að eiga barnabörn."
Fréttir Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira