Mannúðarástæður réðu för 16. desember 2004 00:01 Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur nú til umfjöllunar ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að veita Bobby Fisher dvalarleyfi hér á landi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði við sendiherra Bandaríkjanna að þessi ákvörðun hefði verið tekin af mannúðarástæðum og vegna þess að það væru að koma jól. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, greindi sendiherra Bandaríkjanna frá þessari ákvörðun íslenskra stjórnvalda á fundi í sendiráðinu. Sá fundur var skipulagður fyrir nokkru og fjallaði að mestu um önnur mál. Davíð sagðist á fundinum ekki búast við neinum viðbrögðum strax en að hann vildi greina frá þessu. Ákvörðunin byggði á mannúðarástæðum og svo leru að koma jól bætti utanríkisráðherrann við. Málið er nú til umfjöllunnar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nokkuð í að viðbragða þaðan verði að vænta. Allir stærstu vestrænu fjölmiðlar heims hafa í dag fjallað um tilboð íslenskra stjórnvalda um dvalarleyfi til handa Bobby Fischer. Til að mynda fjölluðu fréttastofur BBC, ABC, CNBC, CNN og Reuters nokkuð ítarlega um málið í morgun. BBC segir að stuðningsmenn Fischers og forsvarsmenn samtakanna Free Bobby Fischer hafi vart ráðið sér fyrir kæti þegar fregnirnar bárust, og að Fischer hafi sagt í viðtali við Stöð 2 fyrr í vikunni að hann vonaðist til að fá pólitískt hæli á hér á landi. Nokkrar efasemdir koma fram um að það sé mögulegt fyrir Fischer að komast til Íslands, þrátt fyrir boðið. Þó greinir Reuters frá því að japönsk innflytjendayfirvöld útiloki ekki þann möguleika að Fischer fái að fara til Íslands, geti hann sýnt gilt vegabréf. Hins vegar sé venjan sú að menn séu sendir til þess lands sem þeir hafa ríkisborgararrétt í og Fischer sé ekki með tilboð um ríkisborgararrétt. Fischer gladdist mjög yfir þessum tíðindum að sögn Þórðar Ægis Óskarssonar, sendiherra Íslands í Tókyó en hann greindi honum frá niðurstöðunni. Hann segir Fischer hafa tekið mjög vel í boðið. Ef til þess kæmi að japönsk stjórnvöld féllust á að hleypa Fischer til Íslands, yrði hann þó fyrst að fella niður áfrýjunarmál fyrir japönskum rétti þar sem hann óskar þess meðal annars að fá stöðu sem flóttamaður í Japan. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur nú til umfjöllunar ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að veita Bobby Fisher dvalarleyfi hér á landi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði við sendiherra Bandaríkjanna að þessi ákvörðun hefði verið tekin af mannúðarástæðum og vegna þess að það væru að koma jól. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, greindi sendiherra Bandaríkjanna frá þessari ákvörðun íslenskra stjórnvalda á fundi í sendiráðinu. Sá fundur var skipulagður fyrir nokkru og fjallaði að mestu um önnur mál. Davíð sagðist á fundinum ekki búast við neinum viðbrögðum strax en að hann vildi greina frá þessu. Ákvörðunin byggði á mannúðarástæðum og svo leru að koma jól bætti utanríkisráðherrann við. Málið er nú til umfjöllunnar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nokkuð í að viðbragða þaðan verði að vænta. Allir stærstu vestrænu fjölmiðlar heims hafa í dag fjallað um tilboð íslenskra stjórnvalda um dvalarleyfi til handa Bobby Fischer. Til að mynda fjölluðu fréttastofur BBC, ABC, CNBC, CNN og Reuters nokkuð ítarlega um málið í morgun. BBC segir að stuðningsmenn Fischers og forsvarsmenn samtakanna Free Bobby Fischer hafi vart ráðið sér fyrir kæti þegar fregnirnar bárust, og að Fischer hafi sagt í viðtali við Stöð 2 fyrr í vikunni að hann vonaðist til að fá pólitískt hæli á hér á landi. Nokkrar efasemdir koma fram um að það sé mögulegt fyrir Fischer að komast til Íslands, þrátt fyrir boðið. Þó greinir Reuters frá því að japönsk innflytjendayfirvöld útiloki ekki þann möguleika að Fischer fái að fara til Íslands, geti hann sýnt gilt vegabréf. Hins vegar sé venjan sú að menn séu sendir til þess lands sem þeir hafa ríkisborgararrétt í og Fischer sé ekki með tilboð um ríkisborgararrétt. Fischer gladdist mjög yfir þessum tíðindum að sögn Þórðar Ægis Óskarssonar, sendiherra Íslands í Tókyó en hann greindi honum frá niðurstöðunni. Hann segir Fischer hafa tekið mjög vel í boðið. Ef til þess kæmi að japönsk stjórnvöld féllust á að hleypa Fischer til Íslands, yrði hann þó fyrst að fella niður áfrýjunarmál fyrir japönskum rétti þar sem hann óskar þess meðal annars að fá stöðu sem flóttamaður í Japan.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira