Íslenskt te úr arabískum katli 16. desember 2004 00:01 Auður Ólafsdóttir, rithöfundur og listfræðingur, kann vel við sig í eldhúsinu sínu, einkum á þessum árstíma þar sem Landakotskirkju ber við rökkurhimininn í öllu sínu veldi í gegnum gluggann. Það er einkum tvennt í eldhúsinu sem hún telur sérstök þarfaþing: "Það er annars vegar arabíski Aladdín teketillinn minn sem mér áskotnaðist þegar ég bjó í París. Hann er frá Marokkó og svona eins og maður sér í teiknimyndasögunum. Hins vegar er það gróskumikil rósmarínplanta sem vex í glugganum sem snýr út að Landakotskirkju en ég er með kórgluggann úr kirkjunni inn um gluggann hjá mér. Þessi planta var upphaflega lítill afleggjari sem dóttir mín kom með heim frá Frakklandi í vasanum og færði mér og nú er hún orðin svo stór að hún skyggir á kórgluggann á kirkjunni." Eldhúsþarfaþingin hennar Auðar eru bæði frá Frakklandi þar sem hún bjó í sjö ár. "Matargerð frá Norður-Afríku er mjög áberandi í París og maður komst ekki hjá því að hrífast með. Í svona katli er yfirleitt búið til sætt te úr myntulaufum en við notum hann aðallega til að búa til íslenskt grasate úr jurtum sem við tínum í sveitinni og þurrkum; blóðbergi, silfurmuru, gæsalaufum, vallhumli og maríustakki. Matur kemur mikið við sögu í skáldsögunni minni, Rigning í nóvember, og með bókinni fylgir uppskriftapési með fjörutíu og sjö mataruppskriftum og einni prjónauppskrift. Rósmarín kemur við sögu í skáldsögunni og einnig er mikið af tei í henni." Silfurte úr Rigningu í nóvember: Hellið kaldri mjólk í glas að einum þriðja og fyllið síðan upp með sjóðandi vatni að tveimur þriðju. Bragðbætið með hunangi. Drekkið eftir kvöldmat með barni sem komið er í náttfötin, áður en það burstar tennurnar. Ræðið atburði dagsins og skipuleggið saman morgundaginn yfir silfurteinu. Hús og heimili Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira
Auður Ólafsdóttir, rithöfundur og listfræðingur, kann vel við sig í eldhúsinu sínu, einkum á þessum árstíma þar sem Landakotskirkju ber við rökkurhimininn í öllu sínu veldi í gegnum gluggann. Það er einkum tvennt í eldhúsinu sem hún telur sérstök þarfaþing: "Það er annars vegar arabíski Aladdín teketillinn minn sem mér áskotnaðist þegar ég bjó í París. Hann er frá Marokkó og svona eins og maður sér í teiknimyndasögunum. Hins vegar er það gróskumikil rósmarínplanta sem vex í glugganum sem snýr út að Landakotskirkju en ég er með kórgluggann úr kirkjunni inn um gluggann hjá mér. Þessi planta var upphaflega lítill afleggjari sem dóttir mín kom með heim frá Frakklandi í vasanum og færði mér og nú er hún orðin svo stór að hún skyggir á kórgluggann á kirkjunni." Eldhúsþarfaþingin hennar Auðar eru bæði frá Frakklandi þar sem hún bjó í sjö ár. "Matargerð frá Norður-Afríku er mjög áberandi í París og maður komst ekki hjá því að hrífast með. Í svona katli er yfirleitt búið til sætt te úr myntulaufum en við notum hann aðallega til að búa til íslenskt grasate úr jurtum sem við tínum í sveitinni og þurrkum; blóðbergi, silfurmuru, gæsalaufum, vallhumli og maríustakki. Matur kemur mikið við sögu í skáldsögunni minni, Rigning í nóvember, og með bókinni fylgir uppskriftapési með fjörutíu og sjö mataruppskriftum og einni prjónauppskrift. Rósmarín kemur við sögu í skáldsögunni og einnig er mikið af tei í henni." Silfurte úr Rigningu í nóvember: Hellið kaldri mjólk í glas að einum þriðja og fyllið síðan upp með sjóðandi vatni að tveimur þriðju. Bragðbætið með hunangi. Drekkið eftir kvöldmat með barni sem komið er í náttfötin, áður en það burstar tennurnar. Ræðið atburði dagsins og skipuleggið saman morgundaginn yfir silfurteinu.
Hús og heimili Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira