Fischer ekki eini vitleysingurinn 17. desember 2004 00:01 Bobby Fischer verður ekki eini vitleysingurinn hér á landi komi hann til landsins, segir utanríkisráðherra. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Fischer verði til vandræða. Hann segir boð um dvalarleyfi sérmeðferð sem Fischer bjóðist vegna sérstakra tengsla við landið. Enn er óvíst hvort Bobby Fischer kemur hingað til lands, þrátt fyrir áhuga hans og tilboð stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir Fischer bjóðast sérmeðferð sem sé ekki fordæmisgefandi. Hann sé sérstakur einstaklingur sem sé í þessari sérstöku stöðu, og vegna tengsla hans við landið og „hina miklu atburði“ þá hefur verið ákveðið að hann skuli fá sérmeðferð. „Við höfum gert það áður í sögunni, t.a.m. þegar Vladimir Askhenazy var gerður að íslenskum ríkisborgara þá var það gert með hraðmeðferð í gegnum þingið vegna sérstakra tengsla hans við landið,“ segir Davíð. Fischer er lýst sem ofsóknarbrjáluðum einbúa með öfgakenndar skoðanir. Spurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að skáksnillingurinn verði til tómra vandræða segir Davíð að vel megi vera að hann eigi erfitt skap og þess háttar, en hann yrði þá ekki eini vitleysingurinn hér á landi. Íslensk stjórnvöld munu aðstoða Fischer og konu hans við að komast til landsins og greiða götu þeirra fyrst um sinn, en síðan verða þau á eigin ábyrgð. Fregnir af tilboði Íslendinga komu flatt upp á stjórnvöld í Washington sem vilja fangelsa Fischer fyrir að brjóta viðskiptabann við Júgóslavíu árið 1992. Davíð segist ekki hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn taki tilboðið illa upp, málið hafi verið útskýrt fyrir þeim og ítrekað að með þessu sé ekki tekið undir málflutning Fischers. Davíð efast um að Bandaríkjamenn krefjist framsals Fischers, en jafnvel þó svo þeir geri það er ekkert sem segir að Íslendingar verði að verða við því. Hann segir að ef um brot hafi verið að ræða þegar Fischer tefldi við mann með franskt vegabréf, þ.e. Boris Spasský, með þýskum dómara í Júgóslavíu árið 1992, þá sé ljóst að það brot sé fyrnt samkvæmt íslenskum reglum. Óljóst er hvert næsta skref í málinu verður. Japanskir dómstólar verða að taka fyrir kæru Fischers, sem hann neitar að láta falla niður, en hann kemst ekki úr landi fyrr málið er til lykta leitt. Talsmenn hans sögðu í Tókýó í morgun að Fischer og frú biðu þess nú að komast hingað til lands. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Bobby Fischer verður ekki eini vitleysingurinn hér á landi komi hann til landsins, segir utanríkisráðherra. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Fischer verði til vandræða. Hann segir boð um dvalarleyfi sérmeðferð sem Fischer bjóðist vegna sérstakra tengsla við landið. Enn er óvíst hvort Bobby Fischer kemur hingað til lands, þrátt fyrir áhuga hans og tilboð stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir Fischer bjóðast sérmeðferð sem sé ekki fordæmisgefandi. Hann sé sérstakur einstaklingur sem sé í þessari sérstöku stöðu, og vegna tengsla hans við landið og „hina miklu atburði“ þá hefur verið ákveðið að hann skuli fá sérmeðferð. „Við höfum gert það áður í sögunni, t.a.m. þegar Vladimir Askhenazy var gerður að íslenskum ríkisborgara þá var það gert með hraðmeðferð í gegnum þingið vegna sérstakra tengsla hans við landið,“ segir Davíð. Fischer er lýst sem ofsóknarbrjáluðum einbúa með öfgakenndar skoðanir. Spurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að skáksnillingurinn verði til tómra vandræða segir Davíð að vel megi vera að hann eigi erfitt skap og þess háttar, en hann yrði þá ekki eini vitleysingurinn hér á landi. Íslensk stjórnvöld munu aðstoða Fischer og konu hans við að komast til landsins og greiða götu þeirra fyrst um sinn, en síðan verða þau á eigin ábyrgð. Fregnir af tilboði Íslendinga komu flatt upp á stjórnvöld í Washington sem vilja fangelsa Fischer fyrir að brjóta viðskiptabann við Júgóslavíu árið 1992. Davíð segist ekki hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn taki tilboðið illa upp, málið hafi verið útskýrt fyrir þeim og ítrekað að með þessu sé ekki tekið undir málflutning Fischers. Davíð efast um að Bandaríkjamenn krefjist framsals Fischers, en jafnvel þó svo þeir geri það er ekkert sem segir að Íslendingar verði að verða við því. Hann segir að ef um brot hafi verið að ræða þegar Fischer tefldi við mann með franskt vegabréf, þ.e. Boris Spasský, með þýskum dómara í Júgóslavíu árið 1992, þá sé ljóst að það brot sé fyrnt samkvæmt íslenskum reglum. Óljóst er hvert næsta skref í málinu verður. Japanskir dómstólar verða að taka fyrir kæru Fischers, sem hann neitar að láta falla niður, en hann kemst ekki úr landi fyrr málið er til lykta leitt. Talsmenn hans sögðu í Tókýó í morgun að Fischer og frú biðu þess nú að komast hingað til lands.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira